Úrslitaleikurinn átti að fara fram í Riyad, höfuðborg Sádi-Arabíu, á King Saud University vellinum, sem einnig er þekktur sem Al-Awwal Park. Að því er fram kemur á fréttaveitunni Reuters segja tyrkneskir fjölmiðlar að yfirvöld í Sádi-Arabíu hafi bannað leikmönnum að hita upp í treyjunum, en ekki er vitað af hverju.
The Super Cup final in Saudi Arabia has been cancelled
— Turkish Football (@Turkish_Futbol1) December 29, 2023
Fenerbahçe and Galatasaray refused to play authorities refused to accept the teams taking to the field with Atatürk t-shirts and the message ‘Peace at home, Peace in the world’
Values over Money!
Atatürk ❤️ pic.twitter.com/6KZXsuUHrM
„Úrslitaleik Ofurbikarsins 2023 hefur verið frestað um óákveðinn tíma í kjölfar sameiginlegrar ákvörðunar sem við tókum með félögunum vegna vandræða í skipulagningu,“ segir í yfirlýsingu félaganna, sem og tyrkneska knattspyrnusambandsins, á X, áður Twitter.
Kamuoyuna duyurulur,
— TFF (@TFF_Org) December 29, 2023
Cumhuriyetimizin ve Türkiye Futbol Federasyonu’nun 100. Yılını yurtdışında da kutlamak amacıyla, Türk Futbolunun marka değerine ve kulüplerimize katkı sağlayacak şekilde kulüplerimizle organize ettiğimiz,
29 Aralık 2023 Cuma günü saat 20.45’te oynanması…
Ekki er vitað hvar eða hvenær leikurinn mun fara fram, en í yfirlýsingunni var knattspyrnusambandi Sádi-Arabíu og yfirvöldum þar í landi einnig þakkað fyrir að skipuleggja viðburðinn.
Þá höfðu fjölmiðlar áður einnig greint frá því að hvorki þjóðsöngur né -fáni Tyrklands yrði leyfður á úrslitaleiknum, en tyrkneska knattspyrnusambandið greindi frá því að hvoru tveggja kæmi við sögu.