Fagna tíu árum og hátt í tvö þúsund viðburðum Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 13. desember 2023 17:01 Guðmundur Ari Arnaldsson og Ólöf Arnalds hjá Mengi ásamt Julie Runge. Mengi fagnar tíu ára afmæli með viðburði á föstudag. Aðsend Í gær voru tíu ár liðin frá því að menningar-og tónleikastaðurinn Mengi hélt sína fyrstu tónleika. Í fyrra hlaut staðurinn heiðursverðlaun Norræna tónskáldaráðsins fyrir ómetanlegt framlag til nýrrar tónlistar. Í tilefni af þessum tímamótum býður Mengi til afmælisveislu næstkomandi föstudag 15. desember frá klukkan 18:00-21:00. „Þar geta gestir notið léttra veitinga og hlýtt á tíu stutt og sérvalin atriði í boði hússins oglistamannanna. Undanfarinn áratug hefur Mengi haldið úti gríðarlega mikilvægri þjónustu við tónlistarfólk og hlustendur með stöðugri, spennandi tónleikadagskrá allan ársins hring í hjarta Reykjavíkur,“ segir í fréttatilkynningu. View this post on Instagram A post shared by Mengi (@mengi_iceland) Þar kemur einnig fram að fjöldi viðburða í Mengi frá upphafi nálgist ört tvö þúsundin og hefur ný tónlist sem spannar allar tónlistarstefnur skipað þar stærstan sess. Má þar nefna tónverk í mótun, frjó samstörf og sjaldheyrð verk. „Í Mengi er lagt upp úr því að efla samtal á milli ólíkra kynslóða tónlistarmanna og fagfólks á sviði tónlistar og tónlistartengdrar starfsemi en þannig hefur staðurinn byggt upp öflugt, alþjóðlegt tengslanet sem skapandi tónlistarfólk hefur getað nýtt sér til framdráttar.“ Eftirfarandi aðilar koma fram á viðburðinum: Katie Buckley, Ásta Fanney Sigurðardóttir, Brynjar Daðason, John McCowen, Guðmundur Ari Arnalds, Una Sveinbjarnardóttir, Eiríkur Orri Ólafsson, Kristín Anna Valtýsdóttir, Jófríður Ákadóttir, Arnljótur Sigurðsson og Örlygur Steinar Arnalds. Myndlist Menning Tónlist Sýningar á Íslandi Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Í tilefni af þessum tímamótum býður Mengi til afmælisveislu næstkomandi föstudag 15. desember frá klukkan 18:00-21:00. „Þar geta gestir notið léttra veitinga og hlýtt á tíu stutt og sérvalin atriði í boði hússins oglistamannanna. Undanfarinn áratug hefur Mengi haldið úti gríðarlega mikilvægri þjónustu við tónlistarfólk og hlustendur með stöðugri, spennandi tónleikadagskrá allan ársins hring í hjarta Reykjavíkur,“ segir í fréttatilkynningu. View this post on Instagram A post shared by Mengi (@mengi_iceland) Þar kemur einnig fram að fjöldi viðburða í Mengi frá upphafi nálgist ört tvö þúsundin og hefur ný tónlist sem spannar allar tónlistarstefnur skipað þar stærstan sess. Má þar nefna tónverk í mótun, frjó samstörf og sjaldheyrð verk. „Í Mengi er lagt upp úr því að efla samtal á milli ólíkra kynslóða tónlistarmanna og fagfólks á sviði tónlistar og tónlistartengdrar starfsemi en þannig hefur staðurinn byggt upp öflugt, alþjóðlegt tengslanet sem skapandi tónlistarfólk hefur getað nýtt sér til framdráttar.“ Eftirfarandi aðilar koma fram á viðburðinum: Katie Buckley, Ásta Fanney Sigurðardóttir, Brynjar Daðason, John McCowen, Guðmundur Ari Arnalds, Una Sveinbjarnardóttir, Eiríkur Orri Ólafsson, Kristín Anna Valtýsdóttir, Jófríður Ákadóttir, Arnljótur Sigurðsson og Örlygur Steinar Arnalds.
Myndlist Menning Tónlist Sýningar á Íslandi Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira