Jólahugvekja um aðbúnað svína Darri Gunnarsson og Rósa Líf Darradóttir skrifa 19. desember 2023 12:31 Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) standa nú annað árið í röð fyrir auglýsingaherferð sem hvetur fólk til þess að kaupa ekki hamborgarhrygg í jólamatinn. Þessi grein er hugvekja um það efni. Einhverjum kann að þykja þetta frekleg afskipti af jólahefðum fjölskyldunnar. Það er ekki ætlunin heldur vekja fólk til umhugsunar um meðferð dýra og benda á að kaup á svínakjöti er í flestum tilfellum stuðningur við hræðilega meðferð dýra. Lög um velferð dýra segja til um að dýr eiga að hafa tækifæri til að upplifa sitt náttúrulega atferli. Þetta er ein af lágmarkskröfum til að halda dýr. Iðnaðarframleiðsla á svínakjöti, sem ekki getur talist búskapur, uppfyllir engan veginn þetta skilyrði. Gyltum er haldið föngum í þröngum gotstíum. Afkastageta þeirra til að skila af sér sem flestum grísum er hámörkuð. Gyltur eru frá náttúrunnar hendi afar ljúfar og umhyggjusamar mæður en búa við aðstæður þar sem þær geta á engan hátt sinnt grísunum sínum. Flest erum við dýravinir. Við viljum að dýrum líði vel og njóti góðs lífs. Við gerum kröfu um, treystum og jafnvel trúum að kjöt sem framleitt er á Íslandi uppfylli slík skilyrði. Framleiðsla á svínakjöti gerir það ekki. Fæst okkar þekkja til framleiðslunnar enda er það hagur framleiðenda að halda upplýsingum um hana leyndum. Svín er greind, leikglöð og ljúf en þeim er búið hræðilegt líf í svínabúum landsins. Með kaupum á vörum frá slíkum búum eru neytendur að samþykkja og styðja við illa meðferð dýra. Samþykki og stuðning veitum við í skjóli sjálfsblekkingar eða vanþekkingar um starfsemina. Tilgangur þessarar greinar er að hvetja fólk til að leiða hugann að því hvað gera þarf til að koma hamborgarhryggnum á diskinn okkar. Svínum er aldrei hleypt út og geta því aldrei andað að sér fersku lofti. Þau fá ekki að leika sér við eðlilegar aðstæður eða róta í moldinni með trýni sínu. Gylturnar gjóta allt að þrisvar sinnum á ári. Þær dvelja langdvölum í stíum sem eru svo þröngar að þær geta ekki snúið sér við. Þær geta einungis staðið upp og lagst niður. Þær geta ekki hnusað af grísum sínum sem sjúga spena í gegnum rimla. Tennur og halar grísa eru klippt án deyfingar af starfsfólki verksmiðjubúa. Það er í trássi við lög og reglur. Halaklipping er sársaukafull aðgerð þar sem bein eru klippt af dýrinu. Þessi hreinlátu dýr eru svo látin dúsa í þröngum stíum í úrgangi sínum. Lokaskref framleiðslunnar fer fram í gasklefa við hræðilegar aðstæður. Hópur svína er þá rekinn í klefa og opnað er fyrir kæfigas. Í gasklefum má kæfa hóp svína til meðvitundarleysis en það getur tekið 60 kvalarfullar sekúndur. Gasið er mjög ertandi og veldur sviða í slímhúðum og mikilli andnauð. Matvælaöryggisstofnun Evrópu metur notkun gasklefa við slátrun svína alvarlegt velferðarmál þar sem aðferðin veldur ótta, streitu og sársauka. Svín eru eins og við. Þau skynja umhverfi sitt og finna til í vondum aðstæðum. Þau eru tilfinningaverur sem gleðjast, hræðast, kvíða og sakna. Þau geta lært að spila tölvuleiki og kunna að meta tónlist. Þau sýna félögum sínum samkennd. Maðurinn býr líka yfir þeim góða eiginleika. Veitum þessum eiginleika rými í ákvarðanatöku okkar. Hugum að því hvers konar framleiðslu við styðjum þegar við veljum jólamatinn. Fólk getur minnkað þjáningarspor sitt til muna með því að hafna svínaafurðum. Höfnum verksmiðjubúskap og sleppum hamborgarhryggnum þessi jól. Fylgist með á instagram og facebook aðgangi samtakanna á @dyravelferd Darri Gunnarsson, verkfræðingur Rósa Líf Darradóttir, læknir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matvælaframleiðsla Dýraheilbrigði Rósa Líf Darradóttir Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) standa nú annað árið í röð fyrir auglýsingaherferð sem hvetur fólk til þess að kaupa ekki hamborgarhrygg í jólamatinn. Þessi grein er hugvekja um það efni. Einhverjum kann að þykja þetta frekleg afskipti af jólahefðum fjölskyldunnar. Það er ekki ætlunin heldur vekja fólk til umhugsunar um meðferð dýra og benda á að kaup á svínakjöti er í flestum tilfellum stuðningur við hræðilega meðferð dýra. Lög um velferð dýra segja til um að dýr eiga að hafa tækifæri til að upplifa sitt náttúrulega atferli. Þetta er ein af lágmarkskröfum til að halda dýr. Iðnaðarframleiðsla á svínakjöti, sem ekki getur talist búskapur, uppfyllir engan veginn þetta skilyrði. Gyltum er haldið föngum í þröngum gotstíum. Afkastageta þeirra til að skila af sér sem flestum grísum er hámörkuð. Gyltur eru frá náttúrunnar hendi afar ljúfar og umhyggjusamar mæður en búa við aðstæður þar sem þær geta á engan hátt sinnt grísunum sínum. Flest erum við dýravinir. Við viljum að dýrum líði vel og njóti góðs lífs. Við gerum kröfu um, treystum og jafnvel trúum að kjöt sem framleitt er á Íslandi uppfylli slík skilyrði. Framleiðsla á svínakjöti gerir það ekki. Fæst okkar þekkja til framleiðslunnar enda er það hagur framleiðenda að halda upplýsingum um hana leyndum. Svín er greind, leikglöð og ljúf en þeim er búið hræðilegt líf í svínabúum landsins. Með kaupum á vörum frá slíkum búum eru neytendur að samþykkja og styðja við illa meðferð dýra. Samþykki og stuðning veitum við í skjóli sjálfsblekkingar eða vanþekkingar um starfsemina. Tilgangur þessarar greinar er að hvetja fólk til að leiða hugann að því hvað gera þarf til að koma hamborgarhryggnum á diskinn okkar. Svínum er aldrei hleypt út og geta því aldrei andað að sér fersku lofti. Þau fá ekki að leika sér við eðlilegar aðstæður eða róta í moldinni með trýni sínu. Gylturnar gjóta allt að þrisvar sinnum á ári. Þær dvelja langdvölum í stíum sem eru svo þröngar að þær geta ekki snúið sér við. Þær geta einungis staðið upp og lagst niður. Þær geta ekki hnusað af grísum sínum sem sjúga spena í gegnum rimla. Tennur og halar grísa eru klippt án deyfingar af starfsfólki verksmiðjubúa. Það er í trássi við lög og reglur. Halaklipping er sársaukafull aðgerð þar sem bein eru klippt af dýrinu. Þessi hreinlátu dýr eru svo látin dúsa í þröngum stíum í úrgangi sínum. Lokaskref framleiðslunnar fer fram í gasklefa við hræðilegar aðstæður. Hópur svína er þá rekinn í klefa og opnað er fyrir kæfigas. Í gasklefum má kæfa hóp svína til meðvitundarleysis en það getur tekið 60 kvalarfullar sekúndur. Gasið er mjög ertandi og veldur sviða í slímhúðum og mikilli andnauð. Matvælaöryggisstofnun Evrópu metur notkun gasklefa við slátrun svína alvarlegt velferðarmál þar sem aðferðin veldur ótta, streitu og sársauka. Svín eru eins og við. Þau skynja umhverfi sitt og finna til í vondum aðstæðum. Þau eru tilfinningaverur sem gleðjast, hræðast, kvíða og sakna. Þau geta lært að spila tölvuleiki og kunna að meta tónlist. Þau sýna félögum sínum samkennd. Maðurinn býr líka yfir þeim góða eiginleika. Veitum þessum eiginleika rými í ákvarðanatöku okkar. Hugum að því hvers konar framleiðslu við styðjum þegar við veljum jólamatinn. Fólk getur minnkað þjáningarspor sitt til muna með því að hafna svínaafurðum. Höfnum verksmiðjubúskap og sleppum hamborgarhryggnum þessi jól. Fylgist með á instagram og facebook aðgangi samtakanna á @dyravelferd Darri Gunnarsson, verkfræðingur Rósa Líf Darradóttir, læknir
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun