Hugmyndin að þungarokksballett kviknaði við uppvaskið Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 19. desember 2023 11:00 Dansarinn og danshöfundurinn Selma Reynisdóttir er listrænn stjórnandi verksins Satanvatnið sem verður frumsýnt á stysta degi ársins. Owen Fiene Selma Reynisdóttir, dansari og danshöfundur, var að vaska upp heima hjá sér á meðan hún hlustaði endurtekið á lagið Trooper með Iron Maiden. Í miðju stússinu tók hún eftir því að hún var farin að taka nokkur vel valin ballett spor í eldhúsinu sem smellpössuðu við ógleymalega bassalínu Steve Harris. „Eftir það varð ekki aftur snúið og ég fór að spyrja listafólk sem ég leit upp til hvort það væri ekki til í að taka þátt í þungarokksballett, sem fékk vinnutitilinn HELVÍTI BRENNUR! Það var síðan tónlistarstjóri sýningarinnar Katrín Helga Andrésdóttir sem svaraði: Snilld, ég er til, en hvað með titilinn Satanvatnið?“ segir Selma sem er listrænn stjórnandi verksins. View this post on Instagram A post shared by selmar (@selmareynis) Tveir andstæðir heimar með sameiginlega fleti Sýningin Satanvatnið verður frumsýnd á stysta degi ársins 21. desember í Tjarnarbíó. „Það hefur verið ótrúlega gaman að gramsa í þessum tveimur listformum, ballett og þungarokki, sem hvoru tveggja eru gegnsýrð af góðum klisjum, gimmík og dramatískum sviðssetningum,“ segir Selma og bætir við: „Margir tengja ballett og þungarokk við tvo andstæða heima en verkefnið einblínir frekar á sameiginlega fleti listformanna. Þar má nefna drauminn um prímaballerínur og hetju gítarleikara þar sem ófáir unglingar verja árum saman í að ná fullkomnu valdi á sinni tækni í þeirri von um að einn daginn fái þau að taka mikilfenglegt sóló undir hita ljóskastaranna og fagnaðarlátum áhorfenda.“ Indy Alda Souda Yansane og Bjartey Elín Hauksdóttir eru meðal dansara.Aðsend „Ekki má gleyma þjáningu holdsins“ Hún segir sömuleiðis hádramatíska togstreitu á milli góðs og ills endurtekið þema. „Og ekki má gleyma þjáningu holdsins sem er oftar en ekki algjör. Þetta þekkja flestir þeir sem hafa einhvern tíma stigið í táskó. Þegar litið er á vestræna menningu eiga þessi listform það einnig sameiginlegt að tilheyra milli- og efri stétt þjóðfélagsins, þar sem vestrænt þungarokk reynir þó að vera í einhverskonar mótþróa við hvíta millistéttar-menningu og er góð útrás fyrir tilfinningar eins og reiði.“ Hópurinn á æfingu.Aðsend Fjölbreyttur hópur listafólks kemur saman að verkefninu ásamt Selmu og Katrínu Helgu. Þau eru Þórdís Nadia Semichat, Alexía Rós Gylfadóttir, Rakel Andrésdóttir, Juliette Louste, Ingibjörg Elsa Turchi, Lovísa Elísabet Sigurðardóttir, Bjartey Elín Hauksdóttir, Indy Alda Souda Yansane, Olivia Teresa Due Pyszko, Valgeir Skorri Vernharðsson og Saga Kjerúlf Sigurðardóttir. Fyrsti frumsamdi þungarokksballettinn „Það hefur verið rosalega krefjandi en nærandi að fá að vinna svona náið með bæði dönsurum og hljómsveit. Það er ekki á hverjum degi sem maður fær tækifæri til þess að vinna með bæði tónlist og dans þar sem hvort tveggja fær að hafa áhrif og móta; kóreógrafíu annarsvegar og lagasmíði hins vegar. Um tíma vann hópurinn sem samanstendur að sýningunni í þeirri trú um að þau væru að frumsýna fyrsta þungarokksballett sögunnar, en ballettinn í Birmingham varð fyrri til og frumsýndi ballett með tónlist eftir Black Sabbath í september. Þeir sem koma á Satanvatnið geta því ekki einungis orðið vitni að næstum því fyrsta þungarokksballett heims, heldur munu þau líka upplifa fyrsta frumsamda þungarokkballett heims. Ekki nóg með það, heldur verður 21. desember einnig frumsýningardagur fyrir fyrsta frumsamda ballett Íslands,“ segir Selma að lokum. Dans Menning Sýningar á Íslandi Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
„Eftir það varð ekki aftur snúið og ég fór að spyrja listafólk sem ég leit upp til hvort það væri ekki til í að taka þátt í þungarokksballett, sem fékk vinnutitilinn HELVÍTI BRENNUR! Það var síðan tónlistarstjóri sýningarinnar Katrín Helga Andrésdóttir sem svaraði: Snilld, ég er til, en hvað með titilinn Satanvatnið?“ segir Selma sem er listrænn stjórnandi verksins. View this post on Instagram A post shared by selmar (@selmareynis) Tveir andstæðir heimar með sameiginlega fleti Sýningin Satanvatnið verður frumsýnd á stysta degi ársins 21. desember í Tjarnarbíó. „Það hefur verið ótrúlega gaman að gramsa í þessum tveimur listformum, ballett og þungarokki, sem hvoru tveggja eru gegnsýrð af góðum klisjum, gimmík og dramatískum sviðssetningum,“ segir Selma og bætir við: „Margir tengja ballett og þungarokk við tvo andstæða heima en verkefnið einblínir frekar á sameiginlega fleti listformanna. Þar má nefna drauminn um prímaballerínur og hetju gítarleikara þar sem ófáir unglingar verja árum saman í að ná fullkomnu valdi á sinni tækni í þeirri von um að einn daginn fái þau að taka mikilfenglegt sóló undir hita ljóskastaranna og fagnaðarlátum áhorfenda.“ Indy Alda Souda Yansane og Bjartey Elín Hauksdóttir eru meðal dansara.Aðsend „Ekki má gleyma þjáningu holdsins“ Hún segir sömuleiðis hádramatíska togstreitu á milli góðs og ills endurtekið þema. „Og ekki má gleyma þjáningu holdsins sem er oftar en ekki algjör. Þetta þekkja flestir þeir sem hafa einhvern tíma stigið í táskó. Þegar litið er á vestræna menningu eiga þessi listform það einnig sameiginlegt að tilheyra milli- og efri stétt þjóðfélagsins, þar sem vestrænt þungarokk reynir þó að vera í einhverskonar mótþróa við hvíta millistéttar-menningu og er góð útrás fyrir tilfinningar eins og reiði.“ Hópurinn á æfingu.Aðsend Fjölbreyttur hópur listafólks kemur saman að verkefninu ásamt Selmu og Katrínu Helgu. Þau eru Þórdís Nadia Semichat, Alexía Rós Gylfadóttir, Rakel Andrésdóttir, Juliette Louste, Ingibjörg Elsa Turchi, Lovísa Elísabet Sigurðardóttir, Bjartey Elín Hauksdóttir, Indy Alda Souda Yansane, Olivia Teresa Due Pyszko, Valgeir Skorri Vernharðsson og Saga Kjerúlf Sigurðardóttir. Fyrsti frumsamdi þungarokksballettinn „Það hefur verið rosalega krefjandi en nærandi að fá að vinna svona náið með bæði dönsurum og hljómsveit. Það er ekki á hverjum degi sem maður fær tækifæri til þess að vinna með bæði tónlist og dans þar sem hvort tveggja fær að hafa áhrif og móta; kóreógrafíu annarsvegar og lagasmíði hins vegar. Um tíma vann hópurinn sem samanstendur að sýningunni í þeirri trú um að þau væru að frumsýna fyrsta þungarokksballett sögunnar, en ballettinn í Birmingham varð fyrri til og frumsýndi ballett með tónlist eftir Black Sabbath í september. Þeir sem koma á Satanvatnið geta því ekki einungis orðið vitni að næstum því fyrsta þungarokksballett heims, heldur munu þau líka upplifa fyrsta frumsamda þungarokkballett heims. Ekki nóg með það, heldur verður 21. desember einnig frumsýningardagur fyrir fyrsta frumsamda ballett Íslands,“ segir Selma að lokum.
Dans Menning Sýningar á Íslandi Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira