Gjafakort virki svo sannarlega á útsölum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. desember 2023 15:29 Andres Magnússon segir stafræna þróun hafa breytt miklu fyrir neytendur. Vísir/Baldur Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir gjafakort svo sannarlega virka á útsölum. Hann hafi farið með rangt mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun þegar hann fullyrti hið gagnstæða. Rætt var um jólaverslunina í ár í þættinum í morgun. „Það er bara vitleysa. Ég fór rangt með þar. Almenna reglan er að gjafakort virka á útsölum líka,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu í samtali við Vísi. Andrés sagði á Bítinu í Bylgjunni í morgun að ekki væri hægt að nota gjafakortin á útsölum. Ástæðan væri sú að vörur á útsölu væru á öðru verði og í tilfelli gjafakorta væri miðað við reglulegt verð vörunnar. Svona hafi þetta verið áður fyrr Andrés segir misskilning sinn fólginn í því að markaður gjafakorta hafi verið allt öðruvísi áður fyrr. Í dag séu þau öll meira og minna rafræn og segir Andrés þetta gott dæmi um hvernig þróunin hafi komið neytendum til góða. „Misskilningurinn er þar og án þess að vera nokkuð að fara nánar út í það þá var þetta svona áður. Nú eru öll þessi gjafakort orðin rafræn og þá hefur þetta gjörbreyst. Það er hægt að fullyrða það að þetta var ósköp einfaldlega rangt hjá mér og að núna er almenna reglan sú, til dæmis í Smáralind og Kringlunni, að gjafakort þau gilda á útsölum líka.“ Svipuð jólaverslun í ár Þá ræddi Andrés ýmislegt annað í Bítinu í morgun. Hann sagði að gera megi ráð fyrir því að jólaveltan hafi verið svipuð nú og í fyrra ef horft sé til fjöldans sem heimsótti Kringluna og Smáralind og almenna tilfinningu verslunarmanna. Hann sagði þá að kauphegðun landsmanna hefði breyst mikið á undanförnum árum. Nú færi jólainnkaupin í mun meira mæli fram á sérstökum tilboðsdögum í byrjun nóvember líkt og á Svörtum föstudegi og Stafrænum mánudegi. Jól Neytendur Verslun Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Sjá meira
„Það er bara vitleysa. Ég fór rangt með þar. Almenna reglan er að gjafakort virka á útsölum líka,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu í samtali við Vísi. Andrés sagði á Bítinu í Bylgjunni í morgun að ekki væri hægt að nota gjafakortin á útsölum. Ástæðan væri sú að vörur á útsölu væru á öðru verði og í tilfelli gjafakorta væri miðað við reglulegt verð vörunnar. Svona hafi þetta verið áður fyrr Andrés segir misskilning sinn fólginn í því að markaður gjafakorta hafi verið allt öðruvísi áður fyrr. Í dag séu þau öll meira og minna rafræn og segir Andrés þetta gott dæmi um hvernig þróunin hafi komið neytendum til góða. „Misskilningurinn er þar og án þess að vera nokkuð að fara nánar út í það þá var þetta svona áður. Nú eru öll þessi gjafakort orðin rafræn og þá hefur þetta gjörbreyst. Það er hægt að fullyrða það að þetta var ósköp einfaldlega rangt hjá mér og að núna er almenna reglan sú, til dæmis í Smáralind og Kringlunni, að gjafakort þau gilda á útsölum líka.“ Svipuð jólaverslun í ár Þá ræddi Andrés ýmislegt annað í Bítinu í morgun. Hann sagði að gera megi ráð fyrir því að jólaveltan hafi verið svipuð nú og í fyrra ef horft sé til fjöldans sem heimsótti Kringluna og Smáralind og almenna tilfinningu verslunarmanna. Hann sagði þá að kauphegðun landsmanna hefði breyst mikið á undanförnum árum. Nú færi jólainnkaupin í mun meira mæli fram á sérstökum tilboðsdögum í byrjun nóvember líkt og á Svörtum föstudegi og Stafrænum mánudegi.
Jól Neytendur Verslun Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Sjá meira