Enn langt í milli Jón Þór Stefánsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 14. desember 2023 18:41 Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, munu halda áfram samningum fyrir hönd félaganna sem þau eru í forsvari fyrir. Vísir/Vilhelm Fundi Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins í kjaradeilu flugumferðastjóra er lokið. Samningsaðilar funda á ný á morgun klukkan tíu, en næsta vinnustöðvun er næstkomandi mánudag. Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segir kjaraviðræður við Samtök atvinnulífsins ganga hægt. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir flugumferðastjóra hafa fengið sama boð og aðrir fengu fyrir ári síðan. Arnar segist ósamála því. „Þá er skilningur okkar á því sem öðrum var boðið í síðustu samningaviðræðum ekki sá sami. Það er talsvert langt í milli enn þá,“ segir Arnar, sem vill einnig meina að fullyrðingar um að flugumferðarstjórar krefjist 25 prósenta launahækkunar fjarri lagi. Aðspurður út í meðallaun flugumferðarstjóra, sem eru um 1,4 milljónir króna á mánuði, segir Arnar að kjaradeilan snúist ekki um þau. Meðallaun séu ekki grunnlaun, heldur ákvarðist þau líka af vaktaálagi, óreglulegum greiðslum, og óhóflegri yfirvinnu að sögn Arnars. Arnar minnist á réttarstöðunefndarskýrslu sem var unnin um síðustu aldamót, þar sem að sagði að flugumferðarstjórar ættu að bera sig saman við atvinnuflugmenn. „Í þeim samanburði erum við talsvert á eftir enn þá.“ Arnar segist vonast til þess að samningar náist fyrir næstu vinnustöðvun sem er á mánudaginn. Aðspurður út í reiði fólks vegna verkfallsins segist Arnar hafa heyrt af henni og skilja. „Ég skil það alveg. Það er ekkert skemmtilegt þegar röskun verður á ferðahugum. Ég sjálfur er svo sem ekki að sökkva mér í kommentakerfin eða neitt slíkt, en fólk getur haft sínar skoðanir eins og það vill.“ Sigríður Margrét segir alla samningsaðila vilja komast að niðurstöðu. „Við vitum það að ófriður á vinnumarkaði er alls ekki það sem almenningur eða íslenskt atvinnulíf þarf á að halda núna.“ Hún sagðist ekki vilja ræða um kröfur flugumferðastjóra. Það væri gert við samningaborðið, en ekki í fjölmiðlum. Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Fréttir af flugi Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira
Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segir kjaraviðræður við Samtök atvinnulífsins ganga hægt. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir flugumferðastjóra hafa fengið sama boð og aðrir fengu fyrir ári síðan. Arnar segist ósamála því. „Þá er skilningur okkar á því sem öðrum var boðið í síðustu samningaviðræðum ekki sá sami. Það er talsvert langt í milli enn þá,“ segir Arnar, sem vill einnig meina að fullyrðingar um að flugumferðarstjórar krefjist 25 prósenta launahækkunar fjarri lagi. Aðspurður út í meðallaun flugumferðarstjóra, sem eru um 1,4 milljónir króna á mánuði, segir Arnar að kjaradeilan snúist ekki um þau. Meðallaun séu ekki grunnlaun, heldur ákvarðist þau líka af vaktaálagi, óreglulegum greiðslum, og óhóflegri yfirvinnu að sögn Arnars. Arnar minnist á réttarstöðunefndarskýrslu sem var unnin um síðustu aldamót, þar sem að sagði að flugumferðarstjórar ættu að bera sig saman við atvinnuflugmenn. „Í þeim samanburði erum við talsvert á eftir enn þá.“ Arnar segist vonast til þess að samningar náist fyrir næstu vinnustöðvun sem er á mánudaginn. Aðspurður út í reiði fólks vegna verkfallsins segist Arnar hafa heyrt af henni og skilja. „Ég skil það alveg. Það er ekkert skemmtilegt þegar röskun verður á ferðahugum. Ég sjálfur er svo sem ekki að sökkva mér í kommentakerfin eða neitt slíkt, en fólk getur haft sínar skoðanir eins og það vill.“ Sigríður Margrét segir alla samningsaðila vilja komast að niðurstöðu. „Við vitum það að ófriður á vinnumarkaði er alls ekki það sem almenningur eða íslenskt atvinnulíf þarf á að halda núna.“ Hún sagðist ekki vilja ræða um kröfur flugumferðastjóra. Það væri gert við samningaborðið, en ekki í fjölmiðlum.
Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Fréttir af flugi Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira