Rúv hefur gert mikið í aðgengi fyrir táknmálssamfélagið í fjölmiðlum Berglind Stefánsdóttir skrifar 13. desember 2023 15:00 Mig langar til að svara innsendri grein um RÚV og táknmál frá þeim Elsu, Sigurlín Margréti, Kolbrúnu og Guðmundi. Ég svara sem fulltrúi Félags heyrnarlausra, en ég hef verið varaformaður félagsins frá því í vor. Ég var ein af fyrstu táknmálsþulum hjá RÚV þegar táknmálsfréttir hófust þar fyrir 40 árum síðan. Margir hafa velt fyrir sér hvort táknmálsamfélagið sé ólgandi út af uppsagnir táknmálsþula en svo er ekki. Þvert á móti er almenn ánægja með táknmálaðgengi í fjölmiðlinum.. Fyrst langar mig að hrósa RÚV fyrir þetta framtak sem hófst fyrir 40 árum síðan og svo að auka þjónustuna með því að hafa kvöldfréttir táknmálstúlkaðar, það var stórt skref að auka aðgengi okkar að fréttum á þennan hátt í stað þess að hafa einungis 10 mínútna fréttir á táknmáli. Oft gleymist það sem vel er gert, þó að fréttir á táknmáli hafi verið stuttar þá var þetta verulega til bóta og vakti athygli erlendis. Í talsverðan tíma var engin breyting þar á og það tók 40 ár að bæta við þjónustuna sem er ansi langur tími þess má geta að fyrir 40 árum þá voru umræður í Rúv hjá þáverandi dagskrárstjóra og fleiri aðilum hvernig væri hægt að þjóna samfélaginu sem best og ein hugmynd var að túlkur væri í glugga á myndfletinum, líkt og gert var víða erlendis. RÚV á hól skilið að auka þjónustuna og gefa okkur táknmálsfólki færi á að fylgjast með fréttum á jafnræðisgrundvelli. Í stað þess að fá 10 mínútna fréttatíma fáum við að fylgjast með fréttum eins og aðrir. Táknmálstúlkar eru aðgengistæki fyrir okkur, okkar leið til að fá aðgengi að upplýsingum svo það er beinlínis rangt að segja að þeir hafi stolið vinnu af táknmálsþulum enda er þetta tvennt ólíkt. Ég sjálf hef samanburð við þjónustuna í Noregi, eftir 11 ára búsetu þar í landi, NRK norska sjónvarpið fór fyrst af stað að táknmálstúlkun árið 2000 á sérstökum sjónvarps rásum og er svo enn þann dag í dag, svo að þau hafa nú 23 ára reynslu. Táknmálstúlkaðar fréttir eru hluti af þjónustu við samfélagið þar sem enginn vill missa og segja Norðmenn sjálfir að það sé mikilvægt að táknmálssamfélagið sé hluti af stóra samfélaginu. Í Noregi eru einnig sérstakar táknmálsfréttir fluttar af málhöfum auk þess sem NRK kaupir ýmsa þætti á táknmáli sem framleiddir eru af öðrum. Hjá NRK koma margir fagmenn að fréttum sem fluttar eru af málhöfum með táknforða, vali á fréttum og klæðnaði. Þau hefðu aldrei samþykkt vinnubrögð eins og hafa tíðkast hér á landi þar sem var ekkert eftirlit með starfi táknmálsþula sem höfðu fullt frjálsræði með vali á fréttum, sem dæmi má nefna að oft voru fréttirnar frá hádegi en ekki kvöldfréttum, sem komu að litlu gagni. Þegar Félag heyrnarlausra hóf samvinnu við RÚV var lögð áhersla að vera sem næst kvöldfréttum. Það er ekki nóg að vera málhafar eins og önnur tungumál þarf að vanda sig vel og svo gæðin séu góð. Hér á landi hefur þetta farið á annan veg. Táknmálsþulir hafa ekki unnið í teymi, líkt og gert er í Noregi. Þar skorti á samvinnu, það hefði mátt funda með öðrum málhöfum til að fá upplýsingar frá samfélaginu hvað mætti betur fara og eins að funda sín á milli til að fara yfir táknforða og rýna í störf hvers annars. Ef hver er að vinna í sínu horni gefur það auga leið að gæðin hraka og það sá ég þegar ég flutti til Íslands fyrir þremur árum síðan og gerði strax við það athugasemdir. Félag heyrnarlausra mátti ekki koma með tillögur að úrbótum enda voru þau sjálfstæðir verktakar. Fyrir mitt leyti þá mátti taka hlé á táknmálsfréttum og endurskoða kerfið. Það er alltaf leiðinlegt að missa vinnu, sérlega eftir langan starfsferil en þarna þurfti að staldra við og skoða hagsmuni táknmálssamfélagsins í heild. Við vildum meira en 10 mínútna fréttir og þegar RÚV lagði fyrir könnun hjá félagsmönnum Félags heyrnarlausra þá sýndi það sig að félagsmenn vildu táknmálstúlkaðar fréttir og einnig túlkun á þáttum líkt og Kastljós. Margir kusu einnig að halda fréttum með táknmálsþulum en spurning er hvort það sé þörf vegna smæðar samfélagsins, sem telur um 200 manns en til samanburðar er í Noregi 5000 manna samfélag. Ég sá spurningalistann sem var sendur félagsmönnum og spurningarnar voru einfaldar auk þess sem félagsmenn höfðu aðgengi að táknmálstalandi starfsfólki félagsins ef þörf krafði. Íslenskt táknmál er fyrir okkur öll sem málið nota, ekki eingöngu fjóra málhafa. Ég dreg ekki út því hversu slæmt það er fyrir þau fjögur að missa vinnuna en þetta var hlutastarf og að senda reikning til Félags heyrnarlausra upp á hálfa milljón er ekki eðlilegt. Verktakar sem vinna sjálfstætt, sem starfa án að komu félagsin og hafa ekki viljað afskipti þess en vilja að félagið greiði lögfræðikostnað. Félagið er með samning við lögfræðing og eðlilegast er að kanna málið fyrst hjá Félagi heyrnarlausra. Ég hef fulla trú á að RÚV hafi vilja til að bæta þjónustuna enn meir og bíð spennt eftir nýjum andlitum, nýjum málhöfum og ferskum hugmyndum. Höfundur er varaformaður Félags heyrnarlausra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Táknmál Ríkisútvarpið Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Sjá meira
Mig langar til að svara innsendri grein um RÚV og táknmál frá þeim Elsu, Sigurlín Margréti, Kolbrúnu og Guðmundi. Ég svara sem fulltrúi Félags heyrnarlausra, en ég hef verið varaformaður félagsins frá því í vor. Ég var ein af fyrstu táknmálsþulum hjá RÚV þegar táknmálsfréttir hófust þar fyrir 40 árum síðan. Margir hafa velt fyrir sér hvort táknmálsamfélagið sé ólgandi út af uppsagnir táknmálsþula en svo er ekki. Þvert á móti er almenn ánægja með táknmálaðgengi í fjölmiðlinum.. Fyrst langar mig að hrósa RÚV fyrir þetta framtak sem hófst fyrir 40 árum síðan og svo að auka þjónustuna með því að hafa kvöldfréttir táknmálstúlkaðar, það var stórt skref að auka aðgengi okkar að fréttum á þennan hátt í stað þess að hafa einungis 10 mínútna fréttir á táknmáli. Oft gleymist það sem vel er gert, þó að fréttir á táknmáli hafi verið stuttar þá var þetta verulega til bóta og vakti athygli erlendis. Í talsverðan tíma var engin breyting þar á og það tók 40 ár að bæta við þjónustuna sem er ansi langur tími þess má geta að fyrir 40 árum þá voru umræður í Rúv hjá þáverandi dagskrárstjóra og fleiri aðilum hvernig væri hægt að þjóna samfélaginu sem best og ein hugmynd var að túlkur væri í glugga á myndfletinum, líkt og gert var víða erlendis. RÚV á hól skilið að auka þjónustuna og gefa okkur táknmálsfólki færi á að fylgjast með fréttum á jafnræðisgrundvelli. Í stað þess að fá 10 mínútna fréttatíma fáum við að fylgjast með fréttum eins og aðrir. Táknmálstúlkar eru aðgengistæki fyrir okkur, okkar leið til að fá aðgengi að upplýsingum svo það er beinlínis rangt að segja að þeir hafi stolið vinnu af táknmálsþulum enda er þetta tvennt ólíkt. Ég sjálf hef samanburð við þjónustuna í Noregi, eftir 11 ára búsetu þar í landi, NRK norska sjónvarpið fór fyrst af stað að táknmálstúlkun árið 2000 á sérstökum sjónvarps rásum og er svo enn þann dag í dag, svo að þau hafa nú 23 ára reynslu. Táknmálstúlkaðar fréttir eru hluti af þjónustu við samfélagið þar sem enginn vill missa og segja Norðmenn sjálfir að það sé mikilvægt að táknmálssamfélagið sé hluti af stóra samfélaginu. Í Noregi eru einnig sérstakar táknmálsfréttir fluttar af málhöfum auk þess sem NRK kaupir ýmsa þætti á táknmáli sem framleiddir eru af öðrum. Hjá NRK koma margir fagmenn að fréttum sem fluttar eru af málhöfum með táknforða, vali á fréttum og klæðnaði. Þau hefðu aldrei samþykkt vinnubrögð eins og hafa tíðkast hér á landi þar sem var ekkert eftirlit með starfi táknmálsþula sem höfðu fullt frjálsræði með vali á fréttum, sem dæmi má nefna að oft voru fréttirnar frá hádegi en ekki kvöldfréttum, sem komu að litlu gagni. Þegar Félag heyrnarlausra hóf samvinnu við RÚV var lögð áhersla að vera sem næst kvöldfréttum. Það er ekki nóg að vera málhafar eins og önnur tungumál þarf að vanda sig vel og svo gæðin séu góð. Hér á landi hefur þetta farið á annan veg. Táknmálsþulir hafa ekki unnið í teymi, líkt og gert er í Noregi. Þar skorti á samvinnu, það hefði mátt funda með öðrum málhöfum til að fá upplýsingar frá samfélaginu hvað mætti betur fara og eins að funda sín á milli til að fara yfir táknforða og rýna í störf hvers annars. Ef hver er að vinna í sínu horni gefur það auga leið að gæðin hraka og það sá ég þegar ég flutti til Íslands fyrir þremur árum síðan og gerði strax við það athugasemdir. Félag heyrnarlausra mátti ekki koma með tillögur að úrbótum enda voru þau sjálfstæðir verktakar. Fyrir mitt leyti þá mátti taka hlé á táknmálsfréttum og endurskoða kerfið. Það er alltaf leiðinlegt að missa vinnu, sérlega eftir langan starfsferil en þarna þurfti að staldra við og skoða hagsmuni táknmálssamfélagsins í heild. Við vildum meira en 10 mínútna fréttir og þegar RÚV lagði fyrir könnun hjá félagsmönnum Félags heyrnarlausra þá sýndi það sig að félagsmenn vildu táknmálstúlkaðar fréttir og einnig túlkun á þáttum líkt og Kastljós. Margir kusu einnig að halda fréttum með táknmálsþulum en spurning er hvort það sé þörf vegna smæðar samfélagsins, sem telur um 200 manns en til samanburðar er í Noregi 5000 manna samfélag. Ég sá spurningalistann sem var sendur félagsmönnum og spurningarnar voru einfaldar auk þess sem félagsmenn höfðu aðgengi að táknmálstalandi starfsfólki félagsins ef þörf krafði. Íslenskt táknmál er fyrir okkur öll sem málið nota, ekki eingöngu fjóra málhafa. Ég dreg ekki út því hversu slæmt það er fyrir þau fjögur að missa vinnuna en þetta var hlutastarf og að senda reikning til Félags heyrnarlausra upp á hálfa milljón er ekki eðlilegt. Verktakar sem vinna sjálfstætt, sem starfa án að komu félagsin og hafa ekki viljað afskipti þess en vilja að félagið greiði lögfræðikostnað. Félagið er með samning við lögfræðing og eðlilegast er að kanna málið fyrst hjá Félagi heyrnarlausra. Ég hef fulla trú á að RÚV hafi vilja til að bæta þjónustuna enn meir og bíð spennt eftir nýjum andlitum, nýjum málhöfum og ferskum hugmyndum. Höfundur er varaformaður Félags heyrnarlausra.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun