Drykkjarvörur og konfekt hækka mest Margrét Björk Jónsdóttir og Lovísa Arnardóttir skrifa 18. desember 2023 20:55 Nær öll matvara hefur hækkað á milli ára, samkvæmt nýrri verðkönnun ASÍ. Vísir/Vilhelm Dæmi eru um að verð á jólamatvörum hafi hækkað um tugi prósenta á milli ára. Samkvæmt nýrri verðkönnun ASÍ hefur jólamaturinn hækkað um allt að 17 prósent. Landsmenn finna misvel fyrir hækkuninni. ASÍ safnaði verðum þann 13. desember síðastliðinn og báru saman við verð í sambærilegri könnun sem framkvæmd var sama dag, ári áður. Vísitala matvöruverðs hækkaði um 11% á tímabilinu. Verð hækkaði mest í versluninni Iceland, þar sem matvaran hækkaði að meðaltali um 17 prósent. Drykkjarvörur í Iceland voru sá flokkur sem mest hækkaði í verði, eða um 48 prósent. Matur í Heimkaupum hækkaði minnst, að meðaltali um 6 prósent. Þá hafði Hagkaup hækkað verð á 95 prósent af vörum sínum á milli ára. Verð á drykkjarvöru og konfekti hækkar mest Hækkunin er misjöfn milli verslana en dæmi eru um að Machintosdolla hafi hækkað um 45 prósent, lambahryggur um 35 prósent og appelsín um 50 prósent. Fréttastofa fór á stúfana í dag og ræddi við nokkra einstaklinga um hækkanirnar og hvort þær hefðu áhrif á þeirra innkaup. „Maður er að passa sig og halda betur utan um peningana. Það verður leyft sér minna,“ sagði Petrea. Hún sagðist helst skera niður í gjafa-og matarinnkaupum fyrir jólin. Ingjbjörg Óðinsdóttir sagði hækkað matarverð hafa áhrif á sig allt árið um kring, ekki bara nú fyrir jólinn. Matseðilinn hefði breyst, hún keypti minna kjöt og aðrar dýrar vörur. Sita tók í svipaðan streng og sagðist takmarka það sem hún keypti. Hún kaupir inn fyrir vini sína og fjölskyldumeðlimi árlega en neyðist til að kaupa minna í ár. En hækkandi verðlag bítur ekki alla, til dæmis ekki Guðjónu Ásgrímsdóttur sem kaupir það sama og áður. Það sama gildir um Berglindi Agnarsdóttur. „Maður splæsir bara, en það er alltaf jafn blóðugt.“ Neytendur Verðlag Matvöruverslun Matur Jól Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Sjá meira
ASÍ safnaði verðum þann 13. desember síðastliðinn og báru saman við verð í sambærilegri könnun sem framkvæmd var sama dag, ári áður. Vísitala matvöruverðs hækkaði um 11% á tímabilinu. Verð hækkaði mest í versluninni Iceland, þar sem matvaran hækkaði að meðaltali um 17 prósent. Drykkjarvörur í Iceland voru sá flokkur sem mest hækkaði í verði, eða um 48 prósent. Matur í Heimkaupum hækkaði minnst, að meðaltali um 6 prósent. Þá hafði Hagkaup hækkað verð á 95 prósent af vörum sínum á milli ára. Verð á drykkjarvöru og konfekti hækkar mest Hækkunin er misjöfn milli verslana en dæmi eru um að Machintosdolla hafi hækkað um 45 prósent, lambahryggur um 35 prósent og appelsín um 50 prósent. Fréttastofa fór á stúfana í dag og ræddi við nokkra einstaklinga um hækkanirnar og hvort þær hefðu áhrif á þeirra innkaup. „Maður er að passa sig og halda betur utan um peningana. Það verður leyft sér minna,“ sagði Petrea. Hún sagðist helst skera niður í gjafa-og matarinnkaupum fyrir jólin. Ingjbjörg Óðinsdóttir sagði hækkað matarverð hafa áhrif á sig allt árið um kring, ekki bara nú fyrir jólinn. Matseðilinn hefði breyst, hún keypti minna kjöt og aðrar dýrar vörur. Sita tók í svipaðan streng og sagðist takmarka það sem hún keypti. Hún kaupir inn fyrir vini sína og fjölskyldumeðlimi árlega en neyðist til að kaupa minna í ár. En hækkandi verðlag bítur ekki alla, til dæmis ekki Guðjónu Ásgrímsdóttur sem kaupir það sama og áður. Það sama gildir um Berglindi Agnarsdóttur. „Maður splæsir bara, en það er alltaf jafn blóðugt.“
Neytendur Verðlag Matvöruverslun Matur Jól Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Sjá meira