Styttist í hönnunarútboð Þjóðarhallar Smári Jökull Jónsson skrifar 23. desember 2023 15:30 Ásmundur Einar Daðason ráðherra er með málefni íþrótta á sinni könnu. Vísir/Arnar Ásmundur Einar Daðason segir að hönnunarútboð nýrrar þjóðarhallar sé á næsta leyti. Kostnaðarskipting á milli ríkis og borgar sé langt komin. Ásmundur var spurður út í það hvað væri að frétta af nýrri þjóðarhöll á blaðamannafundi í höfuðstöðvum ÍSÍ í byrjun vikunnar. Þá var undirritaður nýr samningur um átta nýjar starfsstöðvar til eflingar íþróttastarfs á landsvísu. Kostnaður við þá aðgerð eru 400 milljónir króna. Ný þjóðarhöll hefur verið á teikniborðinu í áraraðir en enn hefur fyrsta skóflustungan ekki verið tekin. „Þar höfum við verið í samtali á milli ríkis og borgar og við erum langt komin í því bæði varðandi kostnaðarskiptingu og annað sem búið er að kynna hjá ríki og borg. Ég á von á því að við eigum að geta fylgt þeim samþykktum eftir á næstunni og sett verkefnið formlega af stað með hönnunarútboði,“ sagði Ásmundur Einar í samtali við Stefán Árna Pálsson íþróttafréttamann. Annar mögulegur kostnaðarliður ríkisins er pulsan fræga sem komið var fyrir á Laugardalsvelli fyrir heimaleiki Blika í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Ekki liggur ljóst fyrir hver á að borga brúsann. Blikar vilja sjálfir meina að þeir beri ekki ábyrgð á þeim kostnaði og KSÍ vill að ríkið stígi inn í. „Það hefur verið samtal þar í gangi um að allir aðilar leggi eitthvað af mörkum. Þannig virkar samvinnan. Við höfum verið að afla fjárheimilda til þess í gegnum Alþingi og það er ákveðið fjármagn sem við fengum úthlutað í kringum afgreiðslu fjárlaga núna sem tengist þessu verkefni. Ég allavega vona að við getum lagt eitthvað í púkkið þar og það geti vonandi klárast núna í framhaldi afgreiðslu fjárlaga.“ Fréttina má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en hún birtist í Sportpakkanum í gærkvöldi. Ný þjóðarhöll Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Fleiri fréttir „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Spilaði fótbrotinn í úrslitakeppni NFL Vildi ekki peninginn Sparkaði í og trampaði á mótherja Dagskráin: Doc Zone og enska úrvalsdeildin í aðalhlutverki „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Pargo snýr aftur og klárar tímabilið með Grindavík „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ „Keyrðu yfir okkur og við leyfðum því bara að gerast“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Sjá meira
Ásmundur var spurður út í það hvað væri að frétta af nýrri þjóðarhöll á blaðamannafundi í höfuðstöðvum ÍSÍ í byrjun vikunnar. Þá var undirritaður nýr samningur um átta nýjar starfsstöðvar til eflingar íþróttastarfs á landsvísu. Kostnaður við þá aðgerð eru 400 milljónir króna. Ný þjóðarhöll hefur verið á teikniborðinu í áraraðir en enn hefur fyrsta skóflustungan ekki verið tekin. „Þar höfum við verið í samtali á milli ríkis og borgar og við erum langt komin í því bæði varðandi kostnaðarskiptingu og annað sem búið er að kynna hjá ríki og borg. Ég á von á því að við eigum að geta fylgt þeim samþykktum eftir á næstunni og sett verkefnið formlega af stað með hönnunarútboði,“ sagði Ásmundur Einar í samtali við Stefán Árna Pálsson íþróttafréttamann. Annar mögulegur kostnaðarliður ríkisins er pulsan fræga sem komið var fyrir á Laugardalsvelli fyrir heimaleiki Blika í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Ekki liggur ljóst fyrir hver á að borga brúsann. Blikar vilja sjálfir meina að þeir beri ekki ábyrgð á þeim kostnaði og KSÍ vill að ríkið stígi inn í. „Það hefur verið samtal þar í gangi um að allir aðilar leggi eitthvað af mörkum. Þannig virkar samvinnan. Við höfum verið að afla fjárheimilda til þess í gegnum Alþingi og það er ákveðið fjármagn sem við fengum úthlutað í kringum afgreiðslu fjárlaga núna sem tengist þessu verkefni. Ég allavega vona að við getum lagt eitthvað í púkkið þar og það geti vonandi klárast núna í framhaldi afgreiðslu fjárlaga.“ Fréttina má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en hún birtist í Sportpakkanum í gærkvöldi.
Ný þjóðarhöll Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Fleiri fréttir „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Spilaði fótbrotinn í úrslitakeppni NFL Vildi ekki peninginn Sparkaði í og trampaði á mótherja Dagskráin: Doc Zone og enska úrvalsdeildin í aðalhlutverki „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Pargo snýr aftur og klárar tímabilið með Grindavík „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ „Keyrðu yfir okkur og við leyfðum því bara að gerast“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Sjá meira