Fjölga sérfræðingum hjá Veðurstofunni til umfangsmeiri vöktunar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. desember 2023 23:05 Grindvíkingum var tjáð á fundi í dag að ekki sé óhætt að gista í bænum það sem eftir lifir árs. Vísir/Sigurjón Atburðarásin í Grindavík í byrjun nóvember hefur gjörbreytt forsendum Veðurstofu Íslands í tengslum við vöktun á Reykjanesskaga samkvæmt tilkynningu frá veðurstofunni. Þörf sé á umfangsmeiri vöktun þegar kemur að eldgosavá. Fram kom á íbúafundi í dag að Grindvíkingar geta ekki flutt aftur heim fyrir áramót. Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands kemur fram að atburðarásin og umbrotin sem urðu þann 10. nóvember síðastliðinn þegar kvikugangur myndaðist undir Grindavík hafi gjörbreytt forsendum veðurstofunnar þegar kemur að vöktun Grindavíkur og Svartsengis. „Veðurstofan vaktar alhliða náttúrvá allan sólarhringinn alla daga ársins og hefur gert um árabil. Þessi nýjasta atburðarás á Reykjanesskaga kallar hins vegar á mun umfangsmeiri vöktun þegar kemur að eldgosavá,“ segir í tilkynningunni. Árni Snorrason forstjóri Veðurstofu Íslands segir að þegar hafi verið ákveðið að fjölga sérfræðingum á veðurstofunni til þess að svara auknum kröfum um vöktun á Reykjanesskaga. Verið sé að skipuleggja vöktun í ljósi nýrra aðstæðna og hratt sé unnið til að ljúka þeirri vinnu. Eftirlit og innviðir ekki nægilega tryggðir fyrir jól í Grindavík Grindvíkingar komu saman síðdegis í dag á íbúafundi. Þar gafst þeim færi á að spyrja spurninga en innviðaráðherra, auk fulltrúa frá veðurstofunni, NTÍ og lögreglunni sátu meðal annarra fyrir svörum. Á fundinum var Grindvíkingum upplýst um að ekki sé gert ráð fyrir að Grindvíkingar geti flutt heim fyrir áramótin. Fréttamaður náði tali af Fannari Jónassyni bæjarstjóra í Grindavík að fundinum loknum. Fannar segir að ekki sé hægt að ætlast til þess að viðbragðsaðilar frá lögreglunni og björgunarsveitum sinni slíku eftirliti við bæinn yfir hátíðirnar að Grindvíkingar geti verið heima á jólunum. Þá þyrftu innviðir, sér í lagi veitukerfi, að vera í lagi til þess að óhætt yrði að gista í bænum. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands kemur fram að atburðarásin og umbrotin sem urðu þann 10. nóvember síðastliðinn þegar kvikugangur myndaðist undir Grindavík hafi gjörbreytt forsendum veðurstofunnar þegar kemur að vöktun Grindavíkur og Svartsengis. „Veðurstofan vaktar alhliða náttúrvá allan sólarhringinn alla daga ársins og hefur gert um árabil. Þessi nýjasta atburðarás á Reykjanesskaga kallar hins vegar á mun umfangsmeiri vöktun þegar kemur að eldgosavá,“ segir í tilkynningunni. Árni Snorrason forstjóri Veðurstofu Íslands segir að þegar hafi verið ákveðið að fjölga sérfræðingum á veðurstofunni til þess að svara auknum kröfum um vöktun á Reykjanesskaga. Verið sé að skipuleggja vöktun í ljósi nýrra aðstæðna og hratt sé unnið til að ljúka þeirri vinnu. Eftirlit og innviðir ekki nægilega tryggðir fyrir jól í Grindavík Grindvíkingar komu saman síðdegis í dag á íbúafundi. Þar gafst þeim færi á að spyrja spurninga en innviðaráðherra, auk fulltrúa frá veðurstofunni, NTÍ og lögreglunni sátu meðal annarra fyrir svörum. Á fundinum var Grindvíkingum upplýst um að ekki sé gert ráð fyrir að Grindvíkingar geti flutt heim fyrir áramótin. Fréttamaður náði tali af Fannari Jónassyni bæjarstjóra í Grindavík að fundinum loknum. Fannar segir að ekki sé hægt að ætlast til þess að viðbragðsaðilar frá lögreglunni og björgunarsveitum sinni slíku eftirliti við bæinn yfir hátíðirnar að Grindvíkingar geti verið heima á jólunum. Þá þyrftu innviðir, sér í lagi veitukerfi, að vera í lagi til þess að óhætt yrði að gista í bænum.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira