Icelandair skýri betur fjárhæð skrópgjalds og fleira til Atli Ísleifsson skrifar 28. desember 2023 14:31 Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair. Í úrskurði Neytendastofu segir að Icelandair þurfi meðal annars að tilgreina fjárhæð skrópsgjalds. Vísir/Vilhelm Neytendastofa hefur beint þeim fyrirmælum til Icelandair að tilgreina í flutningsskilmálum sínum með hvaða hætti farþegar skuli senda félaginu tilkynningar um að þeir hyggist ekki nýta einhvern hluta flugmiða og fyrir hvaða tímamark. Þá skuli félagið einnig tilgreina fjárhæð skrópgjalds eða hvernig það verði reiknað út og í hvaða tilvikum slíkt gjald sé lagt á farþega. Þetta kemur fram í ákvörðun Neytendastofu sem tók málið til umfjöllunar eftir að ábendingar bárust vegna skilmála Icelandair um mætingarskyldu viðskiptavina (e. no-show). Var það niðurstaða stofnunarinnar að Icelandair hafi með því að birta ekki mikilvægar upplýsingar, sem almennt skipta neytendur máli, í flutningsskilmálum sínum brotið gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Fram kemur að Neytendastofa hafi óskað eftir skýringum og athugasemdum Icelandair um skilmála og upplýsingagjöf félagsins. Í bréfum Neytendastofu hafi komið fram að ósamræmi hafi virst vera í skilmálum um heimild farþega til að nýta síðari fluglegg ef fyrri flugleggur er ekki nýttur, ásamt því að erfitt hafi verið að finna skilmálana á vefsíðu félagsins. Þá hafi ekki að sjá að skilmálarnir væru aðgengilegir á íslensku. Neytendastofa er ein þeirra eftirlitsstofnana sem hafa eftirlit með viðskiptalífinu og lögum frá Alþingi sem sett eru vegna öryggis og réttinda neytenda. Vísir/Vilhelm „Í svörum Icelandair kom fram að skilmálar félagsins gerðu ráð fyrir að farþegar geti nýtt sér síðari fluglegg þrátt fyrir að þeir ætli ekki að nota þann fyrri. Farþegi þurfi að tilkynna slíkt með nægjanlegum fyrirvara og, eftir atvikum, greiða fargjaldamismun. Undir rekstri málsins gerði Icelandair bæði breytingar á skilmálum sínum og framsetningu þeirra og eru þeir skilmálar sem um ræðir nú birtir á íslensku og handhægt að finna þá með einfaldri leit á vefsíðu félagsins.“ Vanti enn upp á upplýsingar Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir breytingu á umræddum skilmálum vanti enn upplýsingar sem almennt skipti neytendur máli. Neytendastofa beindi því þeim fyrirmælum til Icelandair að tilgreina í flutningsskilmálum sínum með hvaða hætti farþegar skuli senda félaginu tilkynningar um að þeir hyggist ekki nýta einhvern hluta flugmiða og fyrir hvaða tímamark. Félagið skuli einnig tilgreina fjárhæð skrópgjalds eða hvernig það verði reiknað út og í hvaða tilvikum slíkt gjald sé lagt á farþega,“ segir á vef Neytendastofu. Neytendur Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Þá skuli félagið einnig tilgreina fjárhæð skrópgjalds eða hvernig það verði reiknað út og í hvaða tilvikum slíkt gjald sé lagt á farþega. Þetta kemur fram í ákvörðun Neytendastofu sem tók málið til umfjöllunar eftir að ábendingar bárust vegna skilmála Icelandair um mætingarskyldu viðskiptavina (e. no-show). Var það niðurstaða stofnunarinnar að Icelandair hafi með því að birta ekki mikilvægar upplýsingar, sem almennt skipta neytendur máli, í flutningsskilmálum sínum brotið gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Fram kemur að Neytendastofa hafi óskað eftir skýringum og athugasemdum Icelandair um skilmála og upplýsingagjöf félagsins. Í bréfum Neytendastofu hafi komið fram að ósamræmi hafi virst vera í skilmálum um heimild farþega til að nýta síðari fluglegg ef fyrri flugleggur er ekki nýttur, ásamt því að erfitt hafi verið að finna skilmálana á vefsíðu félagsins. Þá hafi ekki að sjá að skilmálarnir væru aðgengilegir á íslensku. Neytendastofa er ein þeirra eftirlitsstofnana sem hafa eftirlit með viðskiptalífinu og lögum frá Alþingi sem sett eru vegna öryggis og réttinda neytenda. Vísir/Vilhelm „Í svörum Icelandair kom fram að skilmálar félagsins gerðu ráð fyrir að farþegar geti nýtt sér síðari fluglegg þrátt fyrir að þeir ætli ekki að nota þann fyrri. Farþegi þurfi að tilkynna slíkt með nægjanlegum fyrirvara og, eftir atvikum, greiða fargjaldamismun. Undir rekstri málsins gerði Icelandair bæði breytingar á skilmálum sínum og framsetningu þeirra og eru þeir skilmálar sem um ræðir nú birtir á íslensku og handhægt að finna þá með einfaldri leit á vefsíðu félagsins.“ Vanti enn upp á upplýsingar Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir breytingu á umræddum skilmálum vanti enn upplýsingar sem almennt skipti neytendur máli. Neytendastofa beindi því þeim fyrirmælum til Icelandair að tilgreina í flutningsskilmálum sínum með hvaða hætti farþegar skuli senda félaginu tilkynningar um að þeir hyggist ekki nýta einhvern hluta flugmiða og fyrir hvaða tímamark. Félagið skuli einnig tilgreina fjárhæð skrópgjalds eða hvernig það verði reiknað út og í hvaða tilvikum slíkt gjald sé lagt á farþega,“ segir á vef Neytendastofu.
Neytendur Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira