Sér jákvæða hlið á áliti umboðsmanns Jón Þór Stefánsson skrifar 5. janúar 2024 15:10 „Þessar veiðar eru algjörlega hvort sem er algjör tímaskekkja,“ segir Katrín Oddsdóttir. Vísir/Arnar Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir ekki gott að skort hafi lagaheimild þegar matvælaráðherra frestaði hvalveiðum í sumar. „En það er eitthvað sem gerist reglulega á Íslandi.“ Hún segir þó jákvæðar fréttir felast í áliti Umboðsmanns Alþingis, sem komst að þeirri niðurstöðu að útgáfa og undirbúningur reglugerðar Svandísar Svavarsdóttir hafi ekki fylgt meðalhófi. Katrín bendir á að umboðsmaður telji að það hafi verið rétt hjá Svandísi að líta til dýravelferðarsjónarmiða við ákvörðun sína. „Þetta er sú tenging sem við höfum mörg verið að bíða eftir að verði staðfest af einhverjum óhlutdrægum aðila,“ segir Katrín. „Hann segir að það hafi verið heimilt og rétt að líta til dýravelferðar í töku þessarar ákvarðanir. Það er svo jákvætt því það er oft þannig að þessi lög séu jaðarsett gagnvart réttindum fólks til að veiða.“ Rétt er að taka fram að fréttastofa náði tali af Katrínu þegar álitið var nýbirt og hún hafði því ekki gefið sér tíma til að lesa það allt, en hún hafði kynnt sér niðurstöðu þess. Henni finnst ákvörðun Svandísar hafa verið rétt, en framkvæmd hennar mögulega sett einhverjum annmörkum. „Þessar veiðar eru algjörlega hvort sem er algjör tímaskekkja. Ef Kristján Loftsson telur sig eiga einhvern bótarétt þá ætti hann bara að sækja hann. Þá sjáum við hvað setur. Ég held að hann tapi á þessum veiðum á hverju einasta ári, þannig það væri gaman að sjá hann reyna að sanna tjón sitt.“ Katrín segir sjást á niðurstöðukafla álitsins að umboðsmaður sé ekki að biðja um að Svandís verði dregin úr embætti vegna ákvörðunarinnar. „Heldur er þetta eitthvað sem hún á að nota þegar hún horfi til framtíðar þegar hún ráðstafar þessum réttindum. Ég hef trú á því að hún geri það.“ Aðspurð frekar út í möguleikann á því að afsagnar Svandísar verði krafist segist Katrín búast við því að einhverjir muni gera það. „Þessir venjulegu háttgargandi einstaklingar munu örugglega koma og krefjast alls konar hluta. Það er ekki nokkur spurning. En ef ég væri í þessari stöðu myndi ég anda rólega með nefinu og búa til betri reglur og lög um hvalveiðar.“ Hvalveiðar Umboðsmaður Alþingis Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Hún segir þó jákvæðar fréttir felast í áliti Umboðsmanns Alþingis, sem komst að þeirri niðurstöðu að útgáfa og undirbúningur reglugerðar Svandísar Svavarsdóttir hafi ekki fylgt meðalhófi. Katrín bendir á að umboðsmaður telji að það hafi verið rétt hjá Svandísi að líta til dýravelferðarsjónarmiða við ákvörðun sína. „Þetta er sú tenging sem við höfum mörg verið að bíða eftir að verði staðfest af einhverjum óhlutdrægum aðila,“ segir Katrín. „Hann segir að það hafi verið heimilt og rétt að líta til dýravelferðar í töku þessarar ákvarðanir. Það er svo jákvætt því það er oft þannig að þessi lög séu jaðarsett gagnvart réttindum fólks til að veiða.“ Rétt er að taka fram að fréttastofa náði tali af Katrínu þegar álitið var nýbirt og hún hafði því ekki gefið sér tíma til að lesa það allt, en hún hafði kynnt sér niðurstöðu þess. Henni finnst ákvörðun Svandísar hafa verið rétt, en framkvæmd hennar mögulega sett einhverjum annmörkum. „Þessar veiðar eru algjörlega hvort sem er algjör tímaskekkja. Ef Kristján Loftsson telur sig eiga einhvern bótarétt þá ætti hann bara að sækja hann. Þá sjáum við hvað setur. Ég held að hann tapi á þessum veiðum á hverju einasta ári, þannig það væri gaman að sjá hann reyna að sanna tjón sitt.“ Katrín segir sjást á niðurstöðukafla álitsins að umboðsmaður sé ekki að biðja um að Svandís verði dregin úr embætti vegna ákvörðunarinnar. „Heldur er þetta eitthvað sem hún á að nota þegar hún horfi til framtíðar þegar hún ráðstafar þessum réttindum. Ég hef trú á því að hún geri það.“ Aðspurð frekar út í möguleikann á því að afsagnar Svandísar verði krafist segist Katrín búast við því að einhverjir muni gera það. „Þessir venjulegu háttgargandi einstaklingar munu örugglega koma og krefjast alls konar hluta. Það er ekki nokkur spurning. En ef ég væri í þessari stöðu myndi ég anda rólega með nefinu og búa til betri reglur og lög um hvalveiðar.“
Hvalveiðar Umboðsmaður Alþingis Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira