„Talsverðar óskir“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. janúar 2024 15:01 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags-og vinnumarkaðsráðherra. Vísir/Ívar Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags-og vinnumarkaðsráðherra, segir fund með fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar sem fram fór í Ráðherrabústaðnum í morgun hafa verið góðan. „Við vorum að ræða sérstaklega tilfærslukerfin, barnabætur, húsnæðisbætur á vaxtabætur,“ segir Guðmundur Ingi í samtali við fréttastofu. Eins og fram hefur komið gengu Vilhjálmur Birgisson, formaður Stafsgreinasambandsins, Ragnar Þór Ingólfsson fyrir VR, Sólveig Anna Jónsdóttir fyrir Eflingu, Eiður Stefánsson fyrir LV og Hilmar Harðarson fyrir Samiðn, til fundar við ráðherra í Ráðherrabústaðnum í morgun. „Þau lögðu bara sínar kröfur á borðið, sem er mjög gott. Fundurinn var jákvæður og ég held að það sé mikill vilji allra til þess að reyna að ná í mark í þessum málum,“ segir Guðmundur Ingi. Markmiðið sé skýrt Sérðu að það þurfi að veita miklum fjármunum í þessi kerfi? Er óskað eftir miklum breytingum, miklum tilfærslum? „Það eru talsverðar óskir en þetta er bara allt eitthvað sem við þurfum að setjast yfir núna. Ég held að markmiðið sé mjög skýrt og það er það að við þurfum að ná kjarasamningum sem allra fyrst og sá tónn sem er hjá verkalýðshreyfingunni og Samtökum atvinnulífsins, hann er mjög góður og tónninn á fundinum var líka mjög góður.“ Komuð þið með eitthvað útspil, ríkisstjórnin, á fundi? „Nei við gerðum það ekki, við vorum þarna til þess að hlusta á þær kröfur sem verkalýðshreyfingin hefur.“ Hvað ætlið þið að vera lengi að reikna? „Það er ekki mikill tími til stefnu. Vonandi geta samningar tekið við af samningum, það væri mjög æskilegt, sem væri þá í lok mánaðarins.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bjartsýnn fyrir fund með stjórnvöldum á morgun Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segist vongóður fyrir fund verkalýðsforystunnar með stjórnvöldum á morgun. Forsætisráðherra boðaði verkalýðsforystuna til fundarins. 4. janúar 2024 22:31 „Við erum bara að vinna vinnuna“ Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að fundað sé stíft í Karphúsinu og sú staða verði áfram næstu daga. Breiðfylking stéttarfélaga og SA nálgist verkefnið af mikilli einlægni. 4. janúar 2024 14:24 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir hagsmuni sína af strandveiðum óverulega Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
„Við vorum að ræða sérstaklega tilfærslukerfin, barnabætur, húsnæðisbætur á vaxtabætur,“ segir Guðmundur Ingi í samtali við fréttastofu. Eins og fram hefur komið gengu Vilhjálmur Birgisson, formaður Stafsgreinasambandsins, Ragnar Þór Ingólfsson fyrir VR, Sólveig Anna Jónsdóttir fyrir Eflingu, Eiður Stefánsson fyrir LV og Hilmar Harðarson fyrir Samiðn, til fundar við ráðherra í Ráðherrabústaðnum í morgun. „Þau lögðu bara sínar kröfur á borðið, sem er mjög gott. Fundurinn var jákvæður og ég held að það sé mikill vilji allra til þess að reyna að ná í mark í þessum málum,“ segir Guðmundur Ingi. Markmiðið sé skýrt Sérðu að það þurfi að veita miklum fjármunum í þessi kerfi? Er óskað eftir miklum breytingum, miklum tilfærslum? „Það eru talsverðar óskir en þetta er bara allt eitthvað sem við þurfum að setjast yfir núna. Ég held að markmiðið sé mjög skýrt og það er það að við þurfum að ná kjarasamningum sem allra fyrst og sá tónn sem er hjá verkalýðshreyfingunni og Samtökum atvinnulífsins, hann er mjög góður og tónninn á fundinum var líka mjög góður.“ Komuð þið með eitthvað útspil, ríkisstjórnin, á fundi? „Nei við gerðum það ekki, við vorum þarna til þess að hlusta á þær kröfur sem verkalýðshreyfingin hefur.“ Hvað ætlið þið að vera lengi að reikna? „Það er ekki mikill tími til stefnu. Vonandi geta samningar tekið við af samningum, það væri mjög æskilegt, sem væri þá í lok mánaðarins.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bjartsýnn fyrir fund með stjórnvöldum á morgun Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segist vongóður fyrir fund verkalýðsforystunnar með stjórnvöldum á morgun. Forsætisráðherra boðaði verkalýðsforystuna til fundarins. 4. janúar 2024 22:31 „Við erum bara að vinna vinnuna“ Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að fundað sé stíft í Karphúsinu og sú staða verði áfram næstu daga. Breiðfylking stéttarfélaga og SA nálgist verkefnið af mikilli einlægni. 4. janúar 2024 14:24 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir hagsmuni sína af strandveiðum óverulega Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Bjartsýnn fyrir fund með stjórnvöldum á morgun Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segist vongóður fyrir fund verkalýðsforystunnar með stjórnvöldum á morgun. Forsætisráðherra boðaði verkalýðsforystuna til fundarins. 4. janúar 2024 22:31
„Við erum bara að vinna vinnuna“ Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að fundað sé stíft í Karphúsinu og sú staða verði áfram næstu daga. Breiðfylking stéttarfélaga og SA nálgist verkefnið af mikilli einlægni. 4. janúar 2024 14:24