Telur skynsamlegt að reisa varnargarða norðan við Grindavíkurbæ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. desember 2023 19:57 Sigurður Ingi Jóhannsson telur að ákvörðun um uppbyggingu varnargarða verði auðveld. vísir/vilhelm Innviðaráðherra telur skynsamlegt að byggja varnargarða norðan við Grindavíkurbæ til að verja bæinn ef til eldgoss kemur. Framkvæmdin sé vissulega dýr en verndi mun meiri verðmæti. Bæjarstjórn Grindavíkur skoraði í gær á ríkisstjórnina að ljúka hönnun og fjármögnun varnargarða norðan við Grindavíkurbæ til að tryggja öryggi íbúa til framtíðar. Innviðaráðherra segist deila áhyggjum Grindvíkinga og segir skynsamlegt að ráðast í uppbyggingu varnargarða. Framkvæmdin sé vissulega dýr en verndi mun meiri verðmæti. „Það eru auðvitað umtalsverð verðmæti í Grindavík og bara hjá náttúruhamfaratryggingasjóði er stærðargráðan minnir mig 150-160 milljarðar þannig að garður upp á einhverja milljarða sem þú ert að forða tjóni á þessu er kannski ekkert erfitt að taka slíka ákvörðun,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra. Auk þess séu mikil verðmæti fólgin í atvinnu á svæðinu en þar er ein öflugasta verstöð landsins sem bæjarstjórinn segir að skili hátt í 25 milljörðum á ári í útflutningsverðmæti sjávarafurða. Því sé uppbygging garðanna ekki síður mikilvæg fyrir þjóðarbúið. „Mín afstaða hefur alla tíð verið sú að auðvitað eigum við að reyna að byggja upp varnargarða til að forða tjóni á mannvirki og innviði alveg frá því að við prófuðum þann fyrsta.“ Auðveld ákvörðun Aðspurður hvort hann muni leggja það til á ríkisstjórnarfundi á morgun að ráðist verði í gerð varnargarða segist hann búast við að verkefnið komi frá dómsmálaráðherra. „Í lögunum sem við samþykktum á þingi um varnargarðinn sem búið er að byggja er heimild til að byggja fleiri slíka varnargarða þannig ég reikna nú með að þessi ákvörðun verði auðveld.“ Hann segist vænta þess að málið verði rætt á ríkisstjórnarfundi í fyrramálið. Eigiði efni á þessi? „Eins og ég segi þegar þú vegur og metur tjón upp á 150 til 160 milljarða plús fyrirtæki höfn og fleira á móti einhverjum milljörðum til að verja þig þá er það í minum huga engin spurning.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Nýjar sprungur í Grindavíkurvegi Nýjar sprungur hafa myndast í Grindavíkurvegi, í nýrri viðgerð nærri Svartsengi. Vegagerðin segir talsverðan mun á veginum í dag miðað við í gær. 28. desember 2023 14:53 Þrautseigja Grindvíkinga Föstudagskvöldið 10. nóvember var heilt bæjarfélag rýmt í skyndi eftir stanslausa skjálftahrinu. Eldgosið á Reykjanesskaga varði sögulega stutt og íbúar Grindavíkur vita lítið sem ekkert um framhaldið. 28. desember 2023 07:00 Vilja betra eftirlit með komum til Grindavíkur Enn eru miklar líkur á eldgosi. Kvikusöfnun og landris heldur áfram. Nýtt hættumatskort verður birt á föstudag sem ákvarðar fyrirkomulag í Grindavík. Íbúar vilja meira eftirlit og vöktun. 27. desember 2023 21:30 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Bæjarstjórn Grindavíkur skoraði í gær á ríkisstjórnina að ljúka hönnun og fjármögnun varnargarða norðan við Grindavíkurbæ til að tryggja öryggi íbúa til framtíðar. Innviðaráðherra segist deila áhyggjum Grindvíkinga og segir skynsamlegt að ráðast í uppbyggingu varnargarða. Framkvæmdin sé vissulega dýr en verndi mun meiri verðmæti. „Það eru auðvitað umtalsverð verðmæti í Grindavík og bara hjá náttúruhamfaratryggingasjóði er stærðargráðan minnir mig 150-160 milljarðar þannig að garður upp á einhverja milljarða sem þú ert að forða tjóni á þessu er kannski ekkert erfitt að taka slíka ákvörðun,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra. Auk þess séu mikil verðmæti fólgin í atvinnu á svæðinu en þar er ein öflugasta verstöð landsins sem bæjarstjórinn segir að skili hátt í 25 milljörðum á ári í útflutningsverðmæti sjávarafurða. Því sé uppbygging garðanna ekki síður mikilvæg fyrir þjóðarbúið. „Mín afstaða hefur alla tíð verið sú að auðvitað eigum við að reyna að byggja upp varnargarða til að forða tjóni á mannvirki og innviði alveg frá því að við prófuðum þann fyrsta.“ Auðveld ákvörðun Aðspurður hvort hann muni leggja það til á ríkisstjórnarfundi á morgun að ráðist verði í gerð varnargarða segist hann búast við að verkefnið komi frá dómsmálaráðherra. „Í lögunum sem við samþykktum á þingi um varnargarðinn sem búið er að byggja er heimild til að byggja fleiri slíka varnargarða þannig ég reikna nú með að þessi ákvörðun verði auðveld.“ Hann segist vænta þess að málið verði rætt á ríkisstjórnarfundi í fyrramálið. Eigiði efni á þessi? „Eins og ég segi þegar þú vegur og metur tjón upp á 150 til 160 milljarða plús fyrirtæki höfn og fleira á móti einhverjum milljörðum til að verja þig þá er það í minum huga engin spurning.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Nýjar sprungur í Grindavíkurvegi Nýjar sprungur hafa myndast í Grindavíkurvegi, í nýrri viðgerð nærri Svartsengi. Vegagerðin segir talsverðan mun á veginum í dag miðað við í gær. 28. desember 2023 14:53 Þrautseigja Grindvíkinga Föstudagskvöldið 10. nóvember var heilt bæjarfélag rýmt í skyndi eftir stanslausa skjálftahrinu. Eldgosið á Reykjanesskaga varði sögulega stutt og íbúar Grindavíkur vita lítið sem ekkert um framhaldið. 28. desember 2023 07:00 Vilja betra eftirlit með komum til Grindavíkur Enn eru miklar líkur á eldgosi. Kvikusöfnun og landris heldur áfram. Nýtt hættumatskort verður birt á föstudag sem ákvarðar fyrirkomulag í Grindavík. Íbúar vilja meira eftirlit og vöktun. 27. desember 2023 21:30 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Nýjar sprungur í Grindavíkurvegi Nýjar sprungur hafa myndast í Grindavíkurvegi, í nýrri viðgerð nærri Svartsengi. Vegagerðin segir talsverðan mun á veginum í dag miðað við í gær. 28. desember 2023 14:53
Þrautseigja Grindvíkinga Föstudagskvöldið 10. nóvember var heilt bæjarfélag rýmt í skyndi eftir stanslausa skjálftahrinu. Eldgosið á Reykjanesskaga varði sögulega stutt og íbúar Grindavíkur vita lítið sem ekkert um framhaldið. 28. desember 2023 07:00
Vilja betra eftirlit með komum til Grindavíkur Enn eru miklar líkur á eldgosi. Kvikusöfnun og landris heldur áfram. Nýtt hættumatskort verður birt á föstudag sem ákvarðar fyrirkomulag í Grindavík. Íbúar vilja meira eftirlit og vöktun. 27. desember 2023 21:30