Einhliða viðskiptaþvinganir gegn Ísrael þjóni engum tilgangi Magnús Jochum Pálsson og Heimir Már Pétursson skrifa 11. desember 2023 23:53 Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, sat fyrir svörum á Alþingi í tengslum við afstöðu Íslands til niðurstöðu öryggisráðsins og viðskiptaþvinganna á hendur Ísraelsmönnum. Vísir/Sigurjón Utanríkisráðherra telur ekki ráðlegt að Ísland ráðist ein þjóða í þvingunaraðgerðir gegn Ísrael til að knýja á um vopnahlé á Gaza. Almennt fari Ísland ekki þá leið að slíta stjórnmálasambandi við aðrar þjóðir, ekki einu sinni Rússa. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, alþjóðasamfélagið hafa brugðist Palestínumönnum og Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, tók í svipaðan streng. Báðar spurðu þær utanríkisráðherra hvort til greina kæmi að slíta viðskiptum og jafnvel stjórnmálasambandi við Ísrael vegna hernaðarins á Gaza. Þá kölluðu þær eftir afstöðu Íslands á væntanlegum neyðarfundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Þvingunaraðgerðir hafi mest áhrif með samtakamætti „Hver eru næstu skref Íslands og samstarfsríkja okkar eftir að Bandaríkin beittu neitunarvaldi í öryggisráðinu á föstudag? Telur utanríkisráðherra að viðskiptaþvinganir eða einhvers konar refsiaðgerðir geti komið til greina til að setja þrýsting á Ísraelsríki?“ spurði Kristrún Bjarna á þinginu. „Það er hægt að segja um þvingunaraðgerðir almennt að þær hafa langmest áhrif þegar samtakamáttur ríkja er nýttur. Nú eru ekki umræður um það á alþjóðavettvangi að beita slíkum úrræðum,“ svaraði Bjarni. Einhliða viðskipaþvinganir þjóni engum tilgangi „Mig langar að spyrja hæstvirtan ráðherra hvort önnur ríki hafi farið að fordæmi Íslands og ályktað um ástandið. Eða, vegna þess að spurningin gerist sífellt ágengari um slit á stjórnmálasambandi, hvort einhver ríki hafi gert það nú þegar?“ spurði Steinunn Þóra Bjarna. Bjarni sagði Bólivíu og Belís hafa slitið stjórnmálasambandi við Ísrael og átta ríki kallað sendiherra eða diplómata heim. „Ég ætla bara að segja það sem mína skoðun almennt að ég sé ekki í fyrsta lagi að það þjóni neinum tilgangi fyrir okkur að fara í einhliða viðskiptaþvinganir. Og almennt höfum við ekki viljað fara þá leið að slíta stjórnmálasambandi. Við gerðum það einu sinni í tilviki Breta. Við höfum ekki gert það gagnvart Rússum og það getur skaðað diplómatíska möguleika okkar að gera slíkt,“ sagði Bjarni að lokum. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira
Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, alþjóðasamfélagið hafa brugðist Palestínumönnum og Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, tók í svipaðan streng. Báðar spurðu þær utanríkisráðherra hvort til greina kæmi að slíta viðskiptum og jafnvel stjórnmálasambandi við Ísrael vegna hernaðarins á Gaza. Þá kölluðu þær eftir afstöðu Íslands á væntanlegum neyðarfundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Þvingunaraðgerðir hafi mest áhrif með samtakamætti „Hver eru næstu skref Íslands og samstarfsríkja okkar eftir að Bandaríkin beittu neitunarvaldi í öryggisráðinu á föstudag? Telur utanríkisráðherra að viðskiptaþvinganir eða einhvers konar refsiaðgerðir geti komið til greina til að setja þrýsting á Ísraelsríki?“ spurði Kristrún Bjarna á þinginu. „Það er hægt að segja um þvingunaraðgerðir almennt að þær hafa langmest áhrif þegar samtakamáttur ríkja er nýttur. Nú eru ekki umræður um það á alþjóðavettvangi að beita slíkum úrræðum,“ svaraði Bjarni. Einhliða viðskipaþvinganir þjóni engum tilgangi „Mig langar að spyrja hæstvirtan ráðherra hvort önnur ríki hafi farið að fordæmi Íslands og ályktað um ástandið. Eða, vegna þess að spurningin gerist sífellt ágengari um slit á stjórnmálasambandi, hvort einhver ríki hafi gert það nú þegar?“ spurði Steinunn Þóra Bjarna. Bjarni sagði Bólivíu og Belís hafa slitið stjórnmálasambandi við Ísrael og átta ríki kallað sendiherra eða diplómata heim. „Ég ætla bara að segja það sem mína skoðun almennt að ég sé ekki í fyrsta lagi að það þjóni neinum tilgangi fyrir okkur að fara í einhliða viðskiptaþvinganir. Og almennt höfum við ekki viljað fara þá leið að slíta stjórnmálasambandi. Við gerðum það einu sinni í tilviki Breta. Við höfum ekki gert það gagnvart Rússum og það getur skaðað diplómatíska möguleika okkar að gera slíkt,“ sagði Bjarni að lokum.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira