Dómari lék eftir lýsingar Steinþórs sem læknir sagði ómögulegar Jón Þór Stefánsson skrifar 12. desember 2023 13:59 Steinþór Einarsson sagði fyrir dómi í gær frá átökum sínum við Tómas sem dómari endurlék með látbragði í aðalmeðferð málsins í dag. Vísir Læknir sem rannsakaði stungusár á Tómasi Waagfjörð og Steinþóri Einarssyni í kjölfar andláts þess fyrrnefnda var spurður út í lýsingar Steinþórs á átökum hans og Tómasar af dómara í málinu. Steinþór er ákærður fyrir að hafa orðið Tómasi að bana í október í fyrra í íbúð á Ólafsfirði. Aðalmeðferð málsins hófst í gær í Héraðsdómi Norðurlands eystra og var framhaldið í dag. Dómari í málinu lék eftir lýsingar Steinþórs á atburðarásinni með látbragði í dómsal í dag. Fyrrnefndur læknir sagði „eiginlega hægt að útiloka“ þá lýsingu eins og læknirinn skyldi hana. Læknirinn sem um ræðir er annar tveggja sem hafa gefið skýrslu vegna málsins í héraði í dag. „Það er í raun ekki hægt,“ sagði læknirinn. Hins vegar sagðist hann ekki geta útiloka að Tómas hefði sjálfur haldið á hnífnum, og hendi hans ýtt í síðuna á sjálfum sér og þar með valdið áverkunum. Það hefði þó þurft að gerast tvisvar. Ólíklegt væri því að um sjálfskaða væri að ræða. Læknirinn sagði stungusár á Tómasi benda til þess að þau hefðu átt sér stað vegna markviss vilja. „Það væri gríðarlega óvanalegt ef svona myndi gerast óvart,“ sagði hann. Í ljósi lýsinga á þá leið að Tómas og Steinþór hefðu tekist á um hnífinn væri þó ekki hægt að útiloka það. „Það væri alveg einstakt ef þetta væri óvart,“ bætti hann við. Þá útskýrði læknirinn að áverkar á Steinþóri, þá sérstaklega í hendi hans, væru dæmigerðir fyrir varnaráverka. Hann sagði áverka í andliti og læri Steinþórs ekki benda til þess að þeir hefðu getað sett hann í lífshættu. Manndráp á Ólafsfirði Dómsmál Fjallabyggð Tengdar fréttir Greindi frá árás Steinþórs á sofandi Tómas nokkrum vikum fyrr Frændi Tómasar Waagfjörð segir Steinþór Einarsson hafa ráðist á frænda sinn sofandi um tveimur mánuðum áður en Tómas lést af völdum stungusára. Steinþór sætir ákæru fyrir manndrápið en málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Norðurlands eystra. 12. desember 2023 11:26 Stungusárin líklega ekki fyrir slysni Læknir sem fór yfir krufningarskýrslu Tómasar Waagfjörð í Ólafsfjarðarmálinu svokallaða segir ólíklegt að tvö stungusár sem eru talin hafa orðið Tómasi að bana hafi orðið fyrir tilstilli slysni. 12. desember 2023 11:12 Dularfulls blóðugs jógabolta sárt saknað Jógabolti hefur verið miðlægur í aðalmeðferð Ólafsfjarðamálsins svokallaða, sem varðar andlát Tómasar Waagfjörð sem Steinþór Einarsson er grunaður um að hafa orðið að bana í Ólafsfirði í október á síðasta ári. Fyrri hluti aðalmeðferðarinnar fór fram í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. 11. desember 2023 21:01 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Aðalmeðferð málsins hófst í gær í Héraðsdómi Norðurlands eystra og var framhaldið í dag. Dómari í málinu lék eftir lýsingar Steinþórs á atburðarásinni með látbragði í dómsal í dag. Fyrrnefndur læknir sagði „eiginlega hægt að útiloka“ þá lýsingu eins og læknirinn skyldi hana. Læknirinn sem um ræðir er annar tveggja sem hafa gefið skýrslu vegna málsins í héraði í dag. „Það er í raun ekki hægt,“ sagði læknirinn. Hins vegar sagðist hann ekki geta útiloka að Tómas hefði sjálfur haldið á hnífnum, og hendi hans ýtt í síðuna á sjálfum sér og þar með valdið áverkunum. Það hefði þó þurft að gerast tvisvar. Ólíklegt væri því að um sjálfskaða væri að ræða. Læknirinn sagði stungusár á Tómasi benda til þess að þau hefðu átt sér stað vegna markviss vilja. „Það væri gríðarlega óvanalegt ef svona myndi gerast óvart,“ sagði hann. Í ljósi lýsinga á þá leið að Tómas og Steinþór hefðu tekist á um hnífinn væri þó ekki hægt að útiloka það. „Það væri alveg einstakt ef þetta væri óvart,“ bætti hann við. Þá útskýrði læknirinn að áverkar á Steinþóri, þá sérstaklega í hendi hans, væru dæmigerðir fyrir varnaráverka. Hann sagði áverka í andliti og læri Steinþórs ekki benda til þess að þeir hefðu getað sett hann í lífshættu.
Manndráp á Ólafsfirði Dómsmál Fjallabyggð Tengdar fréttir Greindi frá árás Steinþórs á sofandi Tómas nokkrum vikum fyrr Frændi Tómasar Waagfjörð segir Steinþór Einarsson hafa ráðist á frænda sinn sofandi um tveimur mánuðum áður en Tómas lést af völdum stungusára. Steinþór sætir ákæru fyrir manndrápið en málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Norðurlands eystra. 12. desember 2023 11:26 Stungusárin líklega ekki fyrir slysni Læknir sem fór yfir krufningarskýrslu Tómasar Waagfjörð í Ólafsfjarðarmálinu svokallaða segir ólíklegt að tvö stungusár sem eru talin hafa orðið Tómasi að bana hafi orðið fyrir tilstilli slysni. 12. desember 2023 11:12 Dularfulls blóðugs jógabolta sárt saknað Jógabolti hefur verið miðlægur í aðalmeðferð Ólafsfjarðamálsins svokallaða, sem varðar andlát Tómasar Waagfjörð sem Steinþór Einarsson er grunaður um að hafa orðið að bana í Ólafsfirði í október á síðasta ári. Fyrri hluti aðalmeðferðarinnar fór fram í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. 11. desember 2023 21:01 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Greindi frá árás Steinþórs á sofandi Tómas nokkrum vikum fyrr Frændi Tómasar Waagfjörð segir Steinþór Einarsson hafa ráðist á frænda sinn sofandi um tveimur mánuðum áður en Tómas lést af völdum stungusára. Steinþór sætir ákæru fyrir manndrápið en málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Norðurlands eystra. 12. desember 2023 11:26
Stungusárin líklega ekki fyrir slysni Læknir sem fór yfir krufningarskýrslu Tómasar Waagfjörð í Ólafsfjarðarmálinu svokallaða segir ólíklegt að tvö stungusár sem eru talin hafa orðið Tómasi að bana hafi orðið fyrir tilstilli slysni. 12. desember 2023 11:12
Dularfulls blóðugs jógabolta sárt saknað Jógabolti hefur verið miðlægur í aðalmeðferð Ólafsfjarðamálsins svokallaða, sem varðar andlát Tómasar Waagfjörð sem Steinþór Einarsson er grunaður um að hafa orðið að bana í Ólafsfirði í október á síðasta ári. Fyrri hluti aðalmeðferðarinnar fór fram í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. 11. desember 2023 21:01