PISA og þróun íslenskunnar Guðmundur Edgarsson skrifar 24. desember 2023 07:01 Seint á níundu öld numu hér land Norðmenn. Töluðu þeir tungumál sem kallast fornnorræna (e. Old Norse). Sú íslenska sem töluð er nú til dags er því í sínu upprunalega formi fornnorræna. Meðal helstu einkenna hennar er flókin málfræði og skringilegur orðaforði sem rekja má til bænda og sjómanna á víkingaöld. Nokkru eftir landnám varð fornnorræna á Íslandi viðskila við þá mállýsku sem Norðmenn töluðu í Noregi því þá fór norska mállýskan ásamt þeirri dönsku og sænsku að þróast yfir í svokallaða miðnorrænu (e. Middle-Norse). Ástæðan var aukin alþjóðavæðing á hinum Norðurlöndunum. Þessi umskipti tóku nokkrar aldir. Ísland einangrast Það sem helst breyttist við þessi umskipti var gífurleg einföldun á málkerfi fornnorrænu. Málfræðileg kyngreining lagðist af og beygingarmyndum fækkaði verulega. Fyrir áhrif endurreisnarinnar tók síðar að bera æ meira á alþjóðlegum orðaforða, aðallega úr latínu og síðar ensku með iðnbyltingunni. Varð þá til ný mállýska, nýnorræna, sem í dag skiptist í norsku, sænsku og dönsku. Á Íslandi hefur hin fornnorræna íslenska hins vegar lítið sem ekkert þróast í átt til einföldunar. Hún hefur heldur ekki opnað faðm sinn fyrir alþjóðlegum orðum. Ástæðan er einangrun landsins í árhundruð. Því er íslenska enn töluð með fornnorrænu sniði með öllu sínu þunglamalega beygingarkerfi og gamalgróna orðaforða. Þetta er hins vegar að breytast. Ástæðan er sú að netið og þá sér í lagi nettengdir snjallsímar hafa opnað slíkar flóðgáttir enskra áhrifa að engin dæmi eru um annað eins í gjörvallri málsögu Íslands. Sakir örsmæðar íslensks málsamfélags skellur þessi flóðbylgja svo á íslenskum ungmennum af mun meiri þunga en á þeim skandínavísku. Á ógnarhraða hefur því orðið sífellt erfiðara fyrir íslenska unglinga að fóta sig í hinu klossaða málkerfi móðurmálsins og hins forneskjulega orðaforða. Íslenska verði ísl-enska Birtingarmynd þessarar þróunar kemur einna skýrast fram í PISA. Þar fá skandinavísku krakkarnir að spreyta sig á textum sem ritaðir eru á vinalegu og léttmeltu nútímamáli þar sem enskublandinn orðaforði vinnur með þeim. Íslensku unglingarnir, hins vegar, þurfa að stauta sig í gegnum forna texta sem skrifaðir eru á stirðbusalegu bændamáli úr takti við alþjóðlega málþróun. Þessi leikur verður tæpast jafnaður fyrr en móðurmál íslenskra ungmenna verður ísl-enska, þ.e. íslenskt afbrigði nýnorrænu, sambærilegt í einfaldleika sínum og alþjóðlegu yfirbragði og nútíma skandínavíska. Höfundur er málfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein PISA-könnun Íslensk tunga Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Seint á níundu öld numu hér land Norðmenn. Töluðu þeir tungumál sem kallast fornnorræna (e. Old Norse). Sú íslenska sem töluð er nú til dags er því í sínu upprunalega formi fornnorræna. Meðal helstu einkenna hennar er flókin málfræði og skringilegur orðaforði sem rekja má til bænda og sjómanna á víkingaöld. Nokkru eftir landnám varð fornnorræna á Íslandi viðskila við þá mállýsku sem Norðmenn töluðu í Noregi því þá fór norska mállýskan ásamt þeirri dönsku og sænsku að þróast yfir í svokallaða miðnorrænu (e. Middle-Norse). Ástæðan var aukin alþjóðavæðing á hinum Norðurlöndunum. Þessi umskipti tóku nokkrar aldir. Ísland einangrast Það sem helst breyttist við þessi umskipti var gífurleg einföldun á málkerfi fornnorrænu. Málfræðileg kyngreining lagðist af og beygingarmyndum fækkaði verulega. Fyrir áhrif endurreisnarinnar tók síðar að bera æ meira á alþjóðlegum orðaforða, aðallega úr latínu og síðar ensku með iðnbyltingunni. Varð þá til ný mállýska, nýnorræna, sem í dag skiptist í norsku, sænsku og dönsku. Á Íslandi hefur hin fornnorræna íslenska hins vegar lítið sem ekkert þróast í átt til einföldunar. Hún hefur heldur ekki opnað faðm sinn fyrir alþjóðlegum orðum. Ástæðan er einangrun landsins í árhundruð. Því er íslenska enn töluð með fornnorrænu sniði með öllu sínu þunglamalega beygingarkerfi og gamalgróna orðaforða. Þetta er hins vegar að breytast. Ástæðan er sú að netið og þá sér í lagi nettengdir snjallsímar hafa opnað slíkar flóðgáttir enskra áhrifa að engin dæmi eru um annað eins í gjörvallri málsögu Íslands. Sakir örsmæðar íslensks málsamfélags skellur þessi flóðbylgja svo á íslenskum ungmennum af mun meiri þunga en á þeim skandínavísku. Á ógnarhraða hefur því orðið sífellt erfiðara fyrir íslenska unglinga að fóta sig í hinu klossaða málkerfi móðurmálsins og hins forneskjulega orðaforða. Íslenska verði ísl-enska Birtingarmynd þessarar þróunar kemur einna skýrast fram í PISA. Þar fá skandinavísku krakkarnir að spreyta sig á textum sem ritaðir eru á vinalegu og léttmeltu nútímamáli þar sem enskublandinn orðaforði vinnur með þeim. Íslensku unglingarnir, hins vegar, þurfa að stauta sig í gegnum forna texta sem skrifaðir eru á stirðbusalegu bændamáli úr takti við alþjóðlega málþróun. Þessi leikur verður tæpast jafnaður fyrr en móðurmál íslenskra ungmenna verður ísl-enska, þ.e. íslenskt afbrigði nýnorrænu, sambærilegt í einfaldleika sínum og alþjóðlegu yfirbragði og nútíma skandínavíska. Höfundur er málfræðingur
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun