Orban stöðvar 50 milljarða evru hjálparpakka ESB til Úkraínu Atli Ísleifsson skrifar 15. desember 2023 06:38 Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, styður ekki þá ákvörðun að Evrópusambandið hefji aðildarviðræður við Úkraínu. AP Stjórnvöld í Ungverjalandi hafa stöðvað fyrirhugaðan 50 milljarða evru hjálparpakka Evrópusambandsins til Úkraínu. Ákvörðun Ungverja var tekin fáeinum klukkustundum eftir að samkomulag náðist um að hefja viðræður um aðild Úkraínu að sambandinu. Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, hafði áður sagt það vera fáránlegt að hefja aðildarviðræður. Það væri sömuleiðis ótækt að ríki, sem sé ekki aðili að ESB skuli fá háar fjárhæðir frá sambandinu. Upphæðin sem um ræðir samsvarar nú um 7.500 milljörðum íslenskra króna. „Samantekt fyrir næturvaktina: neitunarvaldi beitt gegn aukafjárveitingum til Úkraínu,“ sagði Orban eftir fund leiðtogaráðs ESB sem lauk í Brussel í nótt, að því er segir í frétt BBC. Úkraína er mjög háð fjárveitingum frá ESB og Bandaríkjunum vegna stríðsreksturs eftir innrás Rússa í landið í febrúar 2022. Viðræðum fram haldið á næsta ári Aðrir leiðtogar aðildarríkja sögðu að viðræður um aðstoð til Úkraínu myndu halda áfram snemma á næsta ári. „Við erum enn með nokkurn tíma. Fjármagn Úkraínu mun ekki þrjóta á næstu vikum,“ sagði Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands. „Samkomulag náðist milli 26 ríkja. Viktor Orban, Ungverjaland, eru hins vegar ekki enn reiðubúin til þess. Ég er nokkuð öruggur um að við munum ná samkomulagi snemma á næsta ári. Við erum þá að hugsa um lok janúar.“ Charles Michel, forseti leiðtogaráðs ESB, eftir fundinn í nótt.AP Yfirgaf fundarsalinn Fyrr um daginn hafði samkomulag náðst um að ESB myndi hefja aðildarviðræður við bæði Úkraínu og Moldóvu og veita Georgíu stöðu umsóknarríkis. Ungverjaland, sem hefur viðhaldið tengslum við stjórnvöld í Rússlandi eftir innrás, hefur um langt skeið talað gegn aðild nágrannaríkis síns, Úkraínu. Orban og ungversk stjórnvöld beittu hins vegar ekki neitunarvaldi sínu í því máli, en greint var frá því að Orban hafi yfirgefið fundarsalinn þegar ákvörðunin var tekin. Lýsti Charles Michel, forseti leiðtogaráðsins, því svo yfir að ákvörðunin hafi verið einróma. Volodimír Selenskí Úkraínuforseti hefur verið á ferðalagi síðustu daga í þeim tilgangi að biðja um aukið fjármagn til stríðsrekstursins. Til umræðu hefur verið á bandaríska þinginu hvort veita skuli Úkraínumönnum 61 milljarða dali, en enn á eftir að taka ákvörðun um slíkt vegna deilna Demókrata og Repúblikana. Ungverjaland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Tengdar fréttir Úkraínu boðið að hefja aðildarviðræður við ESB Leiðtogaráð Evrópusambandsins bauð í dag Úkraínu og Moldóvu að hefja formlegar viðræður um inngöngu í sambandið. Það kom fram á fundi leiðtoganna sem stendur nú yfir í Brussel. 14. desember 2023 19:08 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Sjá meira
Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, hafði áður sagt það vera fáránlegt að hefja aðildarviðræður. Það væri sömuleiðis ótækt að ríki, sem sé ekki aðili að ESB skuli fá háar fjárhæðir frá sambandinu. Upphæðin sem um ræðir samsvarar nú um 7.500 milljörðum íslenskra króna. „Samantekt fyrir næturvaktina: neitunarvaldi beitt gegn aukafjárveitingum til Úkraínu,“ sagði Orban eftir fund leiðtogaráðs ESB sem lauk í Brussel í nótt, að því er segir í frétt BBC. Úkraína er mjög háð fjárveitingum frá ESB og Bandaríkjunum vegna stríðsreksturs eftir innrás Rússa í landið í febrúar 2022. Viðræðum fram haldið á næsta ári Aðrir leiðtogar aðildarríkja sögðu að viðræður um aðstoð til Úkraínu myndu halda áfram snemma á næsta ári. „Við erum enn með nokkurn tíma. Fjármagn Úkraínu mun ekki þrjóta á næstu vikum,“ sagði Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands. „Samkomulag náðist milli 26 ríkja. Viktor Orban, Ungverjaland, eru hins vegar ekki enn reiðubúin til þess. Ég er nokkuð öruggur um að við munum ná samkomulagi snemma á næsta ári. Við erum þá að hugsa um lok janúar.“ Charles Michel, forseti leiðtogaráðs ESB, eftir fundinn í nótt.AP Yfirgaf fundarsalinn Fyrr um daginn hafði samkomulag náðst um að ESB myndi hefja aðildarviðræður við bæði Úkraínu og Moldóvu og veita Georgíu stöðu umsóknarríkis. Ungverjaland, sem hefur viðhaldið tengslum við stjórnvöld í Rússlandi eftir innrás, hefur um langt skeið talað gegn aðild nágrannaríkis síns, Úkraínu. Orban og ungversk stjórnvöld beittu hins vegar ekki neitunarvaldi sínu í því máli, en greint var frá því að Orban hafi yfirgefið fundarsalinn þegar ákvörðunin var tekin. Lýsti Charles Michel, forseti leiðtogaráðsins, því svo yfir að ákvörðunin hafi verið einróma. Volodimír Selenskí Úkraínuforseti hefur verið á ferðalagi síðustu daga í þeim tilgangi að biðja um aukið fjármagn til stríðsrekstursins. Til umræðu hefur verið á bandaríska þinginu hvort veita skuli Úkraínumönnum 61 milljarða dali, en enn á eftir að taka ákvörðun um slíkt vegna deilna Demókrata og Repúblikana.
Ungverjaland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Tengdar fréttir Úkraínu boðið að hefja aðildarviðræður við ESB Leiðtogaráð Evrópusambandsins bauð í dag Úkraínu og Moldóvu að hefja formlegar viðræður um inngöngu í sambandið. Það kom fram á fundi leiðtoganna sem stendur nú yfir í Brussel. 14. desember 2023 19:08 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Sjá meira
Úkraínu boðið að hefja aðildarviðræður við ESB Leiðtogaráð Evrópusambandsins bauð í dag Úkraínu og Moldóvu að hefja formlegar viðræður um inngöngu í sambandið. Það kom fram á fundi leiðtoganna sem stendur nú yfir í Brussel. 14. desember 2023 19:08