Beðið milli vonar og ótta eftir lokayfirlýsingu COP 28 Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. desember 2023 13:20 Vinnudagarnir á loftslagsráðstefnunni COP 28 hafa verið langir og strangir. Helga, sem fer fyrir íslensku sendinefndinni, líkir þessu við að vera á vertíð en unnið er frá morgni til kvölds. Nú bíður fólk aftur á móti eftir að fá að heyra hver lokaniðurstaða fundarins verður. Getty/SeannGallup Lokadagur COP 28 loftslagsráðstefnunnar í Dubai er runninn upp og stefnt er að því að lokayfirlýsing ráðstefnunnar verði birt síðdegis. Formaður íslensku sendinefndarinnar segir að fundað hafi verið langt fram á nótt vegna deilna um orðlag um framtíð jarðefnaeldsneytis. Ríki hafi gengið svo langt að hóta því að segja sig frá ráðstefnunni. Hinar ýmsu sendinefndir ríkja heims hafa nú í tæpar tvær vikur fundað frá morgni til kvölds í Dubai um hnattræna hlýnun og leiðir til að stemma stigu við þróuninni. Það er hins vegar síðdegis sem verulega mun draga til tíðinda þegar lokayfirlýsing fundarins verður kynnt. Helga Barðadóttir formaður íslensku sendinefndarinnar, segir heilmikið eiga sér stað á lokametrunum. „Fundað var fram á nótt, til hálf þrjú held ég. Það er ljóst að það er heilmikill ágreiningur sérstaklega um orðaleg hvernig við losum okkur við jarðefnaeldsneyti þannig að það kristallaðist í allri umræðunni í nótt.“ Biðin taki nú við því stefnt er að því að klukkan sex verði textinn tilbúinn. „Við verðum bara að sjá hvernig hann verður soðinn saman úr þeim umræðum sem fóru fram í gær.“ Hörð og mikil átök um jarðefnaeldsneyti Ágreiningurinn hverfist aðallega um framtíð jarðefnaeldsneytis. „Smáeyjaríkin í Kyrrahafinu, sem sjá fram á að hverfa í sjó ef hitastig og sjávarborð hækkar, gera mikla kröfu um að orðalagið verði mjög sterkt um hvernig við fösum út jarðefnaeldsneyti. En nákvæmlega hvaða orðalag verður notað kemur í ljós því við erum með stórt bandalag olíuframleiðenda sem vilja ekki að tekið sé sérstaklega á jarðefnaeldsneyti. Þeir vilja fremur orðalag um „draga úr losun“ án þess að jarðefnaeldsneyti sé sérstaklega tilgreint.“ Heldur enn í vonina Helga er bjartsýn þótt átökin um lokaútkomuna séu mikil. „Það hafa alveg komið upp hugmyndir um að menn vilji þá bara ekki hafa neitt og bara ganga frá borðinu í rauninni eða að það verði einhver texti um að svo og svo mörg ríki hafi verði með ákall um eitthvað ákveðið orðalag en önnur ríki hafi ekki viljað það. Það eru alls konar möguleikar í stöðunni. Ég ætla bara að vera bjartsýn og vona að við náum einhverju sterku orðalagi þarna inn.“ Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Tengdar fréttir Ummæli forseta COP28 um jarðefnaeldsneyti vekja áhyggjur Al Jaber, forseti loftlagsráðstefnunnar COP28, segir vísindin ekki styðja fullyrðingar um það að ríki heims þurfi að hætta notkun á jarðefnaeldsneyti til þess að koma í veg fyrir hlýnun jarðar um 1,5 gráður. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur af vísindamönnum sem segja fullyrðingar hans beinlínis rangar. 3. desember 2023 16:03 Ísland verði að beita sér af krafti Forsætisráðherra boðaði áttatíu milljóna króna framlag Íslands í Loftlagshamfarasjóð í ræðu á COP28 ráðstefnunni í Dubai í morgun. Hún segir Ísland gegna mikilvægu hlutverki á ráðstefnunni. Forseti Ungra umhverfissinna segir ávarp ráðherra ekki endurspegla raunverulega stefnu Íslands í loftslagsmálum; stjórnvöld verði að viðurkenna að þau geri ekki nóg. 2. desember 2023 12:14 Tvöfalt fleiri fulltrúar Íslands á COP28 Alls eru 84 þátttakendur frá Íslandi skráðir aðildaríkjafund Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna sem hófst í dag í Dúbaí og lýkur þann 12 .desember eða taka þátt í hliðarviðburðum tengdum loftslagsráðstefnunni. Fulltrúum Íslands fjölgar verulega milli ára. 30. nóvember 2023 16:28 Vantraust í upphafi COP 28 loftslagsráðstefnunnar Formaður náttúruverndarsamtaka Íslands segir loftslagsráðstefnuna COP 28 ekki fara vel af stað en gestgjafinn hefur verið sakaður um að draga taum olíuiðnaðarins. Þrenn umhverfisverndarsamtök hafa birt kröfulista í tengslum við ráðstefnuna sem hefst í dag. 30. nóvember 2023 14:25 Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Hinar ýmsu sendinefndir ríkja heims hafa nú í tæpar tvær vikur fundað frá morgni til kvölds í Dubai um hnattræna hlýnun og leiðir til að stemma stigu við þróuninni. Það er hins vegar síðdegis sem verulega mun draga til tíðinda þegar lokayfirlýsing fundarins verður kynnt. Helga Barðadóttir formaður íslensku sendinefndarinnar, segir heilmikið eiga sér stað á lokametrunum. „Fundað var fram á nótt, til hálf þrjú held ég. Það er ljóst að það er heilmikill ágreiningur sérstaklega um orðaleg hvernig við losum okkur við jarðefnaeldsneyti þannig að það kristallaðist í allri umræðunni í nótt.“ Biðin taki nú við því stefnt er að því að klukkan sex verði textinn tilbúinn. „Við verðum bara að sjá hvernig hann verður soðinn saman úr þeim umræðum sem fóru fram í gær.“ Hörð og mikil átök um jarðefnaeldsneyti Ágreiningurinn hverfist aðallega um framtíð jarðefnaeldsneytis. „Smáeyjaríkin í Kyrrahafinu, sem sjá fram á að hverfa í sjó ef hitastig og sjávarborð hækkar, gera mikla kröfu um að orðalagið verði mjög sterkt um hvernig við fösum út jarðefnaeldsneyti. En nákvæmlega hvaða orðalag verður notað kemur í ljós því við erum með stórt bandalag olíuframleiðenda sem vilja ekki að tekið sé sérstaklega á jarðefnaeldsneyti. Þeir vilja fremur orðalag um „draga úr losun“ án þess að jarðefnaeldsneyti sé sérstaklega tilgreint.“ Heldur enn í vonina Helga er bjartsýn þótt átökin um lokaútkomuna séu mikil. „Það hafa alveg komið upp hugmyndir um að menn vilji þá bara ekki hafa neitt og bara ganga frá borðinu í rauninni eða að það verði einhver texti um að svo og svo mörg ríki hafi verði með ákall um eitthvað ákveðið orðalag en önnur ríki hafi ekki viljað það. Það eru alls konar möguleikar í stöðunni. Ég ætla bara að vera bjartsýn og vona að við náum einhverju sterku orðalagi þarna inn.“
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Tengdar fréttir Ummæli forseta COP28 um jarðefnaeldsneyti vekja áhyggjur Al Jaber, forseti loftlagsráðstefnunnar COP28, segir vísindin ekki styðja fullyrðingar um það að ríki heims þurfi að hætta notkun á jarðefnaeldsneyti til þess að koma í veg fyrir hlýnun jarðar um 1,5 gráður. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur af vísindamönnum sem segja fullyrðingar hans beinlínis rangar. 3. desember 2023 16:03 Ísland verði að beita sér af krafti Forsætisráðherra boðaði áttatíu milljóna króna framlag Íslands í Loftlagshamfarasjóð í ræðu á COP28 ráðstefnunni í Dubai í morgun. Hún segir Ísland gegna mikilvægu hlutverki á ráðstefnunni. Forseti Ungra umhverfissinna segir ávarp ráðherra ekki endurspegla raunverulega stefnu Íslands í loftslagsmálum; stjórnvöld verði að viðurkenna að þau geri ekki nóg. 2. desember 2023 12:14 Tvöfalt fleiri fulltrúar Íslands á COP28 Alls eru 84 þátttakendur frá Íslandi skráðir aðildaríkjafund Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna sem hófst í dag í Dúbaí og lýkur þann 12 .desember eða taka þátt í hliðarviðburðum tengdum loftslagsráðstefnunni. Fulltrúum Íslands fjölgar verulega milli ára. 30. nóvember 2023 16:28 Vantraust í upphafi COP 28 loftslagsráðstefnunnar Formaður náttúruverndarsamtaka Íslands segir loftslagsráðstefnuna COP 28 ekki fara vel af stað en gestgjafinn hefur verið sakaður um að draga taum olíuiðnaðarins. Þrenn umhverfisverndarsamtök hafa birt kröfulista í tengslum við ráðstefnuna sem hefst í dag. 30. nóvember 2023 14:25 Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Ummæli forseta COP28 um jarðefnaeldsneyti vekja áhyggjur Al Jaber, forseti loftlagsráðstefnunnar COP28, segir vísindin ekki styðja fullyrðingar um það að ríki heims þurfi að hætta notkun á jarðefnaeldsneyti til þess að koma í veg fyrir hlýnun jarðar um 1,5 gráður. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur af vísindamönnum sem segja fullyrðingar hans beinlínis rangar. 3. desember 2023 16:03
Ísland verði að beita sér af krafti Forsætisráðherra boðaði áttatíu milljóna króna framlag Íslands í Loftlagshamfarasjóð í ræðu á COP28 ráðstefnunni í Dubai í morgun. Hún segir Ísland gegna mikilvægu hlutverki á ráðstefnunni. Forseti Ungra umhverfissinna segir ávarp ráðherra ekki endurspegla raunverulega stefnu Íslands í loftslagsmálum; stjórnvöld verði að viðurkenna að þau geri ekki nóg. 2. desember 2023 12:14
Tvöfalt fleiri fulltrúar Íslands á COP28 Alls eru 84 þátttakendur frá Íslandi skráðir aðildaríkjafund Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna sem hófst í dag í Dúbaí og lýkur þann 12 .desember eða taka þátt í hliðarviðburðum tengdum loftslagsráðstefnunni. Fulltrúum Íslands fjölgar verulega milli ára. 30. nóvember 2023 16:28
Vantraust í upphafi COP 28 loftslagsráðstefnunnar Formaður náttúruverndarsamtaka Íslands segir loftslagsráðstefnuna COP 28 ekki fara vel af stað en gestgjafinn hefur verið sakaður um að draga taum olíuiðnaðarins. Þrenn umhverfisverndarsamtök hafa birt kröfulista í tengslum við ráðstefnuna sem hefst í dag. 30. nóvember 2023 14:25