Metfjöldi þarf jólaaðstoð og hjálparbeiðnum rignir inn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. desember 2023 12:00 Fleiri barnafjölskyldur en áður en í hópi þeirra sem óska eftir aðstoð hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar. Þau fá gjafakort í fataverslanir fyrir börnin og í bíó. vísir/Vilhelm Metfjöldi hefur leitað jólaaðstoðar hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar. Fjöldi sækir um á hverjum degi þrátt fyrir að úthlutun sé lokið og formaður segist ekki ná að sinna öllum eins og er. Mun fleiri barnafjölskyldur þurfi aðstoð. Hjálparsamtök standa fyrir jólaaðstoð um þessar mundir og víðast hvar virðist umsóknum hafa fjölgað þó nokkuð. Petrea A. Ómarsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar Hafnarfjarðar segir stóraukinn fjölda hafa leitað til þeirra. „Þetta hefur vanalega verið undir tvö hundruð umsóknum en slagar í hátt í þrjú hundruð núna. Við erum búnar með okkar úthlutun en það koma inn tíu til fimmtán beiðnir á hverjum degi.“ Sem þið getið þá ekki sinnt? „Náum ekki að sinna eins og er, en við erum bara að reyna okkar besta.“ Um er að ræða metfjölda og mun fleiri barnafjölskyldur en áður. „Þetta eru mest allt barnafjölskyldur; fólk með eitt upp í fjögur til fimm börn sem sér ekki fram á að haldið jólin almennilega.“ Fleiri umsóknir bætast við á hverjum degi.vísir/Vilhelm Hún segir Hjálparstarf kirkjunnar og Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur hafa komið til móts við þau auk þess sem samtökin sendu út hjálparkall til almennings til að reyna að halda í við eftirspurn. Það hafi skilað því að þó var hægt að kaupa fleiri gjafakort í til dæmis matvöruverslanir. „Foreldrar unglinga hafa líka verið að fá kort í Sports direct og þau sem eru með yngri börn eru að fá gjafakort í Lindex. Svo erum við með fjölskyldukort í bíó,“ segir Petrea. Mikil neyð ríki í hópi þeirra sem leita til samtakanna. „Fólk er ekki að sækja til okkar nema það sé í mikilli neyð. Fólk er ekki með frekju eða neitt svoleiðis, bara að biðja um hjálp og við erum að reyna að anna því eftir fremsta megni. Ef hlutirnir fara ekki að breytast í þjóðfélaginu er ég hrædd um að þetta eigi eftir að versna mikið, því miður.“ Hjálparstarf Félagsmál Börn og uppeldi Jól Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Hjálparsamtök standa fyrir jólaaðstoð um þessar mundir og víðast hvar virðist umsóknum hafa fjölgað þó nokkuð. Petrea A. Ómarsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar Hafnarfjarðar segir stóraukinn fjölda hafa leitað til þeirra. „Þetta hefur vanalega verið undir tvö hundruð umsóknum en slagar í hátt í þrjú hundruð núna. Við erum búnar með okkar úthlutun en það koma inn tíu til fimmtán beiðnir á hverjum degi.“ Sem þið getið þá ekki sinnt? „Náum ekki að sinna eins og er, en við erum bara að reyna okkar besta.“ Um er að ræða metfjölda og mun fleiri barnafjölskyldur en áður. „Þetta eru mest allt barnafjölskyldur; fólk með eitt upp í fjögur til fimm börn sem sér ekki fram á að haldið jólin almennilega.“ Fleiri umsóknir bætast við á hverjum degi.vísir/Vilhelm Hún segir Hjálparstarf kirkjunnar og Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur hafa komið til móts við þau auk þess sem samtökin sendu út hjálparkall til almennings til að reyna að halda í við eftirspurn. Það hafi skilað því að þó var hægt að kaupa fleiri gjafakort í til dæmis matvöruverslanir. „Foreldrar unglinga hafa líka verið að fá kort í Sports direct og þau sem eru með yngri börn eru að fá gjafakort í Lindex. Svo erum við með fjölskyldukort í bíó,“ segir Petrea. Mikil neyð ríki í hópi þeirra sem leita til samtakanna. „Fólk er ekki að sækja til okkar nema það sé í mikilli neyð. Fólk er ekki með frekju eða neitt svoleiðis, bara að biðja um hjálp og við erum að reyna að anna því eftir fremsta megni. Ef hlutirnir fara ekki að breytast í þjóðfélaginu er ég hrædd um að þetta eigi eftir að versna mikið, því miður.“
Hjálparstarf Félagsmál Börn og uppeldi Jól Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira