Gary Anderson örugglega áfram í Alexandra Palace Smári Jökull Jónsson skrifar 16. desember 2023 23:17 Gary Anderson og Simon Whitlock mættust í lokaleiknum í kvöld. Vísir/Getty Fjörið í Alexandra Palace hélt áfram í kvöld og fjórir pílukastarar tryggðu sér sæti í 64-manna úrslitum. Fyrsti leikur kvöldsins var leikur Englendingsins Jamie Hughes og David Cameron frá Kanada. Hughes hafði betur í fjórum settum og vann 3-1. Þetta er fyrsti sigur Hughes í Alexandra Palace og hann mætir Pólverjanum Krzysztof Ratajski í næstu umferð. Jamie Hughes átti erfitt með tilfinningarnar eftir sigurinn í kvöld.Vísir/Getty Næst mættust þeir Keane Barry og Reynaldo Rivera frá Filipseyjum. Rivera virtist gera í því að hægja á leiknum og tók sér góðan tíma í öll köst. Barry var þó sterkari en hann hafði tapað síðustu sex viðureignum sínum fyrir mótið. Barry vann 3-1 sigur að lokum og mætir Michael Van Gerwen í næstu umferð. Keane Barry vann góðan sigur í kvöld.Vísir/Getty Scott Williams frá Englandi mætti Japananum Haruki Muramatsu í þriðja leik kvöldsins. Williams byrjaði vel og setti snemma tvær pílur í reitinn fyrir þreföld tuttugu stig og ætlaði sér að klára 180 stig með nokkurs konar „no look“ kasti. Það klikkaði en Williams kláraði þess í stað þegar hann átti 120 stig eftir. Hann vann fyrstu tvö settin en Muramatsu vann þriðja settið 3-0 og minnkaði muninn í 2-1. Fjórða settið var spennandi en það vann Williams 3-1 eftir að hafa klárað leikinn með kasti beint í miðjuna á spjaldinu. Lokatölur 3-1 og Williams kominn áfram. Scott Williams tryggði sér sæti í næstu umferð.Vísir/Getty Lokaviðureign kvöldsins var leikur Skotans Gary Anderson og hins skrautlega Simon Whitlock frá Ástralíu. Anderson er tvöfaldur heimsmeistari frá árunum 2015 og 2016 og eitt af stóru nöfnunum í Alexandra Palace. Anderson vann fyrsta settið örugglega og byrjaði á að setja fyrstu fimm pílurnar í reitinn sem gefur hæsta mögulega skor sem er 60 stig. Anderson komst síðan í 2-0 í öðru settinu. Whitlock var ekki að spila vel en minnkaði muninn í 2-1 en Anderson vann fjórða leikinn og var þar með kominn í 2-0 í leiknum. Whitlock lék betur í þriðja settinu og var að sækja mun fleiri stig en í fyrri tveimur settunum. Það dugði þó ekki til því Anderson vann settið 3-2 og leikinn þar með 3-0. Pílukast Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Sjá meira
Fyrsti leikur kvöldsins var leikur Englendingsins Jamie Hughes og David Cameron frá Kanada. Hughes hafði betur í fjórum settum og vann 3-1. Þetta er fyrsti sigur Hughes í Alexandra Palace og hann mætir Pólverjanum Krzysztof Ratajski í næstu umferð. Jamie Hughes átti erfitt með tilfinningarnar eftir sigurinn í kvöld.Vísir/Getty Næst mættust þeir Keane Barry og Reynaldo Rivera frá Filipseyjum. Rivera virtist gera í því að hægja á leiknum og tók sér góðan tíma í öll köst. Barry var þó sterkari en hann hafði tapað síðustu sex viðureignum sínum fyrir mótið. Barry vann 3-1 sigur að lokum og mætir Michael Van Gerwen í næstu umferð. Keane Barry vann góðan sigur í kvöld.Vísir/Getty Scott Williams frá Englandi mætti Japananum Haruki Muramatsu í þriðja leik kvöldsins. Williams byrjaði vel og setti snemma tvær pílur í reitinn fyrir þreföld tuttugu stig og ætlaði sér að klára 180 stig með nokkurs konar „no look“ kasti. Það klikkaði en Williams kláraði þess í stað þegar hann átti 120 stig eftir. Hann vann fyrstu tvö settin en Muramatsu vann þriðja settið 3-0 og minnkaði muninn í 2-1. Fjórða settið var spennandi en það vann Williams 3-1 eftir að hafa klárað leikinn með kasti beint í miðjuna á spjaldinu. Lokatölur 3-1 og Williams kominn áfram. Scott Williams tryggði sér sæti í næstu umferð.Vísir/Getty Lokaviðureign kvöldsins var leikur Skotans Gary Anderson og hins skrautlega Simon Whitlock frá Ástralíu. Anderson er tvöfaldur heimsmeistari frá árunum 2015 og 2016 og eitt af stóru nöfnunum í Alexandra Palace. Anderson vann fyrsta settið örugglega og byrjaði á að setja fyrstu fimm pílurnar í reitinn sem gefur hæsta mögulega skor sem er 60 stig. Anderson komst síðan í 2-0 í öðru settinu. Whitlock var ekki að spila vel en minnkaði muninn í 2-1 en Anderson vann fjórða leikinn og var þar með kominn í 2-0 í leiknum. Whitlock lék betur í þriðja settinu og var að sækja mun fleiri stig en í fyrri tveimur settunum. Það dugði þó ekki til því Anderson vann settið 3-2 og leikinn þar með 3-0.
Pílukast Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Sjá meira