Þetta eru lög ársins á Bylgjunni Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 1. janúar 2024 16:30 Árslisti Bylgjunnar fyrir 2023 var tilkynntur í dag. SAMSETT Bylgjan hefur tekið saman lista yfir vinsælustu lög stöðvarinnar árið 2023. Listinn er valinn út frá öllum Bylgjulistum ársins. Hvati fór yfir þessi lög fyrir tónlistarárið 2023 í dag á milli klukkan 12:15 og 16:00. Íslenskt tónlistarfólk var vinsælt á nýliðnu ári. Fyrstu fimm sætin eiga það sameiginlegt að vera lög eftir íslenskt tónlistarfólk og sömuleiðis fimmtán af efstu tuttugu lögum listans. GDRN á toppnum Tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, jafnan þekkt sem GDRN, á vinsælasta lag ársins á Bylgjunni. Það er lagið Parísarhjól, sem fjallar meðal annars um móðurhlutverkið. „Einhverjir hafa spurt mig hvort lagið fjalli um að vera foreldri og ég held að það sé að einhverju leyti rétt. Ég fékk allavega innblástur úr móðurhlutverkinu,“ sagði GDRN í samtali við Vísi fyrr á árinu en hún eignaðist frumburð sinn árið 2022. Guðrún Ýr ræddi aftur við blaðamann og segir að 2023 hafi verið mjög skemmtilegt. „Það er búið að vera mjög viðburðaríkt og mjög gaman. Ég er búin að koma mér almennilega í gang eftir fæðingarorlof og er að vinna að nýrri plötu,“ segir Guðrún Ýr sem er með mörg járn í eldinum. „Ég ætla að gefa út síngúl í janúar, plötu í kjölfarið á því og svo vera með tónleika í Eldborg í maí. Það verður nóg af tónleikahaldi og það eru alls konar aukaverkefni sem mun líta dagsins ljós á næsta ári, þannig að 2024 verður mjög spennandi.“ Endurkoma Nylon vinsæl Stúlknasveitin Nylon skipar annað sæti listans með lagið Einu sinni enn. Þær áttu stóra endurkomu síðastliðið sumar þegar þær stigu á svið á Menningarnótt í fyrsta skipti í mörg ár til að fagna 20 ára afmæli sveitarinnar. Bríet og Ásgeir öflugt kombó Í þriðja sætinu sitja svo Bríet og Ásgeir Trausti með lagið Venus. Dúó-ið sendi lagið frá sér í lok ágúst en í samtali við Vísi í haust sagði Bríet að lagið fjallaði um kynlíf. Stórt tónlistarár hjá Diljá Íslenska Eurovision stjarnan Diljá situr í fjórða sætinu með framlag okkar Íslendinga til keppninnar 2023, Power. Diljá skaust upp á stjörnuhimininn eftir að hún bar sigur úr býtum í Söngvakeppninni hér heima. Í spilaranum hér að neðan má sjá brot úr búningaæfingu hennar á stóra sviðinu í Liverpool, þar sem Eurovision var haldið síðastliðinn maí. Kristmundur Axel og Júlí Heiðar eiga fimmta sæti listans með dúettinn Ég er. Þeir frumfluttu lagið á Hlustendaverðlaununum í mars síðastliðnum við mikinn fögnuð en upphaflegt samstarf þeirra hófst auðvitað í Söngvakeppni framhaldsskólanna árið 2010 þar sem þeir sigruðu keppnina með laginu Komdu til baka. Hér má sjá efstu tuttugu lög Bylgjulistans: Árslistinn á Spotify: Bylgjan Fréttir ársins 2023 Tónlist Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Lífið Fleiri fréttir Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Hvati fór yfir þessi lög fyrir tónlistarárið 2023 í dag á milli klukkan 12:15 og 16:00. Íslenskt tónlistarfólk var vinsælt á nýliðnu ári. Fyrstu fimm sætin eiga það sameiginlegt að vera lög eftir íslenskt tónlistarfólk og sömuleiðis fimmtán af efstu tuttugu lögum listans. GDRN á toppnum Tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, jafnan þekkt sem GDRN, á vinsælasta lag ársins á Bylgjunni. Það er lagið Parísarhjól, sem fjallar meðal annars um móðurhlutverkið. „Einhverjir hafa spurt mig hvort lagið fjalli um að vera foreldri og ég held að það sé að einhverju leyti rétt. Ég fékk allavega innblástur úr móðurhlutverkinu,“ sagði GDRN í samtali við Vísi fyrr á árinu en hún eignaðist frumburð sinn árið 2022. Guðrún Ýr ræddi aftur við blaðamann og segir að 2023 hafi verið mjög skemmtilegt. „Það er búið að vera mjög viðburðaríkt og mjög gaman. Ég er búin að koma mér almennilega í gang eftir fæðingarorlof og er að vinna að nýrri plötu,“ segir Guðrún Ýr sem er með mörg járn í eldinum. „Ég ætla að gefa út síngúl í janúar, plötu í kjölfarið á því og svo vera með tónleika í Eldborg í maí. Það verður nóg af tónleikahaldi og það eru alls konar aukaverkefni sem mun líta dagsins ljós á næsta ári, þannig að 2024 verður mjög spennandi.“ Endurkoma Nylon vinsæl Stúlknasveitin Nylon skipar annað sæti listans með lagið Einu sinni enn. Þær áttu stóra endurkomu síðastliðið sumar þegar þær stigu á svið á Menningarnótt í fyrsta skipti í mörg ár til að fagna 20 ára afmæli sveitarinnar. Bríet og Ásgeir öflugt kombó Í þriðja sætinu sitja svo Bríet og Ásgeir Trausti með lagið Venus. Dúó-ið sendi lagið frá sér í lok ágúst en í samtali við Vísi í haust sagði Bríet að lagið fjallaði um kynlíf. Stórt tónlistarár hjá Diljá Íslenska Eurovision stjarnan Diljá situr í fjórða sætinu með framlag okkar Íslendinga til keppninnar 2023, Power. Diljá skaust upp á stjörnuhimininn eftir að hún bar sigur úr býtum í Söngvakeppninni hér heima. Í spilaranum hér að neðan má sjá brot úr búningaæfingu hennar á stóra sviðinu í Liverpool, þar sem Eurovision var haldið síðastliðinn maí. Kristmundur Axel og Júlí Heiðar eiga fimmta sæti listans með dúettinn Ég er. Þeir frumfluttu lagið á Hlustendaverðlaununum í mars síðastliðnum við mikinn fögnuð en upphaflegt samstarf þeirra hófst auðvitað í Söngvakeppni framhaldsskólanna árið 2010 þar sem þeir sigruðu keppnina með laginu Komdu til baka. Hér má sjá efstu tuttugu lög Bylgjulistans: Árslistinn á Spotify:
Bylgjan Fréttir ársins 2023 Tónlist Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Lífið Fleiri fréttir Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira