MAST mátti ekki slátra skepnum Guðmundu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. desember 2023 16:36 Guðmunda Tyrfingsdóttir mjólkaði kýr og sinnti skepnum áratugum saman. Hún slasaðist skömmu fyrir síðustu jól og skepnurnar voru aflífaðar stuttu síðar. Vísir/Magnús Hlynur Ákvörðun Matvælastofnunar um að vörslusvipta Guðmundu Tyrfingsdóttur bónda búfénaði sínum og slátra honum hefur verið úrskurðuð ólögmæt af matvælaráðuneytinu. Lögmaður Guðmundu segir Guðmundu sátta með úrskurðinn þó dýrin snúi aldrei heim. Guðmunda, sem er bóndi í Lækjartúni í Ásahreppi, fór í desember 2022 úr axlarlið og var flutt á sjúkrahús. Í kjölfarið svipti Matvælastofnun hana vörslu allra gripa sinna þar sem enginn, að mati MAST, fékkst til að sinna búfénaði í fjarveru Guðmundu. Guðmunda er ein af tíu systkinum og hefur áratugum saman búið ein með skepnum sínum í Lækjartúni. Guðmunda, sem er níræð, seldi kýr sínar fyrir nokkrum árum en hélt enn kindur, kálfa, hænur og nokkur hross. Tekið var hús á Guðmundu í Íslandi í dag árið 2011. Eftir að Guðmunda fór úr axlarlið í desember í fyrra eftir fall var hún flutt á sjúkrahús. Fólk sem þekkti til Guðmundu, nágrannar og vinir, sögðust boðnir og búnir til að aðstoða hana og sinna dýrunum, en fékk símtöl frá skyldmennum hennar og sagt að aðstoða ekki. Dæmi voru um að fólk sem kom til að sinna hænsnum hafi verið sagt að hypja sig, eins og fjallað var um á Vísi í janúar. Matvælastofnun aflífaði svo dýrin í byrjun árs vegna fjarveru Guðmundu. Engar vísbendingar að dýrin hafi orðið fyrir varanlegum skaða Nú hefur matvælaráðuneytið úrskurðað að MAST hafi ekki verið heimilt að ráðstafa dýrunum á þennan hátt, eins og mbl.is skrifaði fyrst miðla um í dag. Fram kemur í úrskurðinum að Matvælastofnun hafi gert athugasemdir við dýravelferð á bænum 22. desember 2022, eftir að Guðmunda fór á sjúkrahúsið, og aftur 2. janúar, áður en hún kom aftur heim. Beindust athugasemdirnar að því að á bænum hafi verið dýr án umönnunar. Að beiðni MAST hafi Guðmunda tilnefnt umsjónaraðila með dýrunum en enginn fengist til að taka það að sér. Því hafi verið ráðist í slátrun dýranna. Segir í úrskurðinum að í gögnum málsins sé ekkert að finna til staðfestingar þess að búféð hafi orðið fyrir varanlegum skaða sökum vanfóðrunar, harðýðgi, slysa eða slæms aðbúnaðar. Ástand dýranna hafi verið í lagi þegar ákvörðun um vörslusviptingu og slátrun var tekin. Lifði fyrir skepnurnar „Gögn málsins bera ekki með sér að ástand dýranna hafi verið með þeim hætti að nauðsynlegt hafi verið að grípa til svo skjótra og varanlegra aðgerða án þess að gefa kæranda færi á að koma á framfæri athugasemdum við málsmeðferðina eða ráðstöfunina,“ segir í úrskurðinum. „Er það mat ráðuneytisins að ekki hafi verið gætt að málsmeðferðarreglum stjórnsýslulaga við meðferð málsins né ákvæðum upplýsingalaga varðandi skráningu málsgagna. Þá hafi skilyrði 1. mgr. 38. gr. laga um velferð dýra ekki verið uppfyllt að mati ráðuneytisins. Enn fremur sé ekki unnt að líta svo á að aðgerðir hafi með fullnægjandi hætti verið byggðar á grundvelli 37. gr laganna þar sem ekki var gætt að þeim málsmeðferðarreglum sem kveðið er á um í greininni.“ Sigurður Guðmundsson, lögmaður Guðmundu, segir hana sátta með úrskurðinn þó hún fái dýrin, vini sína, aldrei til baka. „Hún vildi fá viðurkenningu á því að það hefði verið staðið að þessu með offorsi. Hún lifði fyrir þessar skepnur.“ Þegar mest lét hélt Guðmunda átján kýr á bænum og var hann eitt árið afurðahæsta bú landsins. Guðmunda ræddi bústörfin og þá ánægju sem hún hlaut af þeim þegar Magnús Hlynur Hreiðarsson, fréttamaður okkar, tók hús á henni árið 2019. Dýraheilbrigði Ásahreppur Landbúnaður Eldri borgarar Tengdar fréttir Erfiðast að skyldfólkið hafi komið skepnunum fyrir kattarnef Guðmunda Tyrfingsdóttir bóndi í Lækjartúni í Ásahreppi segir erfiðast af öllu að skyldfólk sitt standi á bak við það að allir gripir á bænum hafi verið aflífaðir. Nágrannar í sveitinni segjast hafa fengið símtöl þess efnis að ekki ætti að hjálpa Guðmundu með búskapinn eftir að hún fór úr axlarlið í desember og var flutt á sjúkrahús. 13. janúar 2023 15:57 Hætt að mjólka eftir að hafa mjólkað tvisvar á dag í áttatíu ár Guðmunda Tyrfingsdóttir á bænum Lækjartúni í Ásahreppi er 87 ára kúabóndi. Hún hefur alltaf búið með kýr en nú er komið að kaflaskilum hjá henni því hún hefur selt kýrnar. Hún verður hins vegar áfram með kindur, kálfa, hænur og nokkur hross. 18. ágúst 2019 19:15 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Sjá meira
Guðmunda, sem er bóndi í Lækjartúni í Ásahreppi, fór í desember 2022 úr axlarlið og var flutt á sjúkrahús. Í kjölfarið svipti Matvælastofnun hana vörslu allra gripa sinna þar sem enginn, að mati MAST, fékkst til að sinna búfénaði í fjarveru Guðmundu. Guðmunda er ein af tíu systkinum og hefur áratugum saman búið ein með skepnum sínum í Lækjartúni. Guðmunda, sem er níræð, seldi kýr sínar fyrir nokkrum árum en hélt enn kindur, kálfa, hænur og nokkur hross. Tekið var hús á Guðmundu í Íslandi í dag árið 2011. Eftir að Guðmunda fór úr axlarlið í desember í fyrra eftir fall var hún flutt á sjúkrahús. Fólk sem þekkti til Guðmundu, nágrannar og vinir, sögðust boðnir og búnir til að aðstoða hana og sinna dýrunum, en fékk símtöl frá skyldmennum hennar og sagt að aðstoða ekki. Dæmi voru um að fólk sem kom til að sinna hænsnum hafi verið sagt að hypja sig, eins og fjallað var um á Vísi í janúar. Matvælastofnun aflífaði svo dýrin í byrjun árs vegna fjarveru Guðmundu. Engar vísbendingar að dýrin hafi orðið fyrir varanlegum skaða Nú hefur matvælaráðuneytið úrskurðað að MAST hafi ekki verið heimilt að ráðstafa dýrunum á þennan hátt, eins og mbl.is skrifaði fyrst miðla um í dag. Fram kemur í úrskurðinum að Matvælastofnun hafi gert athugasemdir við dýravelferð á bænum 22. desember 2022, eftir að Guðmunda fór á sjúkrahúsið, og aftur 2. janúar, áður en hún kom aftur heim. Beindust athugasemdirnar að því að á bænum hafi verið dýr án umönnunar. Að beiðni MAST hafi Guðmunda tilnefnt umsjónaraðila með dýrunum en enginn fengist til að taka það að sér. Því hafi verið ráðist í slátrun dýranna. Segir í úrskurðinum að í gögnum málsins sé ekkert að finna til staðfestingar þess að búféð hafi orðið fyrir varanlegum skaða sökum vanfóðrunar, harðýðgi, slysa eða slæms aðbúnaðar. Ástand dýranna hafi verið í lagi þegar ákvörðun um vörslusviptingu og slátrun var tekin. Lifði fyrir skepnurnar „Gögn málsins bera ekki með sér að ástand dýranna hafi verið með þeim hætti að nauðsynlegt hafi verið að grípa til svo skjótra og varanlegra aðgerða án þess að gefa kæranda færi á að koma á framfæri athugasemdum við málsmeðferðina eða ráðstöfunina,“ segir í úrskurðinum. „Er það mat ráðuneytisins að ekki hafi verið gætt að málsmeðferðarreglum stjórnsýslulaga við meðferð málsins né ákvæðum upplýsingalaga varðandi skráningu málsgagna. Þá hafi skilyrði 1. mgr. 38. gr. laga um velferð dýra ekki verið uppfyllt að mati ráðuneytisins. Enn fremur sé ekki unnt að líta svo á að aðgerðir hafi með fullnægjandi hætti verið byggðar á grundvelli 37. gr laganna þar sem ekki var gætt að þeim málsmeðferðarreglum sem kveðið er á um í greininni.“ Sigurður Guðmundsson, lögmaður Guðmundu, segir hana sátta með úrskurðinn þó hún fái dýrin, vini sína, aldrei til baka. „Hún vildi fá viðurkenningu á því að það hefði verið staðið að þessu með offorsi. Hún lifði fyrir þessar skepnur.“ Þegar mest lét hélt Guðmunda átján kýr á bænum og var hann eitt árið afurðahæsta bú landsins. Guðmunda ræddi bústörfin og þá ánægju sem hún hlaut af þeim þegar Magnús Hlynur Hreiðarsson, fréttamaður okkar, tók hús á henni árið 2019.
Dýraheilbrigði Ásahreppur Landbúnaður Eldri borgarar Tengdar fréttir Erfiðast að skyldfólkið hafi komið skepnunum fyrir kattarnef Guðmunda Tyrfingsdóttir bóndi í Lækjartúni í Ásahreppi segir erfiðast af öllu að skyldfólk sitt standi á bak við það að allir gripir á bænum hafi verið aflífaðir. Nágrannar í sveitinni segjast hafa fengið símtöl þess efnis að ekki ætti að hjálpa Guðmundu með búskapinn eftir að hún fór úr axlarlið í desember og var flutt á sjúkrahús. 13. janúar 2023 15:57 Hætt að mjólka eftir að hafa mjólkað tvisvar á dag í áttatíu ár Guðmunda Tyrfingsdóttir á bænum Lækjartúni í Ásahreppi er 87 ára kúabóndi. Hún hefur alltaf búið með kýr en nú er komið að kaflaskilum hjá henni því hún hefur selt kýrnar. Hún verður hins vegar áfram með kindur, kálfa, hænur og nokkur hross. 18. ágúst 2019 19:15 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Sjá meira
Erfiðast að skyldfólkið hafi komið skepnunum fyrir kattarnef Guðmunda Tyrfingsdóttir bóndi í Lækjartúni í Ásahreppi segir erfiðast af öllu að skyldfólk sitt standi á bak við það að allir gripir á bænum hafi verið aflífaðir. Nágrannar í sveitinni segjast hafa fengið símtöl þess efnis að ekki ætti að hjálpa Guðmundu með búskapinn eftir að hún fór úr axlarlið í desember og var flutt á sjúkrahús. 13. janúar 2023 15:57
Hætt að mjólka eftir að hafa mjólkað tvisvar á dag í áttatíu ár Guðmunda Tyrfingsdóttir á bænum Lækjartúni í Ásahreppi er 87 ára kúabóndi. Hún hefur alltaf búið með kýr en nú er komið að kaflaskilum hjá henni því hún hefur selt kýrnar. Hún verður hins vegar áfram með kindur, kálfa, hænur og nokkur hross. 18. ágúst 2019 19:15