Veit oftast hvenær íbúar á Höfn eiga afmæli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. janúar 2024 20:30 Amor Joy er mjög ánægð með að búa á Höfn og hrósar samfélaginu þar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eigandi blóma- og gjafavörubúðar á Höfn í Hornafirði reynir að passa alltaf upp á að vita hvenær íbúar svæðisins eiga afmæli því þá á hún von á brosandi fólki inn í búðina til að versla fyrir afmælisbarnið. Þá er sérstök grös fyrir ketti mjög vinsæl í búðinni. Amor blóma- og gjafavörubúð er vinsæl verslun á Höfn í Hornafirði og eina búð sinnar tegundar á staðnum. Eigandi hennar, Amor Joy, sem er frá Filippseyjum er bráðhress og skemmtileg en hún hefur búið á Íslandi í 18 ár. Hún segist vita nákvæmlega hvenær íbúar á Höfn og í sveitunum þar í kring eiga afmæli því þá er alltaf von á viðskiptum. „Maður veit ýmislegt sko,” segir Amor Joy skellihlæjandi. Og er ekki gaman að eiga svona blómabúð? „Það er mjög gaman, þetta er náttúrulega draumur, það er kannski erfitt stundum en þetta er bara gaman.” Hún segist hafa rekið búðina í þrjú ár og það hafi bara gengið nokkuð vel. En hvernig líkar Amor Joy að búa á Höfn? „Hér er mjög, mjög gott að búa á Höfn. Bara rólegt umhverfi og ekkert vesen.” Amor Joy Pepito Mantillam, eigandi Amor blóma- og gjafavörubúðarinnar á Höfn í Hornafirði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Amor Joy talar góða íslensku. Já, er það ekki, ef maður þarf að flytja í annað land þá verður maður að læra tungumálið til að komast inn í samfélagið.” Og Amor Joy er með sérstök grös fyrir ketti í búðinni. „Þetta eru kattargrös, sem eru fyrir fólk sem er með ketti, sem mega ekki fara út. Kisurnar liggja á og við grösin og borða þau líka, þetta er frábær og vinsæl vara”, segir Amor Joy. Og kattargrösin eru vinsæl í búðinni hjá Amor Joy.Magnús Hlynur Hreiðarsson Facebooksíða búðarinnar Sveitarfélagið Hornafjörður Verslun Blóm Innflytjendamál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Sjá meira
Amor blóma- og gjafavörubúð er vinsæl verslun á Höfn í Hornafirði og eina búð sinnar tegundar á staðnum. Eigandi hennar, Amor Joy, sem er frá Filippseyjum er bráðhress og skemmtileg en hún hefur búið á Íslandi í 18 ár. Hún segist vita nákvæmlega hvenær íbúar á Höfn og í sveitunum þar í kring eiga afmæli því þá er alltaf von á viðskiptum. „Maður veit ýmislegt sko,” segir Amor Joy skellihlæjandi. Og er ekki gaman að eiga svona blómabúð? „Það er mjög gaman, þetta er náttúrulega draumur, það er kannski erfitt stundum en þetta er bara gaman.” Hún segist hafa rekið búðina í þrjú ár og það hafi bara gengið nokkuð vel. En hvernig líkar Amor Joy að búa á Höfn? „Hér er mjög, mjög gott að búa á Höfn. Bara rólegt umhverfi og ekkert vesen.” Amor Joy Pepito Mantillam, eigandi Amor blóma- og gjafavörubúðarinnar á Höfn í Hornafirði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Amor Joy talar góða íslensku. Já, er það ekki, ef maður þarf að flytja í annað land þá verður maður að læra tungumálið til að komast inn í samfélagið.” Og Amor Joy er með sérstök grös fyrir ketti í búðinni. „Þetta eru kattargrös, sem eru fyrir fólk sem er með ketti, sem mega ekki fara út. Kisurnar liggja á og við grösin og borða þau líka, þetta er frábær og vinsæl vara”, segir Amor Joy. Og kattargrösin eru vinsæl í búðinni hjá Amor Joy.Magnús Hlynur Hreiðarsson Facebooksíða búðarinnar
Sveitarfélagið Hornafjörður Verslun Blóm Innflytjendamál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Sjá meira