„Þarna sá ég í fyrsta skipti á ævinni mann tolleraðan á typpinu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2023 08:31 Það var gaman hjá Kára Kristjáni Kristjánssyni og félögum í ÍBV liðinu þegar þeir fengu Axel Bigisson, aka BigSexy, til að skemmta í kveðjupartýi Dánjals Ragnarssonar. Vísir/Vilhelm Eyjamenn kvöddu á dögunum Færeyinginn Dánjal Ragnarsson og við það tilefni var hóað í sjálfan Big Sexy. Axel Birgisson, það er Big Sexy, sagði söguna af þessu kveðjupartýi í nýjasta þættinum af Subway Körfuboltakvöldi Extra. Handknattleiksdeild ÍBV hafði orðið við beiðni Dánjal um að kveðja félagið vegna fjölskylduaðstæðna. Dánjal spilaði sinn síðasta leik fyrir ÍBV á laugardaginn en leikurinn var á móti Víkingi. Dánjal hafði stimplað sig einstaklega vel inn í Eyjasamfélagið og var stór partur af ÍBV liðinu sem varð Íslandsmeistari í fyrra. Stefán Árni Pálsson og Tómas Steindórsson fengu Axel til sín í þáttinn Subway Körfuboltakvöld Extra sem er alltaf á þriðjudagskvöldum á Stöð 2 Sport. Útvarpsmaðurinn Axel Birgisson hefur séð lengi um þátt á FM957 á laugardögum þar sem hann heldur úti útvarpsþættinum Brodies ásamt góðum vinum sínum. Útvarpsmaðurinn Axel Birgisson með Tómasi Steindórssyni.S2 Sport „Ég verð að viðurkenna að þetta kom mér á óvart. Það var einhver búinn að lauma því að mér að ég væri á leiðinni í podcast. Ég fékk einhverjar lágmarksupplýsingar um það hvað væri að fara að gerast hérna í dag. Allt í einu er ég mættur hingað inn í ‚smink' í einu körfuboltatreyjunni sem ég á,“ sagði Axel Birgisson. „Þú hefur alltaf verið þungur á ÍBV-vagninum,“ skaut Stefán Árni þá inn í. „Sérstaklega í körfunni en ég er ekki hrifinn af þeim í fótboltanum. Í körfunni þar er ég þungur. Ég eignaðist þessa ÍBV-treyju, reyndar frá handboltamanni. Ég á ekki körfuboltatreyjuna frá þeim,“ sagði Axel. „Það er skemmtileg saga um hvernig þú fékkst þessa treyju gefins. Þú lentir í svolitlu um helgina í tengslum við þessa treyju,“ sagði Stefán. „Eigum við að fara eldsnöggt yfir það,“ sagði Axel og fékk strax jákvæð viðbrögð við því. „Hún á heima í sjónvarpi þessi saga,“ sagði Stefán. „Ég fer til Eyja um helgina með góðvini mínum Inga Bauer og þar erum við að skemmta fyrir ÍBV menn í handboltanum. Það tók svona tvö lög inn í klefanum hjá þeim þangað til að þeir voru allir farnir úr öllum fötunum sínum,“ sagði Axel. „Allir komnir á typpið. Þarna sá ég í fyrsta skiptið á ævinni mann tolleraðan á typpinu. Stemmningin var slík og alveg galin. Ég held að enginn annar en ÍBV maður gæti gert þetta,“ sagði Axel. Það má hlusta á þessa sögu hér fyrir neðan. Klippa: Subway Körfuboltakvöld Extra: Eftirminnileg stund í klefanum í Eyjum ÍBV Olís-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Axel Birgisson, það er Big Sexy, sagði söguna af þessu kveðjupartýi í nýjasta þættinum af Subway Körfuboltakvöldi Extra. Handknattleiksdeild ÍBV hafði orðið við beiðni Dánjal um að kveðja félagið vegna fjölskylduaðstæðna. Dánjal spilaði sinn síðasta leik fyrir ÍBV á laugardaginn en leikurinn var á móti Víkingi. Dánjal hafði stimplað sig einstaklega vel inn í Eyjasamfélagið og var stór partur af ÍBV liðinu sem varð Íslandsmeistari í fyrra. Stefán Árni Pálsson og Tómas Steindórsson fengu Axel til sín í þáttinn Subway Körfuboltakvöld Extra sem er alltaf á þriðjudagskvöldum á Stöð 2 Sport. Útvarpsmaðurinn Axel Birgisson hefur séð lengi um þátt á FM957 á laugardögum þar sem hann heldur úti útvarpsþættinum Brodies ásamt góðum vinum sínum. Útvarpsmaðurinn Axel Birgisson með Tómasi Steindórssyni.S2 Sport „Ég verð að viðurkenna að þetta kom mér á óvart. Það var einhver búinn að lauma því að mér að ég væri á leiðinni í podcast. Ég fékk einhverjar lágmarksupplýsingar um það hvað væri að fara að gerast hérna í dag. Allt í einu er ég mættur hingað inn í ‚smink' í einu körfuboltatreyjunni sem ég á,“ sagði Axel Birgisson. „Þú hefur alltaf verið þungur á ÍBV-vagninum,“ skaut Stefán Árni þá inn í. „Sérstaklega í körfunni en ég er ekki hrifinn af þeim í fótboltanum. Í körfunni þar er ég þungur. Ég eignaðist þessa ÍBV-treyju, reyndar frá handboltamanni. Ég á ekki körfuboltatreyjuna frá þeim,“ sagði Axel. „Það er skemmtileg saga um hvernig þú fékkst þessa treyju gefins. Þú lentir í svolitlu um helgina í tengslum við þessa treyju,“ sagði Stefán. „Eigum við að fara eldsnöggt yfir það,“ sagði Axel og fékk strax jákvæð viðbrögð við því. „Hún á heima í sjónvarpi þessi saga,“ sagði Stefán. „Ég fer til Eyja um helgina með góðvini mínum Inga Bauer og þar erum við að skemmta fyrir ÍBV menn í handboltanum. Það tók svona tvö lög inn í klefanum hjá þeim þangað til að þeir voru allir farnir úr öllum fötunum sínum,“ sagði Axel. „Allir komnir á typpið. Þarna sá ég í fyrsta skiptið á ævinni mann tolleraðan á typpinu. Stemmningin var slík og alveg galin. Ég held að enginn annar en ÍBV maður gæti gert þetta,“ sagði Axel. Það má hlusta á þessa sögu hér fyrir neðan. Klippa: Subway Körfuboltakvöld Extra: Eftirminnileg stund í klefanum í Eyjum
ÍBV Olís-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira