Gosið hafi lítil áhrif á björgunarsveitir í bili Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. desember 2023 15:42 Nýir gígar hafa verið að myndast. Vísir/Vilhelm Eldgosið við Sundhnúksgíga hefur lítil áhrif á störf björgunarsveita á landinu enn sem komið er. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir tímann þurfa að leiða í ljós hvort ræsa þurfi út sveitir alls staðar að til þess að gæta galvaskra göngumanna. „Í augnablikinu er þarna tiltölulega lítil viðvera. Allar sveitir á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út í gærkvöldi sem viðbragð við að það væri ekki alveg vitað hvar gosið væri, hvaða áhrif það hefði og annað. Þegar ljóst var að það væri staðsett nokkuð vel og ekki væri hætti á hraunrennsli niður í Grindavíkurbæ, alla vega á næstunni, voru þær í raun bara sendar heim,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Jón Þór segir að þegar hafi verið búið að skipuleggja viðveru einhverra sveita á svæðinu. „Það var skipulag í gildi um ákveðna viðveru á svæðinu áður en til goss kom. Það var hægt og rólega búið að draga úr þeirri viðveru, alltaf færri og færri. Hvort það hafi verið aukið í dag, mér er ekki alveg kunnugt um það. Það gæti verið eitthvað smá en ekki mikið,“ segir Jón Þór. Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir eldgosið lítil áhrif hafa á björgunarsveitir í bili.Vísir „Núna erum við í raun bara að skipuleggja viðveru með hliðsjón af nýjum aðstæðum næstu daga og síðan þarf framtíðin að leiða í ljós hver þörfin verður. Hún verður örugglega meiri ef það verður opnað fyrir almenna umferð uppeftir og fólk fer að ganga nær gosstöðvunum.“ Inntur að því hvert hljóðið sé meðal björgunarsveitarmanna að gosið leggist ofan á jólastress og annað segir Jón Þór flesta tilbúna að sinna sínu. „Ég held að menn taki þessu bara eins og hverju öðru hundsbiti. Þetta er bara verkefni sem þarf að fást við. Auðvitað er þetta ekki þægileg tímasetning en við getum aldrei valið góða tímasetningu, hvorki þegar kemur að náttúruhamförum eða slæmu veðri. Það fylgir því að gefa sig út fyrir þetta,“ segir Jón Þór. „Það verður kannski ekki slegist um að vera á gosvakt á aðfangadagskvöld en fólk vílar ekki við sér að standa upp frá jólamatnum ef fólk er í neyð.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Björgunarsveitir Tengdar fréttir Myndasyrpa: Rauðglóandi næturhiminn og myndun nýrra gíga Eldgosinu, sem hófst við Sundhnúksgíga seint í gærkvöldi, er ekki hægt að lýsa öðruvísi en stórfenglegu. Fjöldi fólks lagði leið sína í átt að eldgosinu til að berja það augum og næturhimininn var rauður vegna endurvarpsins frá eldinum. 19. desember 2023 15:09 Eldfjallafræðingar freista þess að ná sýnum úr eldgosinu Eldfjallafræðingar frá Háskóla Íslands freista þess nú að taka stöðuna og ná sýnum af eldgosinu. Eldfjallafræðingur segir aðgerðina taka einhverjar klukkustundir og mikilvægt sé að nýta dagsbirtuna vel. 19. desember 2023 14:23 Sjónarspil gærkvöldsins engu líkt „Sú sjón sem við sáum í gærkvöldi og náðum að fanga var eitthvað sem við höfum ekki séð síðan þessir eldar byrjuðu á Reykjanesi árið 2021,“ segir myndatökumaðurinn Björn Steinbekk. Hann flaug dróna sínum yfir eldgosinu í nótt. 19. desember 2023 14:17 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Fleiri fréttir Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Sjá meira
„Í augnablikinu er þarna tiltölulega lítil viðvera. Allar sveitir á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út í gærkvöldi sem viðbragð við að það væri ekki alveg vitað hvar gosið væri, hvaða áhrif það hefði og annað. Þegar ljóst var að það væri staðsett nokkuð vel og ekki væri hætti á hraunrennsli niður í Grindavíkurbæ, alla vega á næstunni, voru þær í raun bara sendar heim,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Jón Þór segir að þegar hafi verið búið að skipuleggja viðveru einhverra sveita á svæðinu. „Það var skipulag í gildi um ákveðna viðveru á svæðinu áður en til goss kom. Það var hægt og rólega búið að draga úr þeirri viðveru, alltaf færri og færri. Hvort það hafi verið aukið í dag, mér er ekki alveg kunnugt um það. Það gæti verið eitthvað smá en ekki mikið,“ segir Jón Þór. Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir eldgosið lítil áhrif hafa á björgunarsveitir í bili.Vísir „Núna erum við í raun bara að skipuleggja viðveru með hliðsjón af nýjum aðstæðum næstu daga og síðan þarf framtíðin að leiða í ljós hver þörfin verður. Hún verður örugglega meiri ef það verður opnað fyrir almenna umferð uppeftir og fólk fer að ganga nær gosstöðvunum.“ Inntur að því hvert hljóðið sé meðal björgunarsveitarmanna að gosið leggist ofan á jólastress og annað segir Jón Þór flesta tilbúna að sinna sínu. „Ég held að menn taki þessu bara eins og hverju öðru hundsbiti. Þetta er bara verkefni sem þarf að fást við. Auðvitað er þetta ekki þægileg tímasetning en við getum aldrei valið góða tímasetningu, hvorki þegar kemur að náttúruhamförum eða slæmu veðri. Það fylgir því að gefa sig út fyrir þetta,“ segir Jón Þór. „Það verður kannski ekki slegist um að vera á gosvakt á aðfangadagskvöld en fólk vílar ekki við sér að standa upp frá jólamatnum ef fólk er í neyð.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Björgunarsveitir Tengdar fréttir Myndasyrpa: Rauðglóandi næturhiminn og myndun nýrra gíga Eldgosinu, sem hófst við Sundhnúksgíga seint í gærkvöldi, er ekki hægt að lýsa öðruvísi en stórfenglegu. Fjöldi fólks lagði leið sína í átt að eldgosinu til að berja það augum og næturhimininn var rauður vegna endurvarpsins frá eldinum. 19. desember 2023 15:09 Eldfjallafræðingar freista þess að ná sýnum úr eldgosinu Eldfjallafræðingar frá Háskóla Íslands freista þess nú að taka stöðuna og ná sýnum af eldgosinu. Eldfjallafræðingur segir aðgerðina taka einhverjar klukkustundir og mikilvægt sé að nýta dagsbirtuna vel. 19. desember 2023 14:23 Sjónarspil gærkvöldsins engu líkt „Sú sjón sem við sáum í gærkvöldi og náðum að fanga var eitthvað sem við höfum ekki séð síðan þessir eldar byrjuðu á Reykjanesi árið 2021,“ segir myndatökumaðurinn Björn Steinbekk. Hann flaug dróna sínum yfir eldgosinu í nótt. 19. desember 2023 14:17 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Fleiri fréttir Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Sjá meira
Myndasyrpa: Rauðglóandi næturhiminn og myndun nýrra gíga Eldgosinu, sem hófst við Sundhnúksgíga seint í gærkvöldi, er ekki hægt að lýsa öðruvísi en stórfenglegu. Fjöldi fólks lagði leið sína í átt að eldgosinu til að berja það augum og næturhimininn var rauður vegna endurvarpsins frá eldinum. 19. desember 2023 15:09
Eldfjallafræðingar freista þess að ná sýnum úr eldgosinu Eldfjallafræðingar frá Háskóla Íslands freista þess nú að taka stöðuna og ná sýnum af eldgosinu. Eldfjallafræðingur segir aðgerðina taka einhverjar klukkustundir og mikilvægt sé að nýta dagsbirtuna vel. 19. desember 2023 14:23
Sjónarspil gærkvöldsins engu líkt „Sú sjón sem við sáum í gærkvöldi og náðum að fanga var eitthvað sem við höfum ekki séð síðan þessir eldar byrjuðu á Reykjanesi árið 2021,“ segir myndatökumaðurinn Björn Steinbekk. Hann flaug dróna sínum yfir eldgosinu í nótt. 19. desember 2023 14:17