Inga segir gráa hernum að halda stillingu sinni Jakob Bjarnar skrifar 29. desember 2023 10:03 Ef leggja ætti af persónuafslátt til handa þeim ellilífeyrisþegum sem búsettir eru erlendis núna þann 1. janúar næstkomandi, væri Inga Sæland enn á þinginu að berjast. Vísir/Vilhelm Lífeyrisþegar sem búsettir eru erlendis – ellismellir og öryrkjar – eru í áfalli. Persónuafslætti verður hent út við greiðslur frá Tryggingastofnun 1. janúar. Þetta kemur fram í samtali Vísis við einn slíkan sem fékk svohljóðandi bréf í morgun eftir að hafa sent fyrirspurn í gær. Þetta gildir fyrir útborgun 1. janúar. Þetta er að sögn viðmælanda Vísis verulegt áfall fyrir fjölda fólks. Nema sérlegur málsvari þessa hóps á þingi er Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og hún sendi frá sér tilkynningu í gær sem hún hvetur alla til að deila. Ástæðulaust sé að hafa áhyggjur því hún er á vaktinni. „Kæru vinir. Ég sé að Tryggingastofnun hefur aldeilis farið fram úr sér og tilkynnt hópi fólks að þau muni missa persónuafsláttinn sinn þann 1.jan. n.k. (2024) Þetta er alrangt, ég fékk gildistöku laganna frestað á síðasta degi þingsins fyrir jólin, til 1.jan. 2025.“ Inga útskýrir að sérstaklega hafi verið samið um þessa frestun á gildistöku til 1. janúar 2025. „Að öðrum kosti værum við enn í þinginu að berjast,“ segir Inga vígreif og bendir á lögin sjálf en í gildisákvæði 36. grein kemur fram að lögin öðlist gildi 1. janúar 2024 nema a-liður, 11. og 22. grein sem öðlast gildi 1. janúar 2025 og þar er einmitt kveðið á um persónuafsláttinn, segir Inga. „EKKI hafa áhyggjur ég geng í málið strax á morgun og læt laga þetta. Svo höldum við bara baráttunni áfram og notum nýja árið í að losna alveg við þetta andstyggðar ofbeldi stjórnvalda gagnvart öryrkjum og eldra fólki.“ TR leiðréttir sig Uppfært 11:10 Inga Sæland var, nú fyrir um hálftíma, að birta status þar sem hún segir liggja ljóst fyrir að verið sé að leiðrétta þessi „ömurlegu misstök sem Skatturinn ber ábyrgð á. Tryggingastofnun hefur keyrt kerfin sín í samræmi við tilmæli skattsins og þannig tekið persónuafsláttinn af fólki sem býr erlendis og fær greiðslur frá TR ásamt því að hafa sent út yfirlit fyrir árið 2024.“ Inga segir að eftir gott samtal við fjármálastjóra Tryggingastofnunar í morgun liggi fyrir að TR greiðir út í dag og verið er að freista þess að ná að leiðrétta mistökin fyrir kl. 15. „Ef það gengur ekki upp tæknilega, munu allir fá leiðréttingu og persónuafsláttinn sinn greiddan þann 2. jan. 2024. Þannig að ekki hafa áhyggjur við náðum að fresta þessum ljóta gjörningi til 1.jan 2025 og munum nýta næsta ár í að berjast gegn gildistöku þeirra yfirleitt.“ Inga að eigna sér heiðurinn Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir það lélegt hjá Ingu Sæland að vilja ein eigna sér heiðurinn að lagabreytingunni sem frestaði gildistöku afnáms persónuafsláttar.Vísir/Vilhelm Því er svo við þessa frétt að bæta að Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur Ingu vera að slá ódýrar pólitískar keilur með því að eigna sér baráttu sem hún stóð sannarlega ekki ein í. Björn segir það hafa verið Píratar og Samfylking sem, auk Flokks fólksins, sáu um þær viðræður við meirihlutann með stuðningi Viðreisnar og Miðflokksins - að sjálfsögðu. „Það er því dapurt að sjá Ingu eigna sér eina þessa breytingu. Einnig, um leið og þessi skilaboð um persónuafsláttinn birtust opinberlega bað fulltrúi Pírata í þingnefndinni nefndina um að láta skattinn vita af breytingunum sem höfðu verið gerðar,“ segir Björn Leví. Íslendingar erlendis Lífeyrissjóðir Eldri borgarar Félagsmál Flokkur fólksins Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Sjá meira
Þetta kemur fram í samtali Vísis við einn slíkan sem fékk svohljóðandi bréf í morgun eftir að hafa sent fyrirspurn í gær. Þetta gildir fyrir útborgun 1. janúar. Þetta er að sögn viðmælanda Vísis verulegt áfall fyrir fjölda fólks. Nema sérlegur málsvari þessa hóps á þingi er Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og hún sendi frá sér tilkynningu í gær sem hún hvetur alla til að deila. Ástæðulaust sé að hafa áhyggjur því hún er á vaktinni. „Kæru vinir. Ég sé að Tryggingastofnun hefur aldeilis farið fram úr sér og tilkynnt hópi fólks að þau muni missa persónuafsláttinn sinn þann 1.jan. n.k. (2024) Þetta er alrangt, ég fékk gildistöku laganna frestað á síðasta degi þingsins fyrir jólin, til 1.jan. 2025.“ Inga útskýrir að sérstaklega hafi verið samið um þessa frestun á gildistöku til 1. janúar 2025. „Að öðrum kosti værum við enn í þinginu að berjast,“ segir Inga vígreif og bendir á lögin sjálf en í gildisákvæði 36. grein kemur fram að lögin öðlist gildi 1. janúar 2024 nema a-liður, 11. og 22. grein sem öðlast gildi 1. janúar 2025 og þar er einmitt kveðið á um persónuafsláttinn, segir Inga. „EKKI hafa áhyggjur ég geng í málið strax á morgun og læt laga þetta. Svo höldum við bara baráttunni áfram og notum nýja árið í að losna alveg við þetta andstyggðar ofbeldi stjórnvalda gagnvart öryrkjum og eldra fólki.“ TR leiðréttir sig Uppfært 11:10 Inga Sæland var, nú fyrir um hálftíma, að birta status þar sem hún segir liggja ljóst fyrir að verið sé að leiðrétta þessi „ömurlegu misstök sem Skatturinn ber ábyrgð á. Tryggingastofnun hefur keyrt kerfin sín í samræmi við tilmæli skattsins og þannig tekið persónuafsláttinn af fólki sem býr erlendis og fær greiðslur frá TR ásamt því að hafa sent út yfirlit fyrir árið 2024.“ Inga segir að eftir gott samtal við fjármálastjóra Tryggingastofnunar í morgun liggi fyrir að TR greiðir út í dag og verið er að freista þess að ná að leiðrétta mistökin fyrir kl. 15. „Ef það gengur ekki upp tæknilega, munu allir fá leiðréttingu og persónuafsláttinn sinn greiddan þann 2. jan. 2024. Þannig að ekki hafa áhyggjur við náðum að fresta þessum ljóta gjörningi til 1.jan 2025 og munum nýta næsta ár í að berjast gegn gildistöku þeirra yfirleitt.“ Inga að eigna sér heiðurinn Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir það lélegt hjá Ingu Sæland að vilja ein eigna sér heiðurinn að lagabreytingunni sem frestaði gildistöku afnáms persónuafsláttar.Vísir/Vilhelm Því er svo við þessa frétt að bæta að Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur Ingu vera að slá ódýrar pólitískar keilur með því að eigna sér baráttu sem hún stóð sannarlega ekki ein í. Björn segir það hafa verið Píratar og Samfylking sem, auk Flokks fólksins, sáu um þær viðræður við meirihlutann með stuðningi Viðreisnar og Miðflokksins - að sjálfsögðu. „Það er því dapurt að sjá Ingu eigna sér eina þessa breytingu. Einnig, um leið og þessi skilaboð um persónuafsláttinn birtust opinberlega bað fulltrúi Pírata í þingnefndinni nefndina um að láta skattinn vita af breytingunum sem höfðu verið gerðar,“ segir Björn Leví.
Íslendingar erlendis Lífeyrissjóðir Eldri borgarar Félagsmál Flokkur fólksins Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent