Vinnum saman – alltaf! Sigurjón Kjærnested, María Fjóla Harðardóttir og Karl Óttar Einarsson skrifa 13. desember 2023 12:00 „Finnið þið út hverjum við getum hjálpað, ég fer niður að mála!” Þannig svaraði hjúkrunarforstjórinn á einu af hjúkrunarheimilum landsins þegar leitað var til hennar um að taka við fólki sem rýmt hafði verið frá hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík. Þetta tiltekna hjúkrunarheimili var fullt og ekkert hjúkrunarrými laust. En þegar beiðni um aðstoð barst á laugardagsmorgninum eftir rýmingu Grindavíkur, þá fékk hjúkrunarforstjórinn aðra starfsmenn með sér í lið og farið var í að hreinlega búa til nýtt bráðabirgðaúrræði fyrir Grindvíkingana. 26 einstaklingar fóru til 11 hjúkrunarheimila Viðbrögðin voru þau sömu á hjúkrunarheimilum vítt og breitt um landið og alls tóku 11 þeirra við fólki frá Grindavík. Í neyðarástandi tókst með litlum fyrirvara að finna góð bráðabirgðaúrræði fyrir 26 einstaklinga. Því er að þakka samstilltu átaki frábærs starfsfólks hjúkrunarheimilanna sem var reiðubúið til aðstoðar og fann til þess lausnir og góðu samstarfi við Heilbrigðisráðuneytið og Almannavarnir. Þá hefur verið ákaflega lærdómsríkt að fylgjast með mikilli fagmennsku í starfsemi Almannavarna í stjórnstöðinni og við sem þjóð erum heppin að búa við. Engin síló þegar við erum öll í sama herbergi Það er oft talað um það að heilbrigðiskerfið þurfi að virka sem ein heild og að stóra verkefnið sé að losa okkur við sílóin svokölluðu. Með því er átt við að mismunandi stjórnsýslustig og þjónustuveitendur starfi betur saman og að þjónustuþegarnir eigi aldrei að þurfa að hafa áhyggjur af því hver veiti þjónustuna. Í tilfelli eldri einstaklinga sem þurfa á hjúkrunarþjónustu að halda er þetta sérlega mikilvægt. Þeir sækja sér þjónustu m.a. til sjúkrahúsa, sveitarfélaga, heilsugæsla, dagdvala og hjúkrunarheimila. Það er risastórt verkefni að skipuleggja þessa þjónustu þegar hún er veitt af báðum stjórnsýslustigum og á fjölda staða. En eins og sýndi sig í neyðarviðbragði vegna náttúruvár í Grindavík, þá er það klárlega hægt! Þá unnu allir saman, allt frá heilbrigðisráðherra sjálfum, til ráðuneytisstarfsfólks, Almannavarna og starfsfólks hjúkrunarheimila, að því markmiði að finna lausnir með hagsmuni einstaklinganna í forgrunni. Í þessu máli þá voru engin síló möguleg, bæði tímans vegna en líka vegna þess að við söfnuðumst bókstaflega saman í sama herbergi í stjórnstöð Almannavarna. Höldum áfram á sömu braut Undir forystu heilbrigðisráðherra hefur undanfarin ár verið mikil uppbygging í öldrunarþjónustunni. Við höfum náð að auka samstarf ólíkra þjónustuaðila og stjórnsýslu, að skipuleggja þjónustuna með einstaklinginn í forgrunni og lagt mikla áherslu á gæði þjónustunnar – óháð því hver veitir hana. Með áframhaldandi uppbyggingu og samvinnu náum við því markmiði að heilbrigðiskerfið í heild virki alla daga eins og það virkar í neyðarástandi. Engin síló og allir að róa í sömu átt. Það er hægt! Höfundar eru: Sigurjón Kjærnested framkvæmdastjóri SFVMaría Fjóla Harðardóttir formaður stjórnar SFVKarl Óttar Einarsson varaformaður stjórnar SFV Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Grindavík Mest lesið Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
„Finnið þið út hverjum við getum hjálpað, ég fer niður að mála!” Þannig svaraði hjúkrunarforstjórinn á einu af hjúkrunarheimilum landsins þegar leitað var til hennar um að taka við fólki sem rýmt hafði verið frá hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík. Þetta tiltekna hjúkrunarheimili var fullt og ekkert hjúkrunarrými laust. En þegar beiðni um aðstoð barst á laugardagsmorgninum eftir rýmingu Grindavíkur, þá fékk hjúkrunarforstjórinn aðra starfsmenn með sér í lið og farið var í að hreinlega búa til nýtt bráðabirgðaúrræði fyrir Grindvíkingana. 26 einstaklingar fóru til 11 hjúkrunarheimila Viðbrögðin voru þau sömu á hjúkrunarheimilum vítt og breitt um landið og alls tóku 11 þeirra við fólki frá Grindavík. Í neyðarástandi tókst með litlum fyrirvara að finna góð bráðabirgðaúrræði fyrir 26 einstaklinga. Því er að þakka samstilltu átaki frábærs starfsfólks hjúkrunarheimilanna sem var reiðubúið til aðstoðar og fann til þess lausnir og góðu samstarfi við Heilbrigðisráðuneytið og Almannavarnir. Þá hefur verið ákaflega lærdómsríkt að fylgjast með mikilli fagmennsku í starfsemi Almannavarna í stjórnstöðinni og við sem þjóð erum heppin að búa við. Engin síló þegar við erum öll í sama herbergi Það er oft talað um það að heilbrigðiskerfið þurfi að virka sem ein heild og að stóra verkefnið sé að losa okkur við sílóin svokölluðu. Með því er átt við að mismunandi stjórnsýslustig og þjónustuveitendur starfi betur saman og að þjónustuþegarnir eigi aldrei að þurfa að hafa áhyggjur af því hver veiti þjónustuna. Í tilfelli eldri einstaklinga sem þurfa á hjúkrunarþjónustu að halda er þetta sérlega mikilvægt. Þeir sækja sér þjónustu m.a. til sjúkrahúsa, sveitarfélaga, heilsugæsla, dagdvala og hjúkrunarheimila. Það er risastórt verkefni að skipuleggja þessa þjónustu þegar hún er veitt af báðum stjórnsýslustigum og á fjölda staða. En eins og sýndi sig í neyðarviðbragði vegna náttúruvár í Grindavík, þá er það klárlega hægt! Þá unnu allir saman, allt frá heilbrigðisráðherra sjálfum, til ráðuneytisstarfsfólks, Almannavarna og starfsfólks hjúkrunarheimila, að því markmiði að finna lausnir með hagsmuni einstaklinganna í forgrunni. Í þessu máli þá voru engin síló möguleg, bæði tímans vegna en líka vegna þess að við söfnuðumst bókstaflega saman í sama herbergi í stjórnstöð Almannavarna. Höldum áfram á sömu braut Undir forystu heilbrigðisráðherra hefur undanfarin ár verið mikil uppbygging í öldrunarþjónustunni. Við höfum náð að auka samstarf ólíkra þjónustuaðila og stjórnsýslu, að skipuleggja þjónustuna með einstaklinginn í forgrunni og lagt mikla áherslu á gæði þjónustunnar – óháð því hver veitir hana. Með áframhaldandi uppbyggingu og samvinnu náum við því markmiði að heilbrigðiskerfið í heild virki alla daga eins og það virkar í neyðarástandi. Engin síló og allir að róa í sömu átt. Það er hægt! Höfundar eru: Sigurjón Kjærnested framkvæmdastjóri SFVMaría Fjóla Harðardóttir formaður stjórnar SFVKarl Óttar Einarsson varaformaður stjórnar SFV
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun