Hneig niður eftir að hafa drukkið gos með koffíni úr Krambúðinni Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. desember 2023 22:43 Fjórtán ára Selfyssingur hneig niður eftir að hafa drukkið tvær flöskur af koffíni sem hann keypti í Krambúðinni. Krambúðin Fjórtán ára drengur hneig niður eftir að hafa drukkið tvo gosdrykki með háu koffínmagni. Drykkina keypti hann á sjálfsafgreiðslukassa í Krambúðinni á Selfossi og höfðu starfsmenn engin afskipti af honum. Drengurinn náði sjálfur að hringja á sjúkrabíl og er kominn aftur heim til sín eftir stutta sjúkrahúsdvöl. Selfyssingurinn Magga Stína birti færslu á Facebook-hópnum Íbúar á Selfossi í kvöld þar sem hún segir frá þessum leiðinlega atburði. Magga Stína segir vanta eftirlit á sjálfsafgreiðslukössnum.Facebook „Þessir blessuðu sjálfsafgreiðslukassar geta verið ágætir og sérstaklega í asanum á þessum árstíma en eitt sem mér finnst vera vandamál og það eru börnin sem geta verslað sjálf og þá hvað sem er eins og óæskilega drykki,“ skrifar hún í færslunni. „Sonur minn lenti upp á sjúkrahúsi með sjúkrabíl þar sem hann hafði verið að drekka orkudrykki en hann náði ekki að koma heim og hneig niður á miðri leið og hringdi sjálfur á sjúkrabíl,“ skrifar hún. „Þetta er bara ungt fólk sem er að fylgjast með þessum sjálfsafgreiðslukössum og pæla ekkert í þessu. En þetta getur verið varasamt og ætti að hafa strangara eftirlit með þessu svo svona lagað gerist ekki eins og sjálfsagður hlutur,“ skrifaði hún að lokum. Fann að það var eitthvað að og hringdi á sjúkrabíl Í samtali við Vísi sagðist Magga Stína aðallega hafa birt færsluna til að vekja athygli á eftirlitsleysi með sjálfsafgreiðslukössum. „Það er svo mikið af ungu fólki sem vinnur þarna og það geta börn labbað þarna í gegn með hvað sem er, eitthvað sem er ekki æskilegt fyrir börn,“ sagði hún. Sonur Möggu Stínu er fjórtán ára og segir hún að hann hafi drukkið tvær flöskur af Mountain Dew úr Krambúðinni áður en hann hneig niður á leiðinni heim. „Hann fann að það var eitthvað að og hringdi sjálfur í neyðarlínuna. Við kenndum honum að hringja í neyðarlínuna þegar hann var þriggja ára af því maður veit aldrei,“ segir Magga. Hvernig líður honum núna? „Hann er núna kominn heim og er bara stabíll þannig hann slapp vel,“ segir Magga. Gosdrykkur með miklu koffíni Mountain Dew er almennt skilgreindur sem gosdrykkur en er þó með óvenjuhátt koffínmagn eða 77 millígrömm í 500 millílítrum. Mountain Dew hefur lengi verið vinsæll drykkur hjá börnum og ungmennum enda mikill sykur og koffín í drykknum. Það er töluvert hærra magn en í drykkjum á borð við Pepsi og Coke sem eru með 50 millígrömm af koffíni. Þá er það aðeins lægra magn en í orkudrykkjum á borð við Nocco og Collab sem eru með 105 millígrömm af koffíni. Magga Stína segir að börn þoli svona drykki auðvitað mun verr en fullorðnir og það geti jafnvel verið lífshættulegt. Alltof auðvelt fyrir börn að kaupa orkudrykki Magga Stína segist hafa fengið ágætis viðbrögð við færslu sinni. Margir séu henni sammála um að það skorti eftirlit með sjálfsafgreiðslukössunum. Flestir sem hún hefur talað við telij þó að það sé ekki hægt að bæta kerfið. „Ég vildi líka benda foreldrum á að tala við börnin sín. Þetta er viðkvæmur aldur og þau vilja vera eins og hin fullorðnu,“ segir Magga. Þá segist Magga sjá alltof mikið af börnum með orkudrykki. „Það er eins og það sé ekkert mál að kaupa þetta. En svo tekur maður eftir því að þegar börn fara á kassa þá eru þau stoppuð,“ segir hún. Eftirlitið á sjálfsafgreiðslukössunum sé því að hennar sögn greinilega lítið sem ekkert. Gosdrykkir Orkudrykkir Árborg Börn og uppeldi Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Sjá meira
Selfyssingurinn Magga Stína birti færslu á Facebook-hópnum Íbúar á Selfossi í kvöld þar sem hún segir frá þessum leiðinlega atburði. Magga Stína segir vanta eftirlit á sjálfsafgreiðslukössnum.Facebook „Þessir blessuðu sjálfsafgreiðslukassar geta verið ágætir og sérstaklega í asanum á þessum árstíma en eitt sem mér finnst vera vandamál og það eru börnin sem geta verslað sjálf og þá hvað sem er eins og óæskilega drykki,“ skrifar hún í færslunni. „Sonur minn lenti upp á sjúkrahúsi með sjúkrabíl þar sem hann hafði verið að drekka orkudrykki en hann náði ekki að koma heim og hneig niður á miðri leið og hringdi sjálfur á sjúkrabíl,“ skrifar hún. „Þetta er bara ungt fólk sem er að fylgjast með þessum sjálfsafgreiðslukössum og pæla ekkert í þessu. En þetta getur verið varasamt og ætti að hafa strangara eftirlit með þessu svo svona lagað gerist ekki eins og sjálfsagður hlutur,“ skrifaði hún að lokum. Fann að það var eitthvað að og hringdi á sjúkrabíl Í samtali við Vísi sagðist Magga Stína aðallega hafa birt færsluna til að vekja athygli á eftirlitsleysi með sjálfsafgreiðslukössum. „Það er svo mikið af ungu fólki sem vinnur þarna og það geta börn labbað þarna í gegn með hvað sem er, eitthvað sem er ekki æskilegt fyrir börn,“ sagði hún. Sonur Möggu Stínu er fjórtán ára og segir hún að hann hafi drukkið tvær flöskur af Mountain Dew úr Krambúðinni áður en hann hneig niður á leiðinni heim. „Hann fann að það var eitthvað að og hringdi sjálfur í neyðarlínuna. Við kenndum honum að hringja í neyðarlínuna þegar hann var þriggja ára af því maður veit aldrei,“ segir Magga. Hvernig líður honum núna? „Hann er núna kominn heim og er bara stabíll þannig hann slapp vel,“ segir Magga. Gosdrykkur með miklu koffíni Mountain Dew er almennt skilgreindur sem gosdrykkur en er þó með óvenjuhátt koffínmagn eða 77 millígrömm í 500 millílítrum. Mountain Dew hefur lengi verið vinsæll drykkur hjá börnum og ungmennum enda mikill sykur og koffín í drykknum. Það er töluvert hærra magn en í drykkjum á borð við Pepsi og Coke sem eru með 50 millígrömm af koffíni. Þá er það aðeins lægra magn en í orkudrykkjum á borð við Nocco og Collab sem eru með 105 millígrömm af koffíni. Magga Stína segir að börn þoli svona drykki auðvitað mun verr en fullorðnir og það geti jafnvel verið lífshættulegt. Alltof auðvelt fyrir börn að kaupa orkudrykki Magga Stína segist hafa fengið ágætis viðbrögð við færslu sinni. Margir séu henni sammála um að það skorti eftirlit með sjálfsafgreiðslukössunum. Flestir sem hún hefur talað við telij þó að það sé ekki hægt að bæta kerfið. „Ég vildi líka benda foreldrum á að tala við börnin sín. Þetta er viðkvæmur aldur og þau vilja vera eins og hin fullorðnu,“ segir Magga. Þá segist Magga sjá alltof mikið af börnum með orkudrykki. „Það er eins og það sé ekkert mál að kaupa þetta. En svo tekur maður eftir því að þegar börn fara á kassa þá eru þau stoppuð,“ segir hún. Eftirlitið á sjálfsafgreiðslukössunum sé því að hennar sögn greinilega lítið sem ekkert.
Gosdrykkir Orkudrykkir Árborg Börn og uppeldi Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Sjá meira