Fyrirskipa handtöku forsetans fyrir hnefahöggið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2023 10:17 Halil Umut Meler liggur hér í grasinu eftir höggið frá Faruk Koca, forseta MKE Ankaragucu félagins, sem stendur yfir honum. Getty/Emin Sansar Tyrkneskur dómstóll hefur fyrirskipað handtöku forseta tyrkneska fótboltafélagsins Ankaragucu. Forsetinn heitir Faruk Koca en hann ruddist inn á leikvöllinn í leikslok í gærkvöldi og sló niður dómara leiksins með hörðu hnefahöggi. Ankaragucu var á heimavelli á móti Rizespor í tyrknesku úrvalsdeildinni í gær og leikurinn endaði með jafntefli eftir jöfnunarmark gestanna í uppbótatíma. A court in Turkey on Tuesday ordered the arrest of Ankaragucu president Faruk Koca for punching a referee in the face at the end of a Turkish Super Lig match and also remanded in custody two other suspects over the violence.https://t.co/u1lOeROZZ2— The Jerusalem Post (@Jerusalem_Post) December 12, 2023 Halil Umut Meler var að dæma leikinn en hann er einn virtasti dómari Tyrkja og dæmir reglulega í Meistaradeildinni. Forsetinn var það ósáttur með dómgæsluna í leiknum að hann lét sér ekki nægja að öskra á dómarann heldur strunsaði að honum og sló hann niður. Dómstólaráðherrann Yilmaz Tunc gaf það út að forsetinn og tveir aðrir yrðu handteknir fyrir árás á opinberan starfsmann. Tunc segir að rannsókn málsins sé í gangi. Tyrkneska knattspyrnusambandið frestaði öllum fótboltaleikjum í landinu um óákveðinn tíma eftir atvikið og framkoma forsetans er mikið hneyksli fyrir íþróttir landsins. Æðstu menn landsins hafa allir fordæmt atvikið sem og forseti FIFA og fleiri í knattspyrnuforystunni. Koca forseti má ekki aðeins búast við dómsmáli gegn sér heldur á hann líka von á mjög harðri refsingu frá tyrkneska sambandinu. Það er von á því að hann fari í langt bann og að félaginu verði einnig refsað harðlega. Tyrkneski boltinn Tengdar fréttir Erdogan búinn að tjá sig um hnefahöggið á fótboltavellinum Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, er meðal þeirra sem hafa komið fram opinberlega og fordæmt árás forseta fótboltaliðs á dómara eftir leik í tyrknesku úrvalsdeildinni. 12. desember 2023 07:45 Forsetinn sló dómarann í andlitið og öllum fótboltaleikjum frestað Tyrkneska knattspyrnusambandið hefur stöðvað allar deildi í landinu eftir skammarlegt kvöld fyrir tyrkneska fótboltann. 12. desember 2023 07:01 Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Fótbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sjá meira
Forsetinn heitir Faruk Koca en hann ruddist inn á leikvöllinn í leikslok í gærkvöldi og sló niður dómara leiksins með hörðu hnefahöggi. Ankaragucu var á heimavelli á móti Rizespor í tyrknesku úrvalsdeildinni í gær og leikurinn endaði með jafntefli eftir jöfnunarmark gestanna í uppbótatíma. A court in Turkey on Tuesday ordered the arrest of Ankaragucu president Faruk Koca for punching a referee in the face at the end of a Turkish Super Lig match and also remanded in custody two other suspects over the violence.https://t.co/u1lOeROZZ2— The Jerusalem Post (@Jerusalem_Post) December 12, 2023 Halil Umut Meler var að dæma leikinn en hann er einn virtasti dómari Tyrkja og dæmir reglulega í Meistaradeildinni. Forsetinn var það ósáttur með dómgæsluna í leiknum að hann lét sér ekki nægja að öskra á dómarann heldur strunsaði að honum og sló hann niður. Dómstólaráðherrann Yilmaz Tunc gaf það út að forsetinn og tveir aðrir yrðu handteknir fyrir árás á opinberan starfsmann. Tunc segir að rannsókn málsins sé í gangi. Tyrkneska knattspyrnusambandið frestaði öllum fótboltaleikjum í landinu um óákveðinn tíma eftir atvikið og framkoma forsetans er mikið hneyksli fyrir íþróttir landsins. Æðstu menn landsins hafa allir fordæmt atvikið sem og forseti FIFA og fleiri í knattspyrnuforystunni. Koca forseti má ekki aðeins búast við dómsmáli gegn sér heldur á hann líka von á mjög harðri refsingu frá tyrkneska sambandinu. Það er von á því að hann fari í langt bann og að félaginu verði einnig refsað harðlega.
Tyrkneski boltinn Tengdar fréttir Erdogan búinn að tjá sig um hnefahöggið á fótboltavellinum Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, er meðal þeirra sem hafa komið fram opinberlega og fordæmt árás forseta fótboltaliðs á dómara eftir leik í tyrknesku úrvalsdeildinni. 12. desember 2023 07:45 Forsetinn sló dómarann í andlitið og öllum fótboltaleikjum frestað Tyrkneska knattspyrnusambandið hefur stöðvað allar deildi í landinu eftir skammarlegt kvöld fyrir tyrkneska fótboltann. 12. desember 2023 07:01 Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Fótbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sjá meira
Erdogan búinn að tjá sig um hnefahöggið á fótboltavellinum Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, er meðal þeirra sem hafa komið fram opinberlega og fordæmt árás forseta fótboltaliðs á dómara eftir leik í tyrknesku úrvalsdeildinni. 12. desember 2023 07:45
Forsetinn sló dómarann í andlitið og öllum fótboltaleikjum frestað Tyrkneska knattspyrnusambandið hefur stöðvað allar deildi í landinu eftir skammarlegt kvöld fyrir tyrkneska fótboltann. 12. desember 2023 07:01
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti