Landris hefur „svo gott sem stöðvast“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. desember 2023 17:54 Landris hefur verulega dregið úr sér á síðustu dögum. Vísir/Vilhelm Landris við Svartsengi virðist hafaverulega dregið úr sér og segir Eldfjalla- og náttúrúvárhópur Suðurlands í færslu sinni á Facebook að það hafi svo gott sem stöðvast. Á rauntímamælum Veðurstofunnar og Jarðvísindadeildar Háskóla Íslands sést lítið sem ekkert landris við mæla í Svartsengi, Eldvörpum og Skipastígahrauni. Síðan 10. nóvember hefur mælst mikið landris en byrjaði að draga úr hraða landrissins í kringum mánaðamót. Veðurstofan bíður nákvæmari mælinga Sigríður Kristjánsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segist vilja bíða með að lýsa afgerandi yfir því hver staðan er. Veðrið sé búið að vera trufla og því eru mælingar ekki eins nákvæmar. „Við viljum fá bæði fleiri punkta úr þessum gps-gögnum og gefa okkur aðeins lengri tíma til að sjá hvað raunverulega er í gangi. Hvort jörðin sé hætt við þetta eða hvort hún er að halda áfram. Við viljum bíða aðeins og fá skýrari mynd,“ segir hún í samtali við fréttastofu. „Það er að hægja á þessu en spurningin er hvort þetta sé stopp eða ekki,“ segir hún einnig. Skjálftar mælist áfram „Enn eru sjáanlegar láréttar hreyfingar á nokkrum mælum, en verulega hefur dregið úr þeim líka. Um mánaðamótin kom fram að landrisið væri ein aðalástæða þess að áfram væri enn í gildi rýming í Grindavík,“ segir í færslunni. Í frétt sem Veðurstofan birti á síðu sinni fyrr í dag kemur fram að skjálftavirkni sé væg er mælist þó á öllu svæðinu. Um 460 skjálftar hafa, samkvæmt þeim, mælst síðan á þriðjudag, þar af 30 yfir 1,0 og stærsti 2,8. Þar kemur einnig fram að mælingar sýni að landris haldi áfram. Núverandi hættumat gildir til 20. desember næstkomandi. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira
Á rauntímamælum Veðurstofunnar og Jarðvísindadeildar Háskóla Íslands sést lítið sem ekkert landris við mæla í Svartsengi, Eldvörpum og Skipastígahrauni. Síðan 10. nóvember hefur mælst mikið landris en byrjaði að draga úr hraða landrissins í kringum mánaðamót. Veðurstofan bíður nákvæmari mælinga Sigríður Kristjánsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segist vilja bíða með að lýsa afgerandi yfir því hver staðan er. Veðrið sé búið að vera trufla og því eru mælingar ekki eins nákvæmar. „Við viljum fá bæði fleiri punkta úr þessum gps-gögnum og gefa okkur aðeins lengri tíma til að sjá hvað raunverulega er í gangi. Hvort jörðin sé hætt við þetta eða hvort hún er að halda áfram. Við viljum bíða aðeins og fá skýrari mynd,“ segir hún í samtali við fréttastofu. „Það er að hægja á þessu en spurningin er hvort þetta sé stopp eða ekki,“ segir hún einnig. Skjálftar mælist áfram „Enn eru sjáanlegar láréttar hreyfingar á nokkrum mælum, en verulega hefur dregið úr þeim líka. Um mánaðamótin kom fram að landrisið væri ein aðalástæða þess að áfram væri enn í gildi rýming í Grindavík,“ segir í færslunni. Í frétt sem Veðurstofan birti á síðu sinni fyrr í dag kemur fram að skjálftavirkni sé væg er mælist þó á öllu svæðinu. Um 460 skjálftar hafa, samkvæmt þeim, mælst síðan á þriðjudag, þar af 30 yfir 1,0 og stærsti 2,8. Þar kemur einnig fram að mælingar sýni að landris haldi áfram. Núverandi hættumat gildir til 20. desember næstkomandi.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira