Vatns- og matarskortur í skjálausri ferð heim frá Kanarí Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. janúar 2024 07:01 Flugvélin sem ferjaði Íslendinga heim frá Kanaríeyjunum á mánudag var sú eina í eigu Icelandair sem ekki er með afþreyingarkerfi. Vísir/Vilhelm Icelandair hefur borist nokkrar kvartanir frá farþegum sem voru um borð í flugi heim til Íslands frá Gran Canaria síðastliðinn mánudag. Veitingar um borð í vélinni voru nær uppurnar, ekkert vatn var á krönum og engin afþreying í boði í fluginu, sem endaði á því að vera sjö klukkustundir vegna seinkanna. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svörum Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair til Vísis. Tilefnið er umfjöllun Nútímans þar sem haft er eftir ónefndum farþegum um borð að um hafi verið að ræða „algjört“ hryllingsflug. Farþegar lýsa því að þeir hafi setið um borð í vélinni í tvær klukkustundir á flugvellinum á Gran Canaria á meðan reynt var að fylla á vatnstanka vélarinnar. Það hafi hinsvegar ekki tekist og ekkert vatn í krönum vélarinnar. Þegar lagt hafi verið af stað hafi svo litlar sem engar veitingar verið í boði, ekkert kaffi, ekkert te og enginn bjór. Þá lýsir farþegi óánægju með fría barnamáltíð og segir þeim hafa verið boðið upp á gulrætur og eplasafa. Flugið hafi á endanum verið sjö klukkustunda langt. Farþegarnir voru á leið heim eftir gott jólafrí á Gran Canaria.Vísir/Getty Forsvarsmönnum félagsins þykir málið leitt „Já okkur hafa borist nokkrar kvartanir vegna þessa flugs enda komu þarna upp aðstæður sem voru ekki í samræmi við þá þjónustu sem við bjóðum almennt og fólk er vant. Okkur þykir það mjög leitt,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair í svari til Vísis vegna málsins. „Ástæðurnar fyrir þessu eru fyrst og fremst þrjár: Veitingasala var óvenju mikil á leið til Kanarí og því var lítið eftir af stökum vörum á leiðinni til baka, flugvélin sem var notuð í flugið var ekki með skjáum í sætum og þjónustuaðili á flugvellinum ytra náði ekki að fylla vatnstanka að fullu fyrir brottför. Skortur á vatni hafði þau áhrif að ekki var hægt að afgreiða matvörur sem krefjast þess að hafa heitt vatn, svo sem kaffi og te.“ Eina vélin sem er eftir án afþreyingar „Aðeins þessi eina vél í okkar flota er án hefðbundins afþreyingarkerfis. Hins vegar bjóðum við farþegum að tengja sín eigin snjalltæki við innranet flugvélarinnar og streyma afþreyingarefni. Farþegum var sendur tölvupóstur sem útskýrði þetta fyrir flugið en við erum að skoða hvort við getum bætt um betur í því upplýsingaflæði.“ Félagið segist ekki flytja fleiri vörur en þörf sé á í hverri flugvél. Vísir/Vilhelm Bera ekki fleiri vörur en þarf Gerist það oft að kaffi, gos og aðrir drykkir líkt og bjór klárist í vélum? „Við reynum eftir fremsta megni að meta þörfina fyrir hvert flug en um leið leggjum við áherslu á að bera ekki meiri vörur en við þurfum til þess að stuðla að minni eldsneytisnotkun og þar með minni kolefnislosun. Það getur komið fyrir að sala er óvenjumikil á einhverjum flugleggjum og að það hafi áhrif á seinni fluglegg. Það gerist hins vegar sjaldan.“ Ný barnamáltíð til reynslu Spurður um barnamáltíðir um borð í vélum Icelandair segir Guðni þær taka breytingum yfir árið. Það sé eins mismunandi eftir því hvaða leiðar eru í boði. „Í þessu flugi var um að ræða máltíð sem er ný og er til reynslu á Evrópuleiðum. Hún inniheldur hollari kost, í takt við eftirspurn frá viðskiptavinum. Barnaboxið á þessari leið innihélt ost, ávaxtarúllu, gulrætur, hrökk kex og ávaxtasafa.“ Fréttir af flugi Icelandair Kanaríeyjar Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í svörum Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair til Vísis. Tilefnið er umfjöllun Nútímans þar sem haft er eftir ónefndum farþegum um borð að um hafi verið að ræða „algjört“ hryllingsflug. Farþegar lýsa því að þeir hafi setið um borð í vélinni í tvær klukkustundir á flugvellinum á Gran Canaria á meðan reynt var að fylla á vatnstanka vélarinnar. Það hafi hinsvegar ekki tekist og ekkert vatn í krönum vélarinnar. Þegar lagt hafi verið af stað hafi svo litlar sem engar veitingar verið í boði, ekkert kaffi, ekkert te og enginn bjór. Þá lýsir farþegi óánægju með fría barnamáltíð og segir þeim hafa verið boðið upp á gulrætur og eplasafa. Flugið hafi á endanum verið sjö klukkustunda langt. Farþegarnir voru á leið heim eftir gott jólafrí á Gran Canaria.Vísir/Getty Forsvarsmönnum félagsins þykir málið leitt „Já okkur hafa borist nokkrar kvartanir vegna þessa flugs enda komu þarna upp aðstæður sem voru ekki í samræmi við þá þjónustu sem við bjóðum almennt og fólk er vant. Okkur þykir það mjög leitt,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair í svari til Vísis vegna málsins. „Ástæðurnar fyrir þessu eru fyrst og fremst þrjár: Veitingasala var óvenju mikil á leið til Kanarí og því var lítið eftir af stökum vörum á leiðinni til baka, flugvélin sem var notuð í flugið var ekki með skjáum í sætum og þjónustuaðili á flugvellinum ytra náði ekki að fylla vatnstanka að fullu fyrir brottför. Skortur á vatni hafði þau áhrif að ekki var hægt að afgreiða matvörur sem krefjast þess að hafa heitt vatn, svo sem kaffi og te.“ Eina vélin sem er eftir án afþreyingar „Aðeins þessi eina vél í okkar flota er án hefðbundins afþreyingarkerfis. Hins vegar bjóðum við farþegum að tengja sín eigin snjalltæki við innranet flugvélarinnar og streyma afþreyingarefni. Farþegum var sendur tölvupóstur sem útskýrði þetta fyrir flugið en við erum að skoða hvort við getum bætt um betur í því upplýsingaflæði.“ Félagið segist ekki flytja fleiri vörur en þörf sé á í hverri flugvél. Vísir/Vilhelm Bera ekki fleiri vörur en þarf Gerist það oft að kaffi, gos og aðrir drykkir líkt og bjór klárist í vélum? „Við reynum eftir fremsta megni að meta þörfina fyrir hvert flug en um leið leggjum við áherslu á að bera ekki meiri vörur en við þurfum til þess að stuðla að minni eldsneytisnotkun og þar með minni kolefnislosun. Það getur komið fyrir að sala er óvenjumikil á einhverjum flugleggjum og að það hafi áhrif á seinni fluglegg. Það gerist hins vegar sjaldan.“ Ný barnamáltíð til reynslu Spurður um barnamáltíðir um borð í vélum Icelandair segir Guðni þær taka breytingum yfir árið. Það sé eins mismunandi eftir því hvaða leiðar eru í boði. „Í þessu flugi var um að ræða máltíð sem er ný og er til reynslu á Evrópuleiðum. Hún inniheldur hollari kost, í takt við eftirspurn frá viðskiptavinum. Barnaboxið á þessari leið innihélt ost, ávaxtarúllu, gulrætur, hrökk kex og ávaxtasafa.“
Fréttir af flugi Icelandair Kanaríeyjar Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Sjá meira