Segja Ingu og Flokk fólksins bara víst eiga heiðurinn Jakob Bjarnar skrifar 29. desember 2023 14:03 Inga og Flokkur fólksins segja það bara víst hafa verið svo að Inga hafi rekið málið, þó þakka megi hinum flokkunum í stjórnarandstöðunni hjálpina. vísir/vilhelm Upp er risin sérkennileg deila sem varðar tiltölulega flókna lagasetningu sem miðar að því að ellilífeyrisþegar sem búsettir eru erlendis njóti eftir sem áður persónuafsláttar. Málið snýst um hverjum ber að þakka, hver eigi heiðurinn. Tilkynning hefur borist frá Flokki fólksins þar sem ítrekað er að ef ekki væri fyrir Ingu Sæland og Flokk fólksins væri það nú orðið að lögum að ellilífeyrisþegar nytu ekki lengur persónuafsláttar sem frádrátts af staðgreiðslu. Vísir greindi frá málinu í morgun. Í fréttinni kemur fram að Inga Sæland sé að beita sér og ætli að vaða í það strax í dag; að þetta væri á misskilningi byggt milli skattayfirvalda og TR. „Þetta er alrangt, ég fékk gildistöku laganna frestað á síðasta degi þingsins fyrir jólin, til 1.jan. 2025.“ Inga að eigna sér heiður sem er ekki bara hennar Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, taldi Ingu þarna vera að slá ódýrar pólitískar keilur. „Það er því dapurt að sjá Ingu eigna sér eina þessa breytingu. Einnig, um leið og þessi skilaboð um persónuafsláttinn birtust opinberlega bað fulltrúi Pírata í þingnefndinni nefndina um að láta skattinn vita af breytingunum sem höfðu verið gerðar,“ sagði Björn Leví á Facebook-síðu sinni í morgun. Hann segir að Samfylking og Píratar hafi beitt sér í málinu með fullum stuðningi Viðreisnar og Miðflokks. Flokkur fólksins er hins vegar ekki til í að sleppa takinu af þessu máli og þessum heiðri svo auðveldlega. „Það var Flokkur fólksins sem tók utan um umsögn ÖBÍ og fylgdi henni eftir. Það var Inga Sæland sem vakti athygli þingheims á málinu og kallaði eftir því að efnahags- og viðskiptanefnd myndi funda sérstaklega um þessa breytingu. Það var Flokkur fólksins sem lagði fram breytingartillögu um að fella þetta ákvæði úr frumvarpinu,“ segir í tilkynningu flokksins af þessu tilefni. Inga þakkaði stjórnarandstöðunni hjálpina Þar segir jafnframt að breytingartillagan hafi verið kölluð aftur eftir að samkomulag náðist um að fresta gildistöku ákvæðisins um eitt ár. „Það voru greidd atkvæði um greinina sjálfa við 2. umræðu þar sem Píratar voru á gulu.“ Í tilkynningunni segir að vissulega hafi stjórnarandstaðan verið samtaka í að pressa á meirihlutann um að fresta gildistökunni „og eiga Píratar, Samfylking og Viðreisn þar miklar þakkir skildar“. Enda þakki Inga stjórnarandstöðunni fyrir hjálpina þegar hún gerði grein fyrir atkvæði sínu við Bandorminn svokallaða laugardaginn 16. desember. En … „án Ingu og Flokks fólksins væri þetta nú þegar orðið að lögum, það er staðreyndin í málinu, burtséð frá öllum meintum pólítískum keilum sem virðist helsta áhyggjuefni háttvirts þingmanns Björns Levís Gunnarssonar.“ Flokkur fólksins Píratar Lífeyrissjóðir Félagsmál Eldri borgarar Íslendingar erlendis Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Tilkynning hefur borist frá Flokki fólksins þar sem ítrekað er að ef ekki væri fyrir Ingu Sæland og Flokk fólksins væri það nú orðið að lögum að ellilífeyrisþegar nytu ekki lengur persónuafsláttar sem frádrátts af staðgreiðslu. Vísir greindi frá málinu í morgun. Í fréttinni kemur fram að Inga Sæland sé að beita sér og ætli að vaða í það strax í dag; að þetta væri á misskilningi byggt milli skattayfirvalda og TR. „Þetta er alrangt, ég fékk gildistöku laganna frestað á síðasta degi þingsins fyrir jólin, til 1.jan. 2025.“ Inga að eigna sér heiður sem er ekki bara hennar Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, taldi Ingu þarna vera að slá ódýrar pólitískar keilur. „Það er því dapurt að sjá Ingu eigna sér eina þessa breytingu. Einnig, um leið og þessi skilaboð um persónuafsláttinn birtust opinberlega bað fulltrúi Pírata í þingnefndinni nefndina um að láta skattinn vita af breytingunum sem höfðu verið gerðar,“ sagði Björn Leví á Facebook-síðu sinni í morgun. Hann segir að Samfylking og Píratar hafi beitt sér í málinu með fullum stuðningi Viðreisnar og Miðflokks. Flokkur fólksins er hins vegar ekki til í að sleppa takinu af þessu máli og þessum heiðri svo auðveldlega. „Það var Flokkur fólksins sem tók utan um umsögn ÖBÍ og fylgdi henni eftir. Það var Inga Sæland sem vakti athygli þingheims á málinu og kallaði eftir því að efnahags- og viðskiptanefnd myndi funda sérstaklega um þessa breytingu. Það var Flokkur fólksins sem lagði fram breytingartillögu um að fella þetta ákvæði úr frumvarpinu,“ segir í tilkynningu flokksins af þessu tilefni. Inga þakkaði stjórnarandstöðunni hjálpina Þar segir jafnframt að breytingartillagan hafi verið kölluð aftur eftir að samkomulag náðist um að fresta gildistöku ákvæðisins um eitt ár. „Það voru greidd atkvæði um greinina sjálfa við 2. umræðu þar sem Píratar voru á gulu.“ Í tilkynningunni segir að vissulega hafi stjórnarandstaðan verið samtaka í að pressa á meirihlutann um að fresta gildistökunni „og eiga Píratar, Samfylking og Viðreisn þar miklar þakkir skildar“. Enda þakki Inga stjórnarandstöðunni fyrir hjálpina þegar hún gerði grein fyrir atkvæði sínu við Bandorminn svokallaða laugardaginn 16. desember. En … „án Ingu og Flokks fólksins væri þetta nú þegar orðið að lögum, það er staðreyndin í málinu, burtséð frá öllum meintum pólítískum keilum sem virðist helsta áhyggjuefni háttvirts þingmanns Björns Levís Gunnarssonar.“
Flokkur fólksins Píratar Lífeyrissjóðir Félagsmál Eldri borgarar Íslendingar erlendis Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira