Landris hefur „svo gott sem stöðvast“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. desember 2023 17:54 Landris hefur verulega dregið úr sér á síðustu dögum. Vísir/Vilhelm Landris við Svartsengi virðist hafaverulega dregið úr sér og segir Eldfjalla- og náttúrúvárhópur Suðurlands í færslu sinni á Facebook að það hafi svo gott sem stöðvast. Á rauntímamælum Veðurstofunnar og Jarðvísindadeildar Háskóla Íslands sést lítið sem ekkert landris við mæla í Svartsengi, Eldvörpum og Skipastígahrauni. Síðan 10. nóvember hefur mælst mikið landris en byrjaði að draga úr hraða landrissins í kringum mánaðamót. Veðurstofan bíður nákvæmari mælinga Sigríður Kristjánsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segist vilja bíða með að lýsa afgerandi yfir því hver staðan er. Veðrið sé búið að vera trufla og því eru mælingar ekki eins nákvæmar. „Við viljum fá bæði fleiri punkta úr þessum gps-gögnum og gefa okkur aðeins lengri tíma til að sjá hvað raunverulega er í gangi. Hvort jörðin sé hætt við þetta eða hvort hún er að halda áfram. Við viljum bíða aðeins og fá skýrari mynd,“ segir hún í samtali við fréttastofu. „Það er að hægja á þessu en spurningin er hvort þetta sé stopp eða ekki,“ segir hún einnig. Skjálftar mælist áfram „Enn eru sjáanlegar láréttar hreyfingar á nokkrum mælum, en verulega hefur dregið úr þeim líka. Um mánaðamótin kom fram að landrisið væri ein aðalástæða þess að áfram væri enn í gildi rýming í Grindavík,“ segir í færslunni. Í frétt sem Veðurstofan birti á síðu sinni fyrr í dag kemur fram að skjálftavirkni sé væg er mælist þó á öllu svæðinu. Um 460 skjálftar hafa, samkvæmt þeim, mælst síðan á þriðjudag, þar af 30 yfir 1,0 og stærsti 2,8. Þar kemur einnig fram að mælingar sýni að landris haldi áfram. Núverandi hættumat gildir til 20. desember næstkomandi. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Á rauntímamælum Veðurstofunnar og Jarðvísindadeildar Háskóla Íslands sést lítið sem ekkert landris við mæla í Svartsengi, Eldvörpum og Skipastígahrauni. Síðan 10. nóvember hefur mælst mikið landris en byrjaði að draga úr hraða landrissins í kringum mánaðamót. Veðurstofan bíður nákvæmari mælinga Sigríður Kristjánsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segist vilja bíða með að lýsa afgerandi yfir því hver staðan er. Veðrið sé búið að vera trufla og því eru mælingar ekki eins nákvæmar. „Við viljum fá bæði fleiri punkta úr þessum gps-gögnum og gefa okkur aðeins lengri tíma til að sjá hvað raunverulega er í gangi. Hvort jörðin sé hætt við þetta eða hvort hún er að halda áfram. Við viljum bíða aðeins og fá skýrari mynd,“ segir hún í samtali við fréttastofu. „Það er að hægja á þessu en spurningin er hvort þetta sé stopp eða ekki,“ segir hún einnig. Skjálftar mælist áfram „Enn eru sjáanlegar láréttar hreyfingar á nokkrum mælum, en verulega hefur dregið úr þeim líka. Um mánaðamótin kom fram að landrisið væri ein aðalástæða þess að áfram væri enn í gildi rýming í Grindavík,“ segir í færslunni. Í frétt sem Veðurstofan birti á síðu sinni fyrr í dag kemur fram að skjálftavirkni sé væg er mælist þó á öllu svæðinu. Um 460 skjálftar hafa, samkvæmt þeim, mælst síðan á þriðjudag, þar af 30 yfir 1,0 og stærsti 2,8. Þar kemur einnig fram að mælingar sýni að landris haldi áfram. Núverandi hættumat gildir til 20. desember næstkomandi.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira