Sex milljarða Grindavíkurgarðar miklu stærri en í Svartsengi Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. desember 2023 20:00 Heila línan táknar fyrsta áfanga varnargarðsins um Grindavík, sem byrjað verður á eftir helgi. Þegar yfir lýkur mun garðurinn ná nær alveg umhverfis bæinn en hvar nákvæmlega hann mun liggja hefur ekki verið gefið út. Brotalínurnar gefa þannig aðeins hugmynd um umfangið, eru ekki lýsandi fyrir varnargarðana eins og þeir verða. Vísir/Arnar/Sara Auknar líkur eru á eldgosi norðan Grindavíkur og hætta er talin á hraunflæði inn í bæinn. Byrjað verður að reisa gríðarstóra varnargarða við Grindavík strax eftir helgi. Bæjarstjóri telur að uppbygging garðanna fái Grindvíkinga til að flytja heim. Fyrsti hluti varnargarðsins mun liggja nokkurn veginn eins og myndin hér efst í fréttinni sýnir. Hann á að verja Grindavík norðanverða, beggja megin Grindavíkurvegar. Þegar yfir lýkur munu varnargarðar þó ná næstum alveg utan um bæinn. Kostnaður við fyrsta áfanga verður um hálfur milljarður króna en heildarkostnaður upp undir sex milljarðar. „Hann verður gríðarlega stór, helmingi stærri heldur en varnargarðurinn sem nú þegar hefur verið byggður í Svartsengi. Við ætlum að hefja strax undirbúning í dag og svo framkvæmdir í framhaldinu,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra. Garðarnir skili fólki heim Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur telur garðinn, sem verður þó ekki tilbúinn fyrr en eftir nokkrar vikur eða mánuði, munu eiga stóran þátt í því hvort Grindvíkingar snúi heim. „Já, ég gæti vel trúað því. Það er ekki tímabært endilega að flytja heim vegna þess að garðurinn er ekki kominn núna. En ég hugsa að það hugsi sér margir til heimkomunnar, vitandi af garðinum, og sérstaklega þegar hann verður kominn. Það mun auka öryggi okkar til muna,“ segir Fannar. Landris í Svartsengi hefur nú náð sambærilegum hæðum og rétt fyrir eldgosið 18. desember, samkvæmt tilkynningu Veðurstofunnar - sem gaf út uppfært hættumatskort fyrir svæðið í dag. Veðurstofan telur auknar líkur á eldgosi norðan Grindavíkur. Hættustigi á svæðinu verður þó haldið óbreyttu næstu daga en í dag var formlega bætt við hættu á hraunrennsli og gasmengun innan bæjarins. Þetta undirstrikar brýna þörf á varnargörðunum, að mati bæjarstjórans. „Hann skiptir miklu máli fyrir íbúana, og búsetuna í Grindavík og atvinnulífið líka. Því það er ekki langt í upptökin eins og þau birtust okkur núna þann 18. desember og ef það kemur gos að nýju þá gæti hraun komið upp og runnið til suðurs í átt að Grindavík.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Svona mun varnargarðurinn við Grindavík líta út Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, hefur tilkynnt að ráðist verði í fyrsta áfanga varnargarða við Grindavík og er undirbúningur framkvæmdanna þegar hafin. Gert er ráð fyrir að garðurinn verði um 7 km að lengd og að hann muni liggja að mestu í hápunktum í landinu ofan og umhverfis Grindavík. 29. desember 2023 18:01 Fannar þakkar fyrir skjót viðbrögð Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra tilkynnti að loknum ríkisstjórnarfundi að samhugur væri í ríkisstjórninni varðandi byggingu varnargarða við Grindavík og að undirbúningur hans væri þegar hafinn. Fannar Jónsson, bæjarstjóri í Grindavík, segir þetta vera ánægjulegar fréttir. 29. desember 2023 17:42 Breytt hætta í Grindavík vegna mögulegs hraunflæðis Veðurstofan hefur gefið út uppfært hættumatskort sem er byggt á samtúlkun gagna á samráðsfundi vísindafólks sem var haldinn var í morgun, en mat á hættustigi innan svæðanna er óbreytt frá því síðast. Hins vegar hefur þó verið gerð breyting á þeim hættum sem eru mögulegar innan Grindavíkur. Þar hafa bæst við hættur vegna hugsanlegs hraunflæðis og gasmengunar. 29. desember 2023 15:24 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Fyrsti hluti varnargarðsins mun liggja nokkurn veginn eins og myndin hér efst í fréttinni sýnir. Hann á að verja Grindavík norðanverða, beggja megin Grindavíkurvegar. Þegar yfir lýkur munu varnargarðar þó ná næstum alveg utan um bæinn. Kostnaður við fyrsta áfanga verður um hálfur milljarður króna en heildarkostnaður upp undir sex milljarðar. „Hann verður gríðarlega stór, helmingi stærri heldur en varnargarðurinn sem nú þegar hefur verið byggður í Svartsengi. Við ætlum að hefja strax undirbúning í dag og svo framkvæmdir í framhaldinu,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra. Garðarnir skili fólki heim Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur telur garðinn, sem verður þó ekki tilbúinn fyrr en eftir nokkrar vikur eða mánuði, munu eiga stóran þátt í því hvort Grindvíkingar snúi heim. „Já, ég gæti vel trúað því. Það er ekki tímabært endilega að flytja heim vegna þess að garðurinn er ekki kominn núna. En ég hugsa að það hugsi sér margir til heimkomunnar, vitandi af garðinum, og sérstaklega þegar hann verður kominn. Það mun auka öryggi okkar til muna,“ segir Fannar. Landris í Svartsengi hefur nú náð sambærilegum hæðum og rétt fyrir eldgosið 18. desember, samkvæmt tilkynningu Veðurstofunnar - sem gaf út uppfært hættumatskort fyrir svæðið í dag. Veðurstofan telur auknar líkur á eldgosi norðan Grindavíkur. Hættustigi á svæðinu verður þó haldið óbreyttu næstu daga en í dag var formlega bætt við hættu á hraunrennsli og gasmengun innan bæjarins. Þetta undirstrikar brýna þörf á varnargörðunum, að mati bæjarstjórans. „Hann skiptir miklu máli fyrir íbúana, og búsetuna í Grindavík og atvinnulífið líka. Því það er ekki langt í upptökin eins og þau birtust okkur núna þann 18. desember og ef það kemur gos að nýju þá gæti hraun komið upp og runnið til suðurs í átt að Grindavík.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Svona mun varnargarðurinn við Grindavík líta út Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, hefur tilkynnt að ráðist verði í fyrsta áfanga varnargarða við Grindavík og er undirbúningur framkvæmdanna þegar hafin. Gert er ráð fyrir að garðurinn verði um 7 km að lengd og að hann muni liggja að mestu í hápunktum í landinu ofan og umhverfis Grindavík. 29. desember 2023 18:01 Fannar þakkar fyrir skjót viðbrögð Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra tilkynnti að loknum ríkisstjórnarfundi að samhugur væri í ríkisstjórninni varðandi byggingu varnargarða við Grindavík og að undirbúningur hans væri þegar hafinn. Fannar Jónsson, bæjarstjóri í Grindavík, segir þetta vera ánægjulegar fréttir. 29. desember 2023 17:42 Breytt hætta í Grindavík vegna mögulegs hraunflæðis Veðurstofan hefur gefið út uppfært hættumatskort sem er byggt á samtúlkun gagna á samráðsfundi vísindafólks sem var haldinn var í morgun, en mat á hættustigi innan svæðanna er óbreytt frá því síðast. Hins vegar hefur þó verið gerð breyting á þeim hættum sem eru mögulegar innan Grindavíkur. Þar hafa bæst við hættur vegna hugsanlegs hraunflæðis og gasmengunar. 29. desember 2023 15:24 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Svona mun varnargarðurinn við Grindavík líta út Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, hefur tilkynnt að ráðist verði í fyrsta áfanga varnargarða við Grindavík og er undirbúningur framkvæmdanna þegar hafin. Gert er ráð fyrir að garðurinn verði um 7 km að lengd og að hann muni liggja að mestu í hápunktum í landinu ofan og umhverfis Grindavík. 29. desember 2023 18:01
Fannar þakkar fyrir skjót viðbrögð Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra tilkynnti að loknum ríkisstjórnarfundi að samhugur væri í ríkisstjórninni varðandi byggingu varnargarða við Grindavík og að undirbúningur hans væri þegar hafinn. Fannar Jónsson, bæjarstjóri í Grindavík, segir þetta vera ánægjulegar fréttir. 29. desember 2023 17:42
Breytt hætta í Grindavík vegna mögulegs hraunflæðis Veðurstofan hefur gefið út uppfært hættumatskort sem er byggt á samtúlkun gagna á samráðsfundi vísindafólks sem var haldinn var í morgun, en mat á hættustigi innan svæðanna er óbreytt frá því síðast. Hins vegar hefur þó verið gerð breyting á þeim hættum sem eru mögulegar innan Grindavíkur. Þar hafa bæst við hættur vegna hugsanlegs hraunflæðis og gasmengunar. 29. desember 2023 15:24