7 dagar í EM: Sjöunda besta Evrópumót strákanna okkar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2024 12:01 Alexander Petersson kom aftur inn í íslenska landsliðið á EM 2020 eftir fjögurra ára fjarveru og stóð sig frábærlega á mótinu EPA-EFE/ANDREAS HILLERGREN Draumabyrjun á Evrópumótinu fyrir fjórum árum síðan en enn á ný fór allt á versta veg í leik á móti Ungverjum. Fyrsti leikur íslenska karlalandsliðsins á Evrópumóti karla í handbolta er 12. janúar næstkomandi eða eftir sjö daga. Vísir ætlar að telja niður í komandi Evrópumót með því að raða upp bestu Evrópumótum strákanna okkar í gegnum tíðina. Sjöunda sætið yfir bestu Evrópumót strákanna okkar kemur í hlut Evrópumótsins í Austurríki, Noregi og Svíþjóð árið 2020. Væntingarnar voru kannski ekki miklar fyrir fram en það breyttist allt eftir tvo frábæra sigra í fyrstu tveimur leikjunum. Það þýddi svo að niðurstaðan voru ákveðin vonbrigði enda engan veginn í samhengi við frammistöðuna í upphafi móts. Aron Pálmarsson skoraði tíu mörk gegn Dönum í sigri Íslendinga í fyrsta leik á EM 2020.EPA-EFE/ANDREAS HILLERGREN Guðmundur Guðmundsson var þarna kominn vel af stað að móta landslið framtíðarinnar og byrjunin lofaði svo sannarlega góðu. Sigurinn á móti heimsmeisturum Dana í fyrsta leik var risasigur ekki síst fyrir Guðmund sem fékk ekki að halda áfram með danska landsliðið á sínum tíma. Hann hafði óvænt kallað aftur á Alexander Petersson sem var mjög öflugur á sínu fyrsta stórmóti í fjögur ár. Aron Pálmarsson átti síðan einn besta leik sem íslensku landsliðsmaður hefur spilað á stórmóti í umræddum Danaleik þar sem hann var með tíu mörk og níu stoðsendingar á móti einu besta liði heims. Íslenska liðið vann tvo fyrstu leiki sína þar af ellefu marka sigur á Rússum í leik tvö. Íslenska liðið var síðan fimm mörkum yfir, 12-7, í þriðja leiknum á móti Ungverjum. Þá fór allt á versta veg. Íslenska liðið tapaði síðustu 32 mínútum leiksins með ellefu mörkum, 6-17, sem þýddi að leikurinn tapaðist með sex mörkum, 18-24, og íslenska liðið fót stigalaust inn í milliriðilinn. Á einum hálfleik breyttust því algjörlega örlög íslenska liðsins á mótinu. Liðið tapaði fyrsta leik milliriðilsins á móti Slóvenum og enduðu að lokum í neðsta sæti milliriðilsins eftir sjö marka tap á móti Svíum í lokaleiknum. Liðið þurftu því að sætta sig við ellefta sætið á mótinu. Þetta var 22. og síðasta stórmótið hjá Guðjóni Val Sigurðssyni sem hafði þá tekið þátt í öllum ellefu Evrópumótum Íslands frá upphafi. Viktor Gísli Hallgrímsson varði sjö víti á Evrópumótinu 2020.Getty/Kolektiff Images EM í Austurríki, Noregi og Svíþjóð 2020 Lokastaða: 11. sæti Sigurleikir: 3 í 7 leikjum. Þjálfari: Guðmundur Guðmundsson (12. stórmót) Fyrirliði: Guðjón Valur Sigurðsson. Besti leikur: Sigur á Danmörku (31-30). Versti leikur: Tap fyrir Ungverjalandi (18-24) Markahæstir hjá íslenska liðinu: Alexander Petersson 23 Aron Pálmarsson 23 Bjarki Már Elísson 23/10 Janus Daði Smárason 19 Guðjón Valur Sigurðsson 18 Kári Kristján Kristjánsson 15 Sigvaldi Guðjónsson 15/3 Besti leikmaður Íslands á mótinu: Alexander Petersson snéri aftur í íslenska landsliðið eftir fjögurra ára fjarveru frá stórmótum. Hann var jafnbesti leikmaður liðsins og án Alexanders hefði verið ómögulegt að komast áfram upp úr riðlinum. Endaði sem markahæstur og næststoðsendingahæstur í liðinu. Óvænta stjarnan: Viktor Gísli Hallgrímsson átti frábæra innkomu í íslenska landsliðið á mótinu þrátt fyrir sveiflukennda frammistöðu. Varði meðal annars sjö af sextán vítaskotum sem hann reyndi við sem gerir 44 prósent markvörslu. Fyrsta mótið hjá: Viggó Kristjánsson og Sveinn Jóhannsson Síðasta mótið hjá: Guðjón Valur Sigurðsson. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari lætur í sér heyra á hliðarlínunni í leiknum gegn Ungverjum.Vísir/Vilhelm Viðtalið: „Höfum fjárfest í framtíðinni“ Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska landsliðsins, sagði að frammistaða íslenska landsliðsins gegn Svíþjóð í lokaleik þess á EM hafi ekki verið nógu góð. Svíar unnu sjö marka sigur, 25-32. „Byrjunin á mótinu var stórkostleg og við í fyrstu þremur leikjunum voru fimm hálfleikir af sex frábærir. Ungverjaleikurinn situr í manni. Hann kostaði okkur mjög mikið. Við byrjuðum mjög vel en fórum illa að ráði okkar,“ sagði Guðmundur við Vísi eftir Svíaleikinn. „Í leiknum gegn Slóveníu gat s.s. allt gerst. Það er erfiður andstæðingur og geysilega reynslumikið lið. Við komum frábærlega til baka á móti Portúgal sem hefur komið liða mest á óvart á mótinu. Leikurinn gegn Norðmönnum var slakur af okkar hálfu. Mér fannst leikmennirnir ætla að gefa allt í þetta í dag en því miður gekk það ekki. Þetta var ekki góður leikur,“ sagði Guðmundur. „Það eru ungir leikmenn að stíga sín fyrstu skref með eldri menn sér við hlið. Það vantar meiri stöðugleika. Þetta varð erfiðara eftir því sem leið á mótið og kannski höfðu líkamlegir þættir áhrif á það. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2014 sem við komumst í milliriðil. Líkamlegt ásigkomulag leikmanna þarf að vera gríðarlega gott til að geta haldið þetta út.“ Guðmundur segir að margir leikmenn hafi lagt inn á reynslubankann á EM. „Þetta var mjög lærdómsríkt. Við höfum fjárfest í framtíðinni og það er mjög jákvætt,“ sagði Guðmundur. Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir 8 dagar í EM: Áttunda besta Evrópumót strákanna okkar Árið byrjaði ekki allt of vel á þessu Evrópumóti en sumarið á eftir var algjörlega frábært. 4. janúar 2024 12:01 9 dagar í EM: Níunda besta Evrópumót strákanna okkar EM 2016 og EM 2018 voru mjög lík mót með frábærri byrjun en á eftir fylgdi mjög snöggur og svekkjandi endir. 3. janúar 2024 12:00 10 dagar í EM: Ellefta besta Evrópumót strákanna okkar 2. janúar 2024 12:00 Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Sjá meira
Fyrsti leikur íslenska karlalandsliðsins á Evrópumóti karla í handbolta er 12. janúar næstkomandi eða eftir sjö daga. Vísir ætlar að telja niður í komandi Evrópumót með því að raða upp bestu Evrópumótum strákanna okkar í gegnum tíðina. Sjöunda sætið yfir bestu Evrópumót strákanna okkar kemur í hlut Evrópumótsins í Austurríki, Noregi og Svíþjóð árið 2020. Væntingarnar voru kannski ekki miklar fyrir fram en það breyttist allt eftir tvo frábæra sigra í fyrstu tveimur leikjunum. Það þýddi svo að niðurstaðan voru ákveðin vonbrigði enda engan veginn í samhengi við frammistöðuna í upphafi móts. Aron Pálmarsson skoraði tíu mörk gegn Dönum í sigri Íslendinga í fyrsta leik á EM 2020.EPA-EFE/ANDREAS HILLERGREN Guðmundur Guðmundsson var þarna kominn vel af stað að móta landslið framtíðarinnar og byrjunin lofaði svo sannarlega góðu. Sigurinn á móti heimsmeisturum Dana í fyrsta leik var risasigur ekki síst fyrir Guðmund sem fékk ekki að halda áfram með danska landsliðið á sínum tíma. Hann hafði óvænt kallað aftur á Alexander Petersson sem var mjög öflugur á sínu fyrsta stórmóti í fjögur ár. Aron Pálmarsson átti síðan einn besta leik sem íslensku landsliðsmaður hefur spilað á stórmóti í umræddum Danaleik þar sem hann var með tíu mörk og níu stoðsendingar á móti einu besta liði heims. Íslenska liðið vann tvo fyrstu leiki sína þar af ellefu marka sigur á Rússum í leik tvö. Íslenska liðið var síðan fimm mörkum yfir, 12-7, í þriðja leiknum á móti Ungverjum. Þá fór allt á versta veg. Íslenska liðið tapaði síðustu 32 mínútum leiksins með ellefu mörkum, 6-17, sem þýddi að leikurinn tapaðist með sex mörkum, 18-24, og íslenska liðið fót stigalaust inn í milliriðilinn. Á einum hálfleik breyttust því algjörlega örlög íslenska liðsins á mótinu. Liðið tapaði fyrsta leik milliriðilsins á móti Slóvenum og enduðu að lokum í neðsta sæti milliriðilsins eftir sjö marka tap á móti Svíum í lokaleiknum. Liðið þurftu því að sætta sig við ellefta sætið á mótinu. Þetta var 22. og síðasta stórmótið hjá Guðjóni Val Sigurðssyni sem hafði þá tekið þátt í öllum ellefu Evrópumótum Íslands frá upphafi. Viktor Gísli Hallgrímsson varði sjö víti á Evrópumótinu 2020.Getty/Kolektiff Images EM í Austurríki, Noregi og Svíþjóð 2020 Lokastaða: 11. sæti Sigurleikir: 3 í 7 leikjum. Þjálfari: Guðmundur Guðmundsson (12. stórmót) Fyrirliði: Guðjón Valur Sigurðsson. Besti leikur: Sigur á Danmörku (31-30). Versti leikur: Tap fyrir Ungverjalandi (18-24) Markahæstir hjá íslenska liðinu: Alexander Petersson 23 Aron Pálmarsson 23 Bjarki Már Elísson 23/10 Janus Daði Smárason 19 Guðjón Valur Sigurðsson 18 Kári Kristján Kristjánsson 15 Sigvaldi Guðjónsson 15/3 Besti leikmaður Íslands á mótinu: Alexander Petersson snéri aftur í íslenska landsliðið eftir fjögurra ára fjarveru frá stórmótum. Hann var jafnbesti leikmaður liðsins og án Alexanders hefði verið ómögulegt að komast áfram upp úr riðlinum. Endaði sem markahæstur og næststoðsendingahæstur í liðinu. Óvænta stjarnan: Viktor Gísli Hallgrímsson átti frábæra innkomu í íslenska landsliðið á mótinu þrátt fyrir sveiflukennda frammistöðu. Varði meðal annars sjö af sextán vítaskotum sem hann reyndi við sem gerir 44 prósent markvörslu. Fyrsta mótið hjá: Viggó Kristjánsson og Sveinn Jóhannsson Síðasta mótið hjá: Guðjón Valur Sigurðsson. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari lætur í sér heyra á hliðarlínunni í leiknum gegn Ungverjum.Vísir/Vilhelm Viðtalið: „Höfum fjárfest í framtíðinni“ Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska landsliðsins, sagði að frammistaða íslenska landsliðsins gegn Svíþjóð í lokaleik þess á EM hafi ekki verið nógu góð. Svíar unnu sjö marka sigur, 25-32. „Byrjunin á mótinu var stórkostleg og við í fyrstu þremur leikjunum voru fimm hálfleikir af sex frábærir. Ungverjaleikurinn situr í manni. Hann kostaði okkur mjög mikið. Við byrjuðum mjög vel en fórum illa að ráði okkar,“ sagði Guðmundur við Vísi eftir Svíaleikinn. „Í leiknum gegn Slóveníu gat s.s. allt gerst. Það er erfiður andstæðingur og geysilega reynslumikið lið. Við komum frábærlega til baka á móti Portúgal sem hefur komið liða mest á óvart á mótinu. Leikurinn gegn Norðmönnum var slakur af okkar hálfu. Mér fannst leikmennirnir ætla að gefa allt í þetta í dag en því miður gekk það ekki. Þetta var ekki góður leikur,“ sagði Guðmundur. „Það eru ungir leikmenn að stíga sín fyrstu skref með eldri menn sér við hlið. Það vantar meiri stöðugleika. Þetta varð erfiðara eftir því sem leið á mótið og kannski höfðu líkamlegir þættir áhrif á það. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2014 sem við komumst í milliriðil. Líkamlegt ásigkomulag leikmanna þarf að vera gríðarlega gott til að geta haldið þetta út.“ Guðmundur segir að margir leikmenn hafi lagt inn á reynslubankann á EM. „Þetta var mjög lærdómsríkt. Við höfum fjárfest í framtíðinni og það er mjög jákvætt,“ sagði Guðmundur.
EM í Austurríki, Noregi og Svíþjóð 2020 Lokastaða: 11. sæti Sigurleikir: 3 í 7 leikjum. Þjálfari: Guðmundur Guðmundsson (12. stórmót) Fyrirliði: Guðjón Valur Sigurðsson. Besti leikur: Sigur á Danmörku (31-30). Versti leikur: Tap fyrir Ungverjalandi (18-24) Markahæstir hjá íslenska liðinu: Alexander Petersson 23 Aron Pálmarsson 23 Bjarki Már Elísson 23/10 Janus Daði Smárason 19 Guðjón Valur Sigurðsson 18 Kári Kristján Kristjánsson 15 Sigvaldi Guðjónsson 15/3
Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir 8 dagar í EM: Áttunda besta Evrópumót strákanna okkar Árið byrjaði ekki allt of vel á þessu Evrópumóti en sumarið á eftir var algjörlega frábært. 4. janúar 2024 12:01 9 dagar í EM: Níunda besta Evrópumót strákanna okkar EM 2016 og EM 2018 voru mjög lík mót með frábærri byrjun en á eftir fylgdi mjög snöggur og svekkjandi endir. 3. janúar 2024 12:00 10 dagar í EM: Ellefta besta Evrópumót strákanna okkar 2. janúar 2024 12:00 Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Sjá meira
8 dagar í EM: Áttunda besta Evrópumót strákanna okkar Árið byrjaði ekki allt of vel á þessu Evrópumóti en sumarið á eftir var algjörlega frábært. 4. janúar 2024 12:01
9 dagar í EM: Níunda besta Evrópumót strákanna okkar EM 2016 og EM 2018 voru mjög lík mót með frábærri byrjun en á eftir fylgdi mjög snöggur og svekkjandi endir. 3. janúar 2024 12:00