Altjón við Víkurbraut þar sem boltar renna eftir gólfinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. desember 2023 08:10 Eins og sjá má eru skemmdirnar á húsinu við Víkurbraut 40 miklar. Sigurður Óli Sigurður Óli Þórleifsson íbúi í Grindavík sýndi fréttamönnum TV2 í Noregi stöðuna á húsinu sínu við Víkurbraut í Grindavík á dögunum. Gólfið hallar svo mikið að boltar rúlla eftir því. Um er að ræða altjón samkvæmt Náttúruhamfaratryggingum Íslands. Erlendir fjölmiðlar héldu margir hverjir til Íslands þegar fór að gjósa við Sundhnúksgíga á mánudagskvöld. Fulltrúar TV2 í Noregi voru meðal þeirra sem komu og fylgdu Sigurði Óla og sonum hans til að skoða afleiðingar jarðskjálftanna í nóvember þegar bærinn var rýmdur. Í myndbandinu að neðan má sjá Sigurð Óla lóðsa norska sjónvarpsfólkið um húsið sitt. Sjá má löngu sprunguna í Grindavík sem teygir sig undir húsið hans og hefur valdið miklum skemmdum. Veggur í garðinum er brotinn, sprungur sjást víða og húsið hreinlega hallar. Sigurður Óli og synir hans sýna norska fréttafólkinu hvernig gólfið hallar. Boltar eru settir á gólfið sem rúlla af stað undan hallanum. Sigurður Óli segist á Facebook hafa fengið staðfest hjá Náttúruhamfaratryggingu að hús fjölskyldunnar að Víkurbraut 40 væri altjón. „Það var fátt um svör hjá NTÍ, vísa á Grindavíkurbæ. Ekkert hægt að gera, né bæta tjón fyrr en afstaða Grindavíkurbæjar liggur fyrir. Það er hvort eigi að byggja á sprungunni á ný. Þar til, þurfum við að greiða af lífeyrissjóðsláni, fasteignagjöld, hita og rafmagn ofl. Af handónýtu húsi, og þetta á við um húsin í nágrenninu líka. Nú spyr ég Grindavíkurbæ, hvenær mun þetta liggja fyrir? og mun Grindavíkurbær taka að sér þennan kostnað? Ég veit að ég skrifa fyrir hönd nokkurra íbúa. Ég á ekki von á að bæjarfulltrúar svari þessu, enda eru þeir hálfósýnilegir,“ segir Sigurður Óli á Facebook. Hann nefnir þó sérstaklega að margir séu í mun verri stöðu en fjölskylda hans. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira
Erlendir fjölmiðlar héldu margir hverjir til Íslands þegar fór að gjósa við Sundhnúksgíga á mánudagskvöld. Fulltrúar TV2 í Noregi voru meðal þeirra sem komu og fylgdu Sigurði Óla og sonum hans til að skoða afleiðingar jarðskjálftanna í nóvember þegar bærinn var rýmdur. Í myndbandinu að neðan má sjá Sigurð Óla lóðsa norska sjónvarpsfólkið um húsið sitt. Sjá má löngu sprunguna í Grindavík sem teygir sig undir húsið hans og hefur valdið miklum skemmdum. Veggur í garðinum er brotinn, sprungur sjást víða og húsið hreinlega hallar. Sigurður Óli og synir hans sýna norska fréttafólkinu hvernig gólfið hallar. Boltar eru settir á gólfið sem rúlla af stað undan hallanum. Sigurður Óli segist á Facebook hafa fengið staðfest hjá Náttúruhamfaratryggingu að hús fjölskyldunnar að Víkurbraut 40 væri altjón. „Það var fátt um svör hjá NTÍ, vísa á Grindavíkurbæ. Ekkert hægt að gera, né bæta tjón fyrr en afstaða Grindavíkurbæjar liggur fyrir. Það er hvort eigi að byggja á sprungunni á ný. Þar til, þurfum við að greiða af lífeyrissjóðsláni, fasteignagjöld, hita og rafmagn ofl. Af handónýtu húsi, og þetta á við um húsin í nágrenninu líka. Nú spyr ég Grindavíkurbæ, hvenær mun þetta liggja fyrir? og mun Grindavíkurbær taka að sér þennan kostnað? Ég veit að ég skrifa fyrir hönd nokkurra íbúa. Ég á ekki von á að bæjarfulltrúar svari þessu, enda eru þeir hálfósýnilegir,“ segir Sigurður Óli á Facebook. Hann nefnir þó sérstaklega að margir séu í mun verri stöðu en fjölskylda hans.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira