Bjarni: Stórskrýtið að spila ekki síðustu vikuna fyrir jól Andri Már Eggertsson skrifar 3. janúar 2024 21:29 Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var svekktur eftir leik Diego Haukar töpuðu fyrir toppliði Keflavíkur í Blue-höllinni 66-59. Þetta var jafn og spennandi leikur alveg þar til undir lok fjórða leikhluta þá tók toppliðið yfir og vann að lokum sjö stiga sigur. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, fannst sitt lið kasta leiknum frá sér í fjórða leikhluta og var einnig ósáttur við þá ákvörðun að ekki hafi verið spilað síðustu vikuna fyrir jól. Haukar töpuðu fyrir toppliði Keflavíkur í Blue-höllinni 66-59. Þetta var jafn og spennandi leikur alveg þar til undir lok fjórða leikhluta þá tók Keflavík völdin í leiknum. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var svekktur eftir leik. „Þegar að 3-4 mínútur voru eftir af fjórða leikhluta fórum við að gera barnaleg mistök sem gerði það að verkum að Keflavík fékk þrjá þrista og það var helvíti dýrt.“ „Þetta var jafn leikur en þetta var ekki geggjaður körfubolti en við náðum að gera ágætlega og vorum með stjórn á mörgu sem gerði þeim erfitt fyrir en um leið og við gerðum barnaleg mistök þá refsaði Keflavík og kláraði leikinn.“ Haukar voru í kjörstöðu í upphafi fjórða leikhluta. Gestirnir voru einu stigi yfir þegar að fjórði leikhluti fór af stað og gerðu fyrstu tvær körfurnar í leikhlutanum. Bjarni var svekktur með kaflann sem fylgdi eftir því. „Við fórum úr því sem við vildum gera sóknarlega og mér fannst algjör óþarfi að við skildum gefa þeim þennan leik.“ Þetta var fyrsti leikur liðanna síðan 12. desember á síðasta ári. Leikurinn var ekki góður að mati Bjarna og hann var ekki ánægður með þessa löngu pásu sem liðin hafa verið í. „Ég skil ekki þetta fyrirkomulag að spila síðasta leik 12. desember og síðan kom heil vika þar á eftir fyrir jól. Það átti ekki að spila á milli jóla og nýárs. Ég skil að vissu leyti þá hugmynd en að spila ekki vikuna fyrir jól og þurfa að bíða í þrjár vikur á miðju tímabili og það er erfitt fyrir öll lið að halda takti.“ „Mér finnst það stórskrýtin ákvörðun en það sitja öll lið við sama borð. Það eru öll lið í fínu standi en þú dettur úr takti en það var tækifæri fyrir okkur að stela þessum leik í kvöld og ná í þessi tvö stig en mér fannst við henda því frá okkur á eigin klaufaskap,“ sagði Bjarni Magnússon að lokum. Haukar Subway-deild kvenna Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sjá meira
Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, fannst sitt lið kasta leiknum frá sér í fjórða leikhluta og var einnig ósáttur við þá ákvörðun að ekki hafi verið spilað síðustu vikuna fyrir jól. Haukar töpuðu fyrir toppliði Keflavíkur í Blue-höllinni 66-59. Þetta var jafn og spennandi leikur alveg þar til undir lok fjórða leikhluta þá tók Keflavík völdin í leiknum. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var svekktur eftir leik. „Þegar að 3-4 mínútur voru eftir af fjórða leikhluta fórum við að gera barnaleg mistök sem gerði það að verkum að Keflavík fékk þrjá þrista og það var helvíti dýrt.“ „Þetta var jafn leikur en þetta var ekki geggjaður körfubolti en við náðum að gera ágætlega og vorum með stjórn á mörgu sem gerði þeim erfitt fyrir en um leið og við gerðum barnaleg mistök þá refsaði Keflavík og kláraði leikinn.“ Haukar voru í kjörstöðu í upphafi fjórða leikhluta. Gestirnir voru einu stigi yfir þegar að fjórði leikhluti fór af stað og gerðu fyrstu tvær körfurnar í leikhlutanum. Bjarni var svekktur með kaflann sem fylgdi eftir því. „Við fórum úr því sem við vildum gera sóknarlega og mér fannst algjör óþarfi að við skildum gefa þeim þennan leik.“ Þetta var fyrsti leikur liðanna síðan 12. desember á síðasta ári. Leikurinn var ekki góður að mati Bjarna og hann var ekki ánægður með þessa löngu pásu sem liðin hafa verið í. „Ég skil ekki þetta fyrirkomulag að spila síðasta leik 12. desember og síðan kom heil vika þar á eftir fyrir jól. Það átti ekki að spila á milli jóla og nýárs. Ég skil að vissu leyti þá hugmynd en að spila ekki vikuna fyrir jól og þurfa að bíða í þrjár vikur á miðju tímabili og það er erfitt fyrir öll lið að halda takti.“ „Mér finnst það stórskrýtin ákvörðun en það sitja öll lið við sama borð. Það eru öll lið í fínu standi en þú dettur úr takti en það var tækifæri fyrir okkur að stela þessum leik í kvöld og ná í þessi tvö stig en mér fannst við henda því frá okkur á eigin klaufaskap,“ sagði Bjarni Magnússon að lokum.
Haukar Subway-deild kvenna Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sjá meira