Gary Anderson örugglega áfram í Alexandra Palace Smári Jökull Jónsson skrifar 16. desember 2023 23:17 Gary Anderson og Simon Whitlock mættust í lokaleiknum í kvöld. Vísir/Getty Fjörið í Alexandra Palace hélt áfram í kvöld og fjórir pílukastarar tryggðu sér sæti í 64-manna úrslitum. Fyrsti leikur kvöldsins var leikur Englendingsins Jamie Hughes og David Cameron frá Kanada. Hughes hafði betur í fjórum settum og vann 3-1. Þetta er fyrsti sigur Hughes í Alexandra Palace og hann mætir Pólverjanum Krzysztof Ratajski í næstu umferð. Jamie Hughes átti erfitt með tilfinningarnar eftir sigurinn í kvöld.Vísir/Getty Næst mættust þeir Keane Barry og Reynaldo Rivera frá Filipseyjum. Rivera virtist gera í því að hægja á leiknum og tók sér góðan tíma í öll köst. Barry var þó sterkari en hann hafði tapað síðustu sex viðureignum sínum fyrir mótið. Barry vann 3-1 sigur að lokum og mætir Michael Van Gerwen í næstu umferð. Keane Barry vann góðan sigur í kvöld.Vísir/Getty Scott Williams frá Englandi mætti Japananum Haruki Muramatsu í þriðja leik kvöldsins. Williams byrjaði vel og setti snemma tvær pílur í reitinn fyrir þreföld tuttugu stig og ætlaði sér að klára 180 stig með nokkurs konar „no look“ kasti. Það klikkaði en Williams kláraði þess í stað þegar hann átti 120 stig eftir. Hann vann fyrstu tvö settin en Muramatsu vann þriðja settið 3-0 og minnkaði muninn í 2-1. Fjórða settið var spennandi en það vann Williams 3-1 eftir að hafa klárað leikinn með kasti beint í miðjuna á spjaldinu. Lokatölur 3-1 og Williams kominn áfram. Scott Williams tryggði sér sæti í næstu umferð.Vísir/Getty Lokaviðureign kvöldsins var leikur Skotans Gary Anderson og hins skrautlega Simon Whitlock frá Ástralíu. Anderson er tvöfaldur heimsmeistari frá árunum 2015 og 2016 og eitt af stóru nöfnunum í Alexandra Palace. Anderson vann fyrsta settið örugglega og byrjaði á að setja fyrstu fimm pílurnar í reitinn sem gefur hæsta mögulega skor sem er 60 stig. Anderson komst síðan í 2-0 í öðru settinu. Whitlock var ekki að spila vel en minnkaði muninn í 2-1 en Anderson vann fjórða leikinn og var þar með kominn í 2-0 í leiknum. Whitlock lék betur í þriðja settinu og var að sækja mun fleiri stig en í fyrri tveimur settunum. Það dugði þó ekki til því Anderson vann settið 3-2 og leikinn þar með 3-0. Pílukast Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Sjá meira
Fyrsti leikur kvöldsins var leikur Englendingsins Jamie Hughes og David Cameron frá Kanada. Hughes hafði betur í fjórum settum og vann 3-1. Þetta er fyrsti sigur Hughes í Alexandra Palace og hann mætir Pólverjanum Krzysztof Ratajski í næstu umferð. Jamie Hughes átti erfitt með tilfinningarnar eftir sigurinn í kvöld.Vísir/Getty Næst mættust þeir Keane Barry og Reynaldo Rivera frá Filipseyjum. Rivera virtist gera í því að hægja á leiknum og tók sér góðan tíma í öll köst. Barry var þó sterkari en hann hafði tapað síðustu sex viðureignum sínum fyrir mótið. Barry vann 3-1 sigur að lokum og mætir Michael Van Gerwen í næstu umferð. Keane Barry vann góðan sigur í kvöld.Vísir/Getty Scott Williams frá Englandi mætti Japananum Haruki Muramatsu í þriðja leik kvöldsins. Williams byrjaði vel og setti snemma tvær pílur í reitinn fyrir þreföld tuttugu stig og ætlaði sér að klára 180 stig með nokkurs konar „no look“ kasti. Það klikkaði en Williams kláraði þess í stað þegar hann átti 120 stig eftir. Hann vann fyrstu tvö settin en Muramatsu vann þriðja settið 3-0 og minnkaði muninn í 2-1. Fjórða settið var spennandi en það vann Williams 3-1 eftir að hafa klárað leikinn með kasti beint í miðjuna á spjaldinu. Lokatölur 3-1 og Williams kominn áfram. Scott Williams tryggði sér sæti í næstu umferð.Vísir/Getty Lokaviðureign kvöldsins var leikur Skotans Gary Anderson og hins skrautlega Simon Whitlock frá Ástralíu. Anderson er tvöfaldur heimsmeistari frá árunum 2015 og 2016 og eitt af stóru nöfnunum í Alexandra Palace. Anderson vann fyrsta settið örugglega og byrjaði á að setja fyrstu fimm pílurnar í reitinn sem gefur hæsta mögulega skor sem er 60 stig. Anderson komst síðan í 2-0 í öðru settinu. Whitlock var ekki að spila vel en minnkaði muninn í 2-1 en Anderson vann fjórða leikinn og var þar með kominn í 2-0 í leiknum. Whitlock lék betur í þriðja settinu og var að sækja mun fleiri stig en í fyrri tveimur settunum. Það dugði þó ekki til því Anderson vann settið 3-2 og leikinn þar með 3-0.
Pílukast Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Sjá meira