Inga segir gráa hernum að halda stillingu sinni Jakob Bjarnar skrifar 29. desember 2023 10:03 Ef leggja ætti af persónuafslátt til handa þeim ellilífeyrisþegum sem búsettir eru erlendis núna þann 1. janúar næstkomandi, væri Inga Sæland enn á þinginu að berjast. Vísir/Vilhelm Lífeyrisþegar sem búsettir eru erlendis – ellismellir og öryrkjar – eru í áfalli. Persónuafslætti verður hent út við greiðslur frá Tryggingastofnun 1. janúar. Þetta kemur fram í samtali Vísis við einn slíkan sem fékk svohljóðandi bréf í morgun eftir að hafa sent fyrirspurn í gær. Þetta gildir fyrir útborgun 1. janúar. Þetta er að sögn viðmælanda Vísis verulegt áfall fyrir fjölda fólks. Nema sérlegur málsvari þessa hóps á þingi er Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og hún sendi frá sér tilkynningu í gær sem hún hvetur alla til að deila. Ástæðulaust sé að hafa áhyggjur því hún er á vaktinni. „Kæru vinir. Ég sé að Tryggingastofnun hefur aldeilis farið fram úr sér og tilkynnt hópi fólks að þau muni missa persónuafsláttinn sinn þann 1.jan. n.k. (2024) Þetta er alrangt, ég fékk gildistöku laganna frestað á síðasta degi þingsins fyrir jólin, til 1.jan. 2025.“ Inga útskýrir að sérstaklega hafi verið samið um þessa frestun á gildistöku til 1. janúar 2025. „Að öðrum kosti værum við enn í þinginu að berjast,“ segir Inga vígreif og bendir á lögin sjálf en í gildisákvæði 36. grein kemur fram að lögin öðlist gildi 1. janúar 2024 nema a-liður, 11. og 22. grein sem öðlast gildi 1. janúar 2025 og þar er einmitt kveðið á um persónuafsláttinn, segir Inga. „EKKI hafa áhyggjur ég geng í málið strax á morgun og læt laga þetta. Svo höldum við bara baráttunni áfram og notum nýja árið í að losna alveg við þetta andstyggðar ofbeldi stjórnvalda gagnvart öryrkjum og eldra fólki.“ TR leiðréttir sig Uppfært 11:10 Inga Sæland var, nú fyrir um hálftíma, að birta status þar sem hún segir liggja ljóst fyrir að verið sé að leiðrétta þessi „ömurlegu misstök sem Skatturinn ber ábyrgð á. Tryggingastofnun hefur keyrt kerfin sín í samræmi við tilmæli skattsins og þannig tekið persónuafsláttinn af fólki sem býr erlendis og fær greiðslur frá TR ásamt því að hafa sent út yfirlit fyrir árið 2024.“ Inga segir að eftir gott samtal við fjármálastjóra Tryggingastofnunar í morgun liggi fyrir að TR greiðir út í dag og verið er að freista þess að ná að leiðrétta mistökin fyrir kl. 15. „Ef það gengur ekki upp tæknilega, munu allir fá leiðréttingu og persónuafsláttinn sinn greiddan þann 2. jan. 2024. Þannig að ekki hafa áhyggjur við náðum að fresta þessum ljóta gjörningi til 1.jan 2025 og munum nýta næsta ár í að berjast gegn gildistöku þeirra yfirleitt.“ Inga að eigna sér heiðurinn Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir það lélegt hjá Ingu Sæland að vilja ein eigna sér heiðurinn að lagabreytingunni sem frestaði gildistöku afnáms persónuafsláttar.Vísir/Vilhelm Því er svo við þessa frétt að bæta að Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur Ingu vera að slá ódýrar pólitískar keilur með því að eigna sér baráttu sem hún stóð sannarlega ekki ein í. Björn segir það hafa verið Píratar og Samfylking sem, auk Flokks fólksins, sáu um þær viðræður við meirihlutann með stuðningi Viðreisnar og Miðflokksins - að sjálfsögðu. „Það er því dapurt að sjá Ingu eigna sér eina þessa breytingu. Einnig, um leið og þessi skilaboð um persónuafsláttinn birtust opinberlega bað fulltrúi Pírata í þingnefndinni nefndina um að láta skattinn vita af breytingunum sem höfðu verið gerðar,“ segir Björn Leví. Íslendingar erlendis Lífeyrissjóðir Eldri borgarar Félagsmál Flokkur fólksins Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Þetta kemur fram í samtali Vísis við einn slíkan sem fékk svohljóðandi bréf í morgun eftir að hafa sent fyrirspurn í gær. Þetta gildir fyrir útborgun 1. janúar. Þetta er að sögn viðmælanda Vísis verulegt áfall fyrir fjölda fólks. Nema sérlegur málsvari þessa hóps á þingi er Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og hún sendi frá sér tilkynningu í gær sem hún hvetur alla til að deila. Ástæðulaust sé að hafa áhyggjur því hún er á vaktinni. „Kæru vinir. Ég sé að Tryggingastofnun hefur aldeilis farið fram úr sér og tilkynnt hópi fólks að þau muni missa persónuafsláttinn sinn þann 1.jan. n.k. (2024) Þetta er alrangt, ég fékk gildistöku laganna frestað á síðasta degi þingsins fyrir jólin, til 1.jan. 2025.“ Inga útskýrir að sérstaklega hafi verið samið um þessa frestun á gildistöku til 1. janúar 2025. „Að öðrum kosti værum við enn í þinginu að berjast,“ segir Inga vígreif og bendir á lögin sjálf en í gildisákvæði 36. grein kemur fram að lögin öðlist gildi 1. janúar 2024 nema a-liður, 11. og 22. grein sem öðlast gildi 1. janúar 2025 og þar er einmitt kveðið á um persónuafsláttinn, segir Inga. „EKKI hafa áhyggjur ég geng í málið strax á morgun og læt laga þetta. Svo höldum við bara baráttunni áfram og notum nýja árið í að losna alveg við þetta andstyggðar ofbeldi stjórnvalda gagnvart öryrkjum og eldra fólki.“ TR leiðréttir sig Uppfært 11:10 Inga Sæland var, nú fyrir um hálftíma, að birta status þar sem hún segir liggja ljóst fyrir að verið sé að leiðrétta þessi „ömurlegu misstök sem Skatturinn ber ábyrgð á. Tryggingastofnun hefur keyrt kerfin sín í samræmi við tilmæli skattsins og þannig tekið persónuafsláttinn af fólki sem býr erlendis og fær greiðslur frá TR ásamt því að hafa sent út yfirlit fyrir árið 2024.“ Inga segir að eftir gott samtal við fjármálastjóra Tryggingastofnunar í morgun liggi fyrir að TR greiðir út í dag og verið er að freista þess að ná að leiðrétta mistökin fyrir kl. 15. „Ef það gengur ekki upp tæknilega, munu allir fá leiðréttingu og persónuafsláttinn sinn greiddan þann 2. jan. 2024. Þannig að ekki hafa áhyggjur við náðum að fresta þessum ljóta gjörningi til 1.jan 2025 og munum nýta næsta ár í að berjast gegn gildistöku þeirra yfirleitt.“ Inga að eigna sér heiðurinn Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir það lélegt hjá Ingu Sæland að vilja ein eigna sér heiðurinn að lagabreytingunni sem frestaði gildistöku afnáms persónuafsláttar.Vísir/Vilhelm Því er svo við þessa frétt að bæta að Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur Ingu vera að slá ódýrar pólitískar keilur með því að eigna sér baráttu sem hún stóð sannarlega ekki ein í. Björn segir það hafa verið Píratar og Samfylking sem, auk Flokks fólksins, sáu um þær viðræður við meirihlutann með stuðningi Viðreisnar og Miðflokksins - að sjálfsögðu. „Það er því dapurt að sjá Ingu eigna sér eina þessa breytingu. Einnig, um leið og þessi skilaboð um persónuafsláttinn birtust opinberlega bað fulltrúi Pírata í þingnefndinni nefndina um að láta skattinn vita af breytingunum sem höfðu verið gerðar,“ segir Björn Leví.
Íslendingar erlendis Lífeyrissjóðir Eldri borgarar Félagsmál Flokkur fólksins Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira