Ekki hægt að ætlast til viðbragðs að næturlagi yfir hátíðirnar Árni Sæberg skrifar 13. desember 2023 10:25 Fannar Jónasson er bæjarstjóri Grindavíkurbæjar. Vísir/Arnar Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir ekki hægt að búast við því af viðbragðsaðilum að þeir væru til staðar í bænum að næturlagi yfir hátíðirnar. Því sé ekki gert ráð fyrir því að Grindvíkingar geti dvalið yfir nótt heima hjá sér fyrr en á nýju ári. Þetta var meðal þess sem kom fram á íbúafundi Grindvíkinga sem haldinn var í Laugardalshöll í Reykjavík í gær. Fannar Jónasson bæjarstjóri sagði í kvöldfréttum í gær að boðað hafi verið til fundarins til þess að veita Grindvíkingum tækifæri til að bera fram spurningar. „Við vorum með mjög góða frummælendur hérna sem voru til svara. Það voru málefnalegar spurningar og ég held að svörin hafi líka verið greinargóð. Þannig að þessi fundur skilaði tilgangi sínum og það getur vel verið að við munum endurtaka slíkan atburð.“ Ekki manneklu á Veðurstofunni um að kenna Ein þeirra spurninga sem helst brunnu á Grindvíkingum var hvort þeir gætu haldið jól og áramót heima hjá sér og verið í bænum yfir nótt. Einn íbúi kvað sér hljóðs og sagðist hafa heimildir fyrir því að ástæða þess að ekki megi sofa í Grindavík sé mannekla á Veðurstofu Íslands. Í gærkvöldi var tilkynnt að sérfræðingum á Veðurstofunni verði fjölgað til þess að stórefla eftirlit með Grindavík og Svartsengi. „Veðurstofan vaktar alhliða náttúrvá allan sólarhringinn alla daga ársins og hefur gert um árabil. Þessi nýjasta atburðarás á Reykjanesskaga kallar hins vegar á mun umfangsmeiri vöktun þegar kemur að eldgosavá,“ sagði í tilkynningu þess efnis. Fannar segir allt annað mál að fólk sofi í bænum en að íbúar og starfsmenn fyrirtækja séu þar yfir daginn. „Það er allt annað mál ef það ætti að fara að gista á svæðinu og björgunarsveitir og aðrir viðbragðsaðilar yrðu að vera tilbúnir, til dæmis um hátíðarnar, þetta er auðvitað fólk sem er með sínar fjölskyldur og vill njóta jólanna. Það er ekki hægt að ætlast til þess að slíkt viðbragð sé til staðar,“ segir hann. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Björgunarsveitir Almannavarnir Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Þetta var meðal þess sem kom fram á íbúafundi Grindvíkinga sem haldinn var í Laugardalshöll í Reykjavík í gær. Fannar Jónasson bæjarstjóri sagði í kvöldfréttum í gær að boðað hafi verið til fundarins til þess að veita Grindvíkingum tækifæri til að bera fram spurningar. „Við vorum með mjög góða frummælendur hérna sem voru til svara. Það voru málefnalegar spurningar og ég held að svörin hafi líka verið greinargóð. Þannig að þessi fundur skilaði tilgangi sínum og það getur vel verið að við munum endurtaka slíkan atburð.“ Ekki manneklu á Veðurstofunni um að kenna Ein þeirra spurninga sem helst brunnu á Grindvíkingum var hvort þeir gætu haldið jól og áramót heima hjá sér og verið í bænum yfir nótt. Einn íbúi kvað sér hljóðs og sagðist hafa heimildir fyrir því að ástæða þess að ekki megi sofa í Grindavík sé mannekla á Veðurstofu Íslands. Í gærkvöldi var tilkynnt að sérfræðingum á Veðurstofunni verði fjölgað til þess að stórefla eftirlit með Grindavík og Svartsengi. „Veðurstofan vaktar alhliða náttúrvá allan sólarhringinn alla daga ársins og hefur gert um árabil. Þessi nýjasta atburðarás á Reykjanesskaga kallar hins vegar á mun umfangsmeiri vöktun þegar kemur að eldgosavá,“ sagði í tilkynningu þess efnis. Fannar segir allt annað mál að fólk sofi í bænum en að íbúar og starfsmenn fyrirtækja séu þar yfir daginn. „Það er allt annað mál ef það ætti að fara að gista á svæðinu og björgunarsveitir og aðrir viðbragðsaðilar yrðu að vera tilbúnir, til dæmis um hátíðarnar, þetta er auðvitað fólk sem er með sínar fjölskyldur og vill njóta jólanna. Það er ekki hægt að ætlast til þess að slíkt viðbragð sé til staðar,“ segir hann.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Björgunarsveitir Almannavarnir Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira