Ísmaðurinn úr leik en Humphries slapp fyrir horn Smári Jökull Jónsson skrifar 28. desember 2023 23:11 Ísmaðurinn Gerwyn Price er úr leik á heimsmeistaramótinu. Vísir/Getty Óvænt úrslit urðu í Alexandra Palace í kvöld þegar Ísmaðurinn Gerwyn Price féll óvænt úr leik. Hinn sigurstranglegi Luke Humphries lenti í miklum vandræðum gegn þýskum Pokémon unnanda. Kvöldið byrjaði á viðureign Gerwyn Price og Brendan Dolan. Price er eitt af stóru nöfnunum í pílukastheiminum en hann vann heimsmeistaramótið árið 2021. Hann var hins vegar í vandræðum í viðureigninni í dag. Dolan tók út 130 strax í öðrum leik og hélt síðan áfram að taka stór útskot. Price náði ágætum sprettum en klikkaði oft á ögurstundu og nýtti ekki tækifærin sem hann fékk. Þegar staðan var 2-2 í settum setti Dolan hins vegar í gír, kláraði næsta sett í oddaleik og svo það síðasta sömuleiðis. Lokatölur 4-2 í settum og Gerwyn Price óvænt úr leik en Dolan kominn í 16-manna úrslit. Juju round 2 í dag. Price heim í fyrsta leik rétt eins og þegar ég var hérna 1. janúar #peelan pic.twitter.com/tp3oCQRiPL— Guðni Þ. Guðjónsson (@TheDuke180) December 28, 2023 Næsta viðureign var á milli Luke Humphries, sem margir spá sigri á mótinu, og Ricardo Pietreczko sem hefur vakið töluverða athygli fyrir inngönu sína á sviðið en þá hljómar lagið úr Pokémon-sjónvarpsþáttunum undir. Humphries var í algjöru veseni lengi vel. Pietreczko komst í 3-1 í settum og Humphries var búinn að klúðra hverju tækifærinu á fætur öðru til að klára leiki. Það kviknaði hins vegar á honum þegar líða fór á. Honum tókst að jafna metin í 3-3 og þá var eins og allur vindur væri úr Þjóðverjanum Pietreczko. Juju, hjólaði beint í í fjölskyldutilboðið á flugvellinum @drfootballpod pic.twitter.com/bXkrHXhXqe— Rúnar Gissurarson (@RnarGissurarson) December 27, 2023 Humphries kláraði oddasettið örugglega og fagnaði gríðarlega þegar sigurinn var í höfn. Lokaleikur kvöldsins var á milli Ricky Evans og Daryl Gurney en hann stendur enn yfir. Pílukast Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sjá meira
Kvöldið byrjaði á viðureign Gerwyn Price og Brendan Dolan. Price er eitt af stóru nöfnunum í pílukastheiminum en hann vann heimsmeistaramótið árið 2021. Hann var hins vegar í vandræðum í viðureigninni í dag. Dolan tók út 130 strax í öðrum leik og hélt síðan áfram að taka stór útskot. Price náði ágætum sprettum en klikkaði oft á ögurstundu og nýtti ekki tækifærin sem hann fékk. Þegar staðan var 2-2 í settum setti Dolan hins vegar í gír, kláraði næsta sett í oddaleik og svo það síðasta sömuleiðis. Lokatölur 4-2 í settum og Gerwyn Price óvænt úr leik en Dolan kominn í 16-manna úrslit. Juju round 2 í dag. Price heim í fyrsta leik rétt eins og þegar ég var hérna 1. janúar #peelan pic.twitter.com/tp3oCQRiPL— Guðni Þ. Guðjónsson (@TheDuke180) December 28, 2023 Næsta viðureign var á milli Luke Humphries, sem margir spá sigri á mótinu, og Ricardo Pietreczko sem hefur vakið töluverða athygli fyrir inngönu sína á sviðið en þá hljómar lagið úr Pokémon-sjónvarpsþáttunum undir. Humphries var í algjöru veseni lengi vel. Pietreczko komst í 3-1 í settum og Humphries var búinn að klúðra hverju tækifærinu á fætur öðru til að klára leiki. Það kviknaði hins vegar á honum þegar líða fór á. Honum tókst að jafna metin í 3-3 og þá var eins og allur vindur væri úr Þjóðverjanum Pietreczko. Juju, hjólaði beint í í fjölskyldutilboðið á flugvellinum @drfootballpod pic.twitter.com/bXkrHXhXqe— Rúnar Gissurarson (@RnarGissurarson) December 27, 2023 Humphries kláraði oddasettið örugglega og fagnaði gríðarlega þegar sigurinn var í höfn. Lokaleikur kvöldsins var á milli Ricky Evans og Daryl Gurney en hann stendur enn yfir.
Pílukast Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sjá meira