Dæmdur fyrir að hafa áreitt fjórtán ára stúlku í búningsklefa Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. desember 2023 18:45 Atvikið sem málið varðar átti sér stað í búningsklefa sundlaugar. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Maður var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum með því að ganga inn á fjórtán ára stúlku í kvennaklefa sundlaugar. Þar hafi hann gert ummæli við líkama hennar, boðið henni að sjá sinn og byrjað að girða niður um sig. Samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjaness átti atvikið sér stað 3. mars 2022. Faðir og móðir brotaþola hafi verið á vettvangi og faðir hennar, sem er starfsmaður sundlaugarinnar, sagðist hafa boðið brotaþola að fara á æfingu í líkamsræktaraðstöðu sundlaugarinnar. Hún hafi svo komið til föður síns í miklu uppnámi og sagt að maður hafi áreitt hana í kvennaklefanum. Lét eins og hann hefði ruglast á klefum Faðir brotaþola kvaðst þá hafa séð mann sem samræmdist lýsingu brotaþola á biðstöð strætisvagna nálægt sundlauginni og gengið til hans. Hann skammaði manninn og sagði honum að svona ætti hann ekki að gera. Hinn ákærði hafi þá beðist afsökunar og hlaupið á brott. Hinn ákærði gekk inn í kvennaklefann og lést eins og hann væri að ruglast og spurði hvar karlaklefinn væri. Brotaþoli hafi bent honum á það en hann hafi þá gengið lengra inn í kvennaklefann og sagt á ensku að hún væri með flottan líkama, að hann væri líka með flottan líkama og spurt hana hvort hún vildi sjá. Hann hafi þá byrjað að gyrða niður um sig buxurnar og brotaþoli hafi séð getnaðarlim hans. Hann hafi spurt brotaþoli hvaðan hún væri og hvort hún notaði hina og þessa samfélagsmiðla. Ákærði hafi jafnframt beðið brotaþola um að knúsa sig en þegar hún neitaði bað hann hana um að taka í höndina á sér sem hún hafi gert til að losna við hann. Gekk ítrekað inn í kvennaklefann Hinn ákærði viðurkenndi að hafa farið ítrekað inn í kvennaklefa laugarinnar en að það hafi verið fyrir mistök í hvert skipti. Hann sagðist hafa verið að leita að einkasvæði þar sem hann gæti farið ur fötunum og í sturtu þar sem trú hans leyfi það ekki að fara úr fötunum og þvo sér innan um annað fólk. Hann sagðist einnig ekki hafa séð skiltið við innganginn á klefanum sem gaf það til kynna að þetta væri kvennaklefi og að hann skildi ekki íslensku. Ákærði hafi gengið nokkrum sinnum inn í klefann en heyrt sturtuhljóð og því farið aftur út. Á upptökum úr öryggismyndavél í sundlauginni sást ákærði ganga mörgun sinnum inn í kvennaklefann og í síðasta skiptið hafi hann verið þar í tvær til þrjár mínutur. Hinum ákærða var gefið að sök blygðunarsemisbrot og brot gegn barnaverndarlögum og gert að sæta tveggja mánaða skilorðsbundna fangelsisvist og greiða brotaþola hálfa milljón króna í miskabætur auk vaxta ásamt því að greiða allan sakarkostnað. Dómsmál Kynferðisofbeldi Sundlaugar Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjaness átti atvikið sér stað 3. mars 2022. Faðir og móðir brotaþola hafi verið á vettvangi og faðir hennar, sem er starfsmaður sundlaugarinnar, sagðist hafa boðið brotaþola að fara á æfingu í líkamsræktaraðstöðu sundlaugarinnar. Hún hafi svo komið til föður síns í miklu uppnámi og sagt að maður hafi áreitt hana í kvennaklefanum. Lét eins og hann hefði ruglast á klefum Faðir brotaþola kvaðst þá hafa séð mann sem samræmdist lýsingu brotaþola á biðstöð strætisvagna nálægt sundlauginni og gengið til hans. Hann skammaði manninn og sagði honum að svona ætti hann ekki að gera. Hinn ákærði hafi þá beðist afsökunar og hlaupið á brott. Hinn ákærði gekk inn í kvennaklefann og lést eins og hann væri að ruglast og spurði hvar karlaklefinn væri. Brotaþoli hafi bent honum á það en hann hafi þá gengið lengra inn í kvennaklefann og sagt á ensku að hún væri með flottan líkama, að hann væri líka með flottan líkama og spurt hana hvort hún vildi sjá. Hann hafi þá byrjað að gyrða niður um sig buxurnar og brotaþoli hafi séð getnaðarlim hans. Hann hafi spurt brotaþoli hvaðan hún væri og hvort hún notaði hina og þessa samfélagsmiðla. Ákærði hafi jafnframt beðið brotaþola um að knúsa sig en þegar hún neitaði bað hann hana um að taka í höndina á sér sem hún hafi gert til að losna við hann. Gekk ítrekað inn í kvennaklefann Hinn ákærði viðurkenndi að hafa farið ítrekað inn í kvennaklefa laugarinnar en að það hafi verið fyrir mistök í hvert skipti. Hann sagðist hafa verið að leita að einkasvæði þar sem hann gæti farið ur fötunum og í sturtu þar sem trú hans leyfi það ekki að fara úr fötunum og þvo sér innan um annað fólk. Hann sagðist einnig ekki hafa séð skiltið við innganginn á klefanum sem gaf það til kynna að þetta væri kvennaklefi og að hann skildi ekki íslensku. Ákærði hafi gengið nokkrum sinnum inn í klefann en heyrt sturtuhljóð og því farið aftur út. Á upptökum úr öryggismyndavél í sundlauginni sást ákærði ganga mörgun sinnum inn í kvennaklefann og í síðasta skiptið hafi hann verið þar í tvær til þrjár mínutur. Hinum ákærða var gefið að sök blygðunarsemisbrot og brot gegn barnaverndarlögum og gert að sæta tveggja mánaða skilorðsbundna fangelsisvist og greiða brotaþola hálfa milljón króna í miskabætur auk vaxta ásamt því að greiða allan sakarkostnað.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Sundlaugar Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira