Partý í Moskvu vekur reiði og fordæmingu yfirvalda Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. desember 2023 08:27 Ivleeva hefur beðist afsökunar á framferði sínu en þó má enn finna partýmyndir á Instagram-aðgangi hennar. Instagram/ Nastya Ivleeva Rússneskur rappari hefur verið dæmdur í fangelsi og til að greiða sekt í tengslum við „næstum því nakinn“ partý sem haldið var í Moskvu 21. desember síðastliðinn. Þá hefur bloggarinn sem hélt partýið neyðst til að biðjast afsökunar á samfélagsmiðlum. Partýið hefur gert allt vitlaust í Rússlandi en fjöldi þekktra einstaklinga sem voru meðal viðstaddra hafa misst samninga við stuðngingsaðila í kjölfarið og þá er forsetinn Valdimir Pútín sagður síður en svo ánægður með uppátækið. Hermenn á vígvellinum í Úkraínu eru meðal þeirra sem eru sagðir hafa verið fyrstir til að kvarta vegna veisluhaldanna, sem þykja hafa verið óhófleg og óviðeigandi á stríðstímum. Þau fóru fram á næturklúbbnum Mutabor og voru skipulögð af bloggaranum Anastasiu „Nastya“ Ivleevu. Meðal þeirra sem mættu voru tónlistarfólk og aðrir þekktir einstaklingar sem hafa verið áberandi í rússneskum fjölmiðlum síðustu ár. Einn þeirra, rapparinn Nikolai „Vacio“ Vasilyev, mætti nakinn fyrir utan sokk á getnaðarlimnum og var dæmdur í fimmtán daga fangelsi og sektaður um 200 þúsund rúblur, um 300 þúsund íslenskar krónur, fyrir áróður fyrir „óhefðbundnum kynlífsathöfnum“. View this post on Instagram A post shared by (@_agentgirl_) „Látum mig og ykkur vera eina fólkið í landinu sem er ekki að ræða þetta mál,“ svaraði Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, við blaðamenn þegar hann var spurður um partýið í gær. Maria Zakharova, talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands, sagði viðburðinn blett á mannorði þeirra sem hefðu verið viðstaddir en að þeir hefðu nú tækifæri til að vinna í sjálfum sér. Fordæmingar þingmanna, fulltrúa kirkjunnar og fleiri eru sagðar hafa tröllriðið fyrirsögnum fjölmiðla í Rússlandi síðustu daga og Ivleeva, sem sást mæta til leiks skreytt rándýrum skartgripum, hefur neyðst til að senda frá sér tvö myndskeið þar sem hún biðst innilegrar afsökunar. Sagðist hún iðrast gjörða sinna en vonast til að fá annað tækifæri. Ivleeva sætir nú rannsókn og hefur verið kærð af hópi fólks sem segir hana hafa valdið þeim „siðferðilegri þjáningu“. „Þetta er alls ekki það sem hermenn okkar á vígvellinum eru að berjast fyrir,“ sagði framkvæmdastjóri samtaka um öruggt internet. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Sjá meira
Þá hefur bloggarinn sem hélt partýið neyðst til að biðjast afsökunar á samfélagsmiðlum. Partýið hefur gert allt vitlaust í Rússlandi en fjöldi þekktra einstaklinga sem voru meðal viðstaddra hafa misst samninga við stuðngingsaðila í kjölfarið og þá er forsetinn Valdimir Pútín sagður síður en svo ánægður með uppátækið. Hermenn á vígvellinum í Úkraínu eru meðal þeirra sem eru sagðir hafa verið fyrstir til að kvarta vegna veisluhaldanna, sem þykja hafa verið óhófleg og óviðeigandi á stríðstímum. Þau fóru fram á næturklúbbnum Mutabor og voru skipulögð af bloggaranum Anastasiu „Nastya“ Ivleevu. Meðal þeirra sem mættu voru tónlistarfólk og aðrir þekktir einstaklingar sem hafa verið áberandi í rússneskum fjölmiðlum síðustu ár. Einn þeirra, rapparinn Nikolai „Vacio“ Vasilyev, mætti nakinn fyrir utan sokk á getnaðarlimnum og var dæmdur í fimmtán daga fangelsi og sektaður um 200 þúsund rúblur, um 300 þúsund íslenskar krónur, fyrir áróður fyrir „óhefðbundnum kynlífsathöfnum“. View this post on Instagram A post shared by (@_agentgirl_) „Látum mig og ykkur vera eina fólkið í landinu sem er ekki að ræða þetta mál,“ svaraði Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, við blaðamenn þegar hann var spurður um partýið í gær. Maria Zakharova, talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands, sagði viðburðinn blett á mannorði þeirra sem hefðu verið viðstaddir en að þeir hefðu nú tækifæri til að vinna í sjálfum sér. Fordæmingar þingmanna, fulltrúa kirkjunnar og fleiri eru sagðar hafa tröllriðið fyrirsögnum fjölmiðla í Rússlandi síðustu daga og Ivleeva, sem sást mæta til leiks skreytt rándýrum skartgripum, hefur neyðst til að senda frá sér tvö myndskeið þar sem hún biðst innilegrar afsökunar. Sagðist hún iðrast gjörða sinna en vonast til að fá annað tækifæri. Ivleeva sætir nú rannsókn og hefur verið kærð af hópi fólks sem segir hana hafa valdið þeim „siðferðilegri þjáningu“. „Þetta er alls ekki það sem hermenn okkar á vígvellinum eru að berjast fyrir,“ sagði framkvæmdastjóri samtaka um öruggt internet. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna