Kennir frænda Tómasar um atburðarásina: „Hann vissi vel í hvað stefndi“ Jón Þór Stefánsson skrifar 11. desember 2023 13:00 Steinþór Einarsson, sakborningur málsins og Kolrún Benediktsdóttir, aðstoðarhéraðssaksóknari, er þau mættust á gangi Héraðsdóms Norðurlands eystra í dag. Vísir Steinþór Einarsson, 37 ára gamall karlmaður sem er ákærður fyrir að hafa orðið Tómasi Waagfjörð að bana á Ólafsfirði í október í fyrra, var spurður út í meint umferðarlagabrot sín í aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Norðurlands eystra dag. Honum er gefið að sök að hafa ekið á bíl frænda Tómasar án ökuréttinda. Þegar hann var spurður út í meint umferðarlagabrot neitaði hann sök og kenndi frændanum um umferðarlagabrotin, sem og atburðina sem leiddi til dauða Tómasar. „Hann hefði vel getað komið í veg fyrir þetta allt saman. Hann hefði getað látið okkur vita hvernig Tómas væri, brýnandi hnífa og eitthvað,“ sagði Steinþór um frænda Tómasar, sem var einnig gestkomandi í húsinu á Ólafsfirði nóttina sem Tómas lést. Steinþór sagðist ekki þekkja frændann mikið. „Hann viss vel í hvað stefndi. Atburðarásin skrifast alfarið á hann.“ Dómari og saksóknari minntust þá á að verið væri að spyrja hann út í meint umferðarlagabrot. „Það væri alveg eftir honum að kenna mér um það líka,“ svaraði Steinþór. Líkt og áður segir neitar hann að hafa framið meint umferðarlagabrot. „Ég er ekki með bílpróf. Ég keyri ekki.“ Mynd úr öryggismyndavél sýndi krúnurakaðan eða sköllóttan ökumann bílsins. „Hann er snoðaður eins og ég,“ útskýrði Steinþór og gaf til kynna að frændinn hefði ekið bílnum. Blaðamaður gat ekki sagt til um hvort maðurinn á myndinni sem varpað var á skjá í dómsal væri Steinþór. Jógabolti til umfjöllunar Tómas lét lífið vegna stungusára. Í aðalmeðferð málsins hélt Steinþór því fram að Tómas hefði ráðist á sig, stungið sig tvisvar með hníf, átök brotist út á milli þeirra sem enduðu með því að Tómas hneig til jarðar. Steinþór sagði það hafa komið sér á óvart. Á meðal muna sem hafa verið til umfjöllunar fyrir dómi í dag er jógabolti sem var í húsinu á Ólafsfirði. Því hefur verið lýst að svo virðist sem boltinn hafi verið stunginn ítrekað. Steinþór vissi um hvaða bolta ræddi, en kannaðist ekki við að hafa stungið hann. Jafnframt sagðist hann ekki hafa orðið vitni að því að Tómas hefði stungið hann. Þegar Steinþór var spurður út í jógaboltann í annað sinn sagði hann: „Ég skil ekkert hvers vegna það er alltaf verið að spyrja út í þennan bolta. Nema jú að hann var stunginn,“ sagði hann. Þá sagði Steinþór að honum þætti skrýtið að boltinn hefði verið stunginn ítrekað, í hans huga þyrfti bara að gera það einu sinni svo hann myndi springa. Sviðsettu atburðina Fyrir dómi í dag sýndi sækjandi málsins myndband þar sem Steinþór sviðsetti átök milli sín og Tómasar í íbúðinni þar sem þau áttu sér stað. Steinþór lék sjálfan sig en lögreglumaður var í hlutverki Tómasar. Myndrammanum var skipt í fernt og sýndi rýmið þar sem átökin brutust út frá fjórum mismunandi sjónarhornum. Frá þremur mismunandi hliðum og að ofan. Sviðsetningin virtist að mestu í samræmi við lýsingar Steinþórs á atvikum málsins. Í upphafi situr hann í stól við eldhúsborð áður en átökin brjótast út og undir lokin skríður hann úr rýminu. Á hljóðrás myndbandsins mátti heyra Steinþór útskýra atburðina fyrir þeim sem voru viðstaddir, en illa mátti heyra hvað hann hafði að segja. Kolbrún Benediktsdóttir, aðstoðarhéraðssaksóknari, sagði myndbandið eitt þriggja þar sem atburðarásin væri sviðsett af Steinþóri. Þó væri um að ræða besta myndbandið, meðal annars vegna þess að í hinum hafi ekkert áhald verið til staðar sem táknaði hnífinn. Hún bauð upp á að hin tvö myndböndin væru sýnd, en dómari og verjandi Steinþórs sögðu ekki ástæðu til þess. Í kjölfarið fóru aðilar málsins í vettvangsferð til Ólafsfjarðar. Manndráp á Ólafsfirði Dómsmál Fjallabyggð Tengdar fréttir Sagðist „alveg við það að drepa þennan hobbita“ rétt fyrir andlátið Steinþór Einarsson, 37 ára gamall karlmaður sem er ákærður fyrir að hafa orðið Tómasi Waagfjörð að bana á Ólafsfirði í október í fyrra, lét þau orð falla hálftíma áður en andlátið átti sér stað að hann væri „alveg við það að drepa þennan hobbita“. Þar vísaði hann til Tómasar. 11. desember 2023 11:10 Ætla til Ólafsfjarðar að skoða vettvang manndrápsins Aðalmeðferð hófst í morgun í manndrápsmálinu á Ólafsfirði. Steinþór Einarsson er ákærður fyrir að hafa orðið Tómasi Waagfjörð að bana í október í fyrra. Steinþór ber fyrir sig neyðarvörn og segir Tómas hafa fyrst ráðist á sig með stóran hníf í hönd. 11. desember 2023 10:22 Tómas hafi reynt að myrða Steinþór áður en hann lést Í greinargerð verjanda Steinþórs Einarssonar, sem ákærður hefur verið fyrir að myrða Tómas Waagfjörð á Ólafsfirði í október í fyrra, segir að ótvírætt sé að Tómas hafi fyrst lagt til Steinþórs með stórum hnífi. 21. nóvember 2023 21:01 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Sjá meira
Þegar hann var spurður út í meint umferðarlagabrot neitaði hann sök og kenndi frændanum um umferðarlagabrotin, sem og atburðina sem leiddi til dauða Tómasar. „Hann hefði vel getað komið í veg fyrir þetta allt saman. Hann hefði getað látið okkur vita hvernig Tómas væri, brýnandi hnífa og eitthvað,“ sagði Steinþór um frænda Tómasar, sem var einnig gestkomandi í húsinu á Ólafsfirði nóttina sem Tómas lést. Steinþór sagðist ekki þekkja frændann mikið. „Hann viss vel í hvað stefndi. Atburðarásin skrifast alfarið á hann.“ Dómari og saksóknari minntust þá á að verið væri að spyrja hann út í meint umferðarlagabrot. „Það væri alveg eftir honum að kenna mér um það líka,“ svaraði Steinþór. Líkt og áður segir neitar hann að hafa framið meint umferðarlagabrot. „Ég er ekki með bílpróf. Ég keyri ekki.“ Mynd úr öryggismyndavél sýndi krúnurakaðan eða sköllóttan ökumann bílsins. „Hann er snoðaður eins og ég,“ útskýrði Steinþór og gaf til kynna að frændinn hefði ekið bílnum. Blaðamaður gat ekki sagt til um hvort maðurinn á myndinni sem varpað var á skjá í dómsal væri Steinþór. Jógabolti til umfjöllunar Tómas lét lífið vegna stungusára. Í aðalmeðferð málsins hélt Steinþór því fram að Tómas hefði ráðist á sig, stungið sig tvisvar með hníf, átök brotist út á milli þeirra sem enduðu með því að Tómas hneig til jarðar. Steinþór sagði það hafa komið sér á óvart. Á meðal muna sem hafa verið til umfjöllunar fyrir dómi í dag er jógabolti sem var í húsinu á Ólafsfirði. Því hefur verið lýst að svo virðist sem boltinn hafi verið stunginn ítrekað. Steinþór vissi um hvaða bolta ræddi, en kannaðist ekki við að hafa stungið hann. Jafnframt sagðist hann ekki hafa orðið vitni að því að Tómas hefði stungið hann. Þegar Steinþór var spurður út í jógaboltann í annað sinn sagði hann: „Ég skil ekkert hvers vegna það er alltaf verið að spyrja út í þennan bolta. Nema jú að hann var stunginn,“ sagði hann. Þá sagði Steinþór að honum þætti skrýtið að boltinn hefði verið stunginn ítrekað, í hans huga þyrfti bara að gera það einu sinni svo hann myndi springa. Sviðsettu atburðina Fyrir dómi í dag sýndi sækjandi málsins myndband þar sem Steinþór sviðsetti átök milli sín og Tómasar í íbúðinni þar sem þau áttu sér stað. Steinþór lék sjálfan sig en lögreglumaður var í hlutverki Tómasar. Myndrammanum var skipt í fernt og sýndi rýmið þar sem átökin brutust út frá fjórum mismunandi sjónarhornum. Frá þremur mismunandi hliðum og að ofan. Sviðsetningin virtist að mestu í samræmi við lýsingar Steinþórs á atvikum málsins. Í upphafi situr hann í stól við eldhúsborð áður en átökin brjótast út og undir lokin skríður hann úr rýminu. Á hljóðrás myndbandsins mátti heyra Steinþór útskýra atburðina fyrir þeim sem voru viðstaddir, en illa mátti heyra hvað hann hafði að segja. Kolbrún Benediktsdóttir, aðstoðarhéraðssaksóknari, sagði myndbandið eitt þriggja þar sem atburðarásin væri sviðsett af Steinþóri. Þó væri um að ræða besta myndbandið, meðal annars vegna þess að í hinum hafi ekkert áhald verið til staðar sem táknaði hnífinn. Hún bauð upp á að hin tvö myndböndin væru sýnd, en dómari og verjandi Steinþórs sögðu ekki ástæðu til þess. Í kjölfarið fóru aðilar málsins í vettvangsferð til Ólafsfjarðar.
Manndráp á Ólafsfirði Dómsmál Fjallabyggð Tengdar fréttir Sagðist „alveg við það að drepa þennan hobbita“ rétt fyrir andlátið Steinþór Einarsson, 37 ára gamall karlmaður sem er ákærður fyrir að hafa orðið Tómasi Waagfjörð að bana á Ólafsfirði í október í fyrra, lét þau orð falla hálftíma áður en andlátið átti sér stað að hann væri „alveg við það að drepa þennan hobbita“. Þar vísaði hann til Tómasar. 11. desember 2023 11:10 Ætla til Ólafsfjarðar að skoða vettvang manndrápsins Aðalmeðferð hófst í morgun í manndrápsmálinu á Ólafsfirði. Steinþór Einarsson er ákærður fyrir að hafa orðið Tómasi Waagfjörð að bana í október í fyrra. Steinþór ber fyrir sig neyðarvörn og segir Tómas hafa fyrst ráðist á sig með stóran hníf í hönd. 11. desember 2023 10:22 Tómas hafi reynt að myrða Steinþór áður en hann lést Í greinargerð verjanda Steinþórs Einarssonar, sem ákærður hefur verið fyrir að myrða Tómas Waagfjörð á Ólafsfirði í október í fyrra, segir að ótvírætt sé að Tómas hafi fyrst lagt til Steinþórs með stórum hnífi. 21. nóvember 2023 21:01 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Sjá meira
Sagðist „alveg við það að drepa þennan hobbita“ rétt fyrir andlátið Steinþór Einarsson, 37 ára gamall karlmaður sem er ákærður fyrir að hafa orðið Tómasi Waagfjörð að bana á Ólafsfirði í október í fyrra, lét þau orð falla hálftíma áður en andlátið átti sér stað að hann væri „alveg við það að drepa þennan hobbita“. Þar vísaði hann til Tómasar. 11. desember 2023 11:10
Ætla til Ólafsfjarðar að skoða vettvang manndrápsins Aðalmeðferð hófst í morgun í manndrápsmálinu á Ólafsfirði. Steinþór Einarsson er ákærður fyrir að hafa orðið Tómasi Waagfjörð að bana í október í fyrra. Steinþór ber fyrir sig neyðarvörn og segir Tómas hafa fyrst ráðist á sig með stóran hníf í hönd. 11. desember 2023 10:22
Tómas hafi reynt að myrða Steinþór áður en hann lést Í greinargerð verjanda Steinþórs Einarssonar, sem ákærður hefur verið fyrir að myrða Tómas Waagfjörð á Ólafsfirði í október í fyrra, segir að ótvírætt sé að Tómas hafi fyrst lagt til Steinþórs með stórum hnífi. 21. nóvember 2023 21:01