Kallað eftir viðskiptaþvingunum á hendur Ísraelum Bjarki Sigurðsson og Magnús Jochum Pálsson skrifa 11. desember 2023 00:06 Mótmælendur fjölmenntu á samstöðufund á Austurvelli til að mótmæla blóðsúthellingum á Gasasvæðinu og kalla eftir aðgerðum stjórnvalda. Vísir/Steingrímur Dúi Átökin á Gasasvæðinu héldu áfram í dag og hafa Ísraelar tvíeflst frá því Bandaríkjamenn beittu neitunarvaldi sínu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til að koma í veg fyrir vopnahlé. Samstöðufundir fyrir Palestínu fóru fram í þremur landshlutum í dag. Nú þegar rúmir tveir mánuðir eru liðnir síðan átök Hamas og Ísrael stigmögnuðust hafa tæplega sautján þúsund Palestínumenn fallið vegna þeirra. Samkvæmt tölum frá heilbrigðisráðuneytinu á Gasa er meirihluti þeirra konur og börn. Á sama tímabili hafa þrettán hundruð Ísraelar fallið. Ísraelar hafa eflst eftir að Bandaríkjamenn nýttu sér neitunarvald sitt í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til þess að koma í veg fyrir samþykkt á vopnahléstillögu. Í kjölfar neitunarinnar sendu Bandaríkjamenn vinaþjóð sinni við Miðjarðarhaf meiri hergögn. Hörmulegar aðstæður Palestínubúa í haldi Ísraela Dæmi eru um að óbreyttir borgarar á Gasasvæðinu séu handteknir af ísraelsku lögreglunni og látnir dvelja við hörmulegar aðstæður. „Ísraelskir hermenn héldu okkur föngnum í fimm daga. Við fengum hálft glas af vatni að drekka. Á fyrsta degi báðum við þá að gefa okkur að drekka en þeir sögðu að ekkert vatn væri til. Á öðrum degi krafðist ég þess að mér yrði sleppt sökum þess að ég væri ungur. Hann neitaði því og gaf mér hálft glas af vatni í viðbót,“ sagði Ahmad Abu Ras, fjórtán ára íbúi á Gasasvæðinu. Íslensk stjórnvöld þurfi að gera miklu betur Í dag stóðu samtökin Ísland-Palestína fyrir samstöðugöngu fyrir Palestínu en í dag er alþjóðlegur dagur mannréttinda. Mótmælendur söfnuðust saman við utanríkisráðuneytið á Rauðarárstíg. Sambærileg mótmæli voru haldin bæði á Akureyri og á Ísafirði. „Það verður að vera hægt að leysa deilur á annan hátt en að myrða og myrða og myrða á báða bóga,“ sagði Kristín Hildur Sætran, mótmælandi, um ástandið á Gasa. Kristín Hildur Sætran mótmælti blóðbaðinu á Gasasvæðinu.Vísir/Dúi Hvers vegna ert þú hérna í dag? „Manni ofbýður eiginlega bara að það sé ekki gert meira til að þrýsta á að þessi einhliða þjóðernishreinsun sé stöðvuð,“ sagði Erla Elíasdóttir Völudóttir, mótmælandi. „Íslensk stjórnvöld þurfa að gera miklu miklu betur en það sem þau hafa gert hingað til af því hingað til hafa þau varla gert nokkuð,“ sagði Julia Mai Linnéa Mar, mótmælandi, um aðgerðir íslenskra stjórnvalda. Juliu telur þögn yfir ástandinu á Gasa fela í sér samþykki á voðaverkunum.Vísir/Steingrímur Dúi Gangan endaði niðri við Alþingishúsið á Austurvelli. Þar voru haldnar kröftugar ræður og krafist viðskiptabanns á Ísrael. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Þetta sló mig vægast sagt illa og mér fannst sorglegt að sjá þetta“ Fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands segir alþjóðasamfélagið verða að standa saman vegna ástandsins á Gasa en málið sé afar flókið. Glimmerkast mótmælanda hafi slegið hann vægast sagt illa. 10. desember 2023 23:59 „Árás of djúpt í árinni tekið, en glimmersturtan út fyrir allan þjófabálk“ Mikill fjöldi safnaðist saman í dag í samstöðugöngu með Palestínu sem skipulögð var af Félaginu Ísland Palestína. Gangan er gengin á alþjóðlegum degi mannréttinda. 10. desember 2023 14:38 Krefjast tafarlausra viðbragða við voðaverkum á Gasa Hópur 569 Íslendinga hefur sent opið bréf á fjóra ráðherra og forseta Íslands þar sem þess er krafist að stjórnvöld slíti stjórnmála- og viðskiptasambandi við Ísrael, veiti öllum palestínskum umsækjendum tafarlaust alþjóðlega vernd og segi sig frá þátttöku í Eurovision verði Ísrael ekki vísað úr keppni. 8. desember 2023 18:48 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Sjá meira
Nú þegar rúmir tveir mánuðir eru liðnir síðan átök Hamas og Ísrael stigmögnuðust hafa tæplega sautján þúsund Palestínumenn fallið vegna þeirra. Samkvæmt tölum frá heilbrigðisráðuneytinu á Gasa er meirihluti þeirra konur og börn. Á sama tímabili hafa þrettán hundruð Ísraelar fallið. Ísraelar hafa eflst eftir að Bandaríkjamenn nýttu sér neitunarvald sitt í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til þess að koma í veg fyrir samþykkt á vopnahléstillögu. Í kjölfar neitunarinnar sendu Bandaríkjamenn vinaþjóð sinni við Miðjarðarhaf meiri hergögn. Hörmulegar aðstæður Palestínubúa í haldi Ísraela Dæmi eru um að óbreyttir borgarar á Gasasvæðinu séu handteknir af ísraelsku lögreglunni og látnir dvelja við hörmulegar aðstæður. „Ísraelskir hermenn héldu okkur föngnum í fimm daga. Við fengum hálft glas af vatni að drekka. Á fyrsta degi báðum við þá að gefa okkur að drekka en þeir sögðu að ekkert vatn væri til. Á öðrum degi krafðist ég þess að mér yrði sleppt sökum þess að ég væri ungur. Hann neitaði því og gaf mér hálft glas af vatni í viðbót,“ sagði Ahmad Abu Ras, fjórtán ára íbúi á Gasasvæðinu. Íslensk stjórnvöld þurfi að gera miklu betur Í dag stóðu samtökin Ísland-Palestína fyrir samstöðugöngu fyrir Palestínu en í dag er alþjóðlegur dagur mannréttinda. Mótmælendur söfnuðust saman við utanríkisráðuneytið á Rauðarárstíg. Sambærileg mótmæli voru haldin bæði á Akureyri og á Ísafirði. „Það verður að vera hægt að leysa deilur á annan hátt en að myrða og myrða og myrða á báða bóga,“ sagði Kristín Hildur Sætran, mótmælandi, um ástandið á Gasa. Kristín Hildur Sætran mótmælti blóðbaðinu á Gasasvæðinu.Vísir/Dúi Hvers vegna ert þú hérna í dag? „Manni ofbýður eiginlega bara að það sé ekki gert meira til að þrýsta á að þessi einhliða þjóðernishreinsun sé stöðvuð,“ sagði Erla Elíasdóttir Völudóttir, mótmælandi. „Íslensk stjórnvöld þurfa að gera miklu miklu betur en það sem þau hafa gert hingað til af því hingað til hafa þau varla gert nokkuð,“ sagði Julia Mai Linnéa Mar, mótmælandi, um aðgerðir íslenskra stjórnvalda. Juliu telur þögn yfir ástandinu á Gasa fela í sér samþykki á voðaverkunum.Vísir/Steingrímur Dúi Gangan endaði niðri við Alþingishúsið á Austurvelli. Þar voru haldnar kröftugar ræður og krafist viðskiptabanns á Ísrael.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Þetta sló mig vægast sagt illa og mér fannst sorglegt að sjá þetta“ Fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands segir alþjóðasamfélagið verða að standa saman vegna ástandsins á Gasa en málið sé afar flókið. Glimmerkast mótmælanda hafi slegið hann vægast sagt illa. 10. desember 2023 23:59 „Árás of djúpt í árinni tekið, en glimmersturtan út fyrir allan þjófabálk“ Mikill fjöldi safnaðist saman í dag í samstöðugöngu með Palestínu sem skipulögð var af Félaginu Ísland Palestína. Gangan er gengin á alþjóðlegum degi mannréttinda. 10. desember 2023 14:38 Krefjast tafarlausra viðbragða við voðaverkum á Gasa Hópur 569 Íslendinga hefur sent opið bréf á fjóra ráðherra og forseta Íslands þar sem þess er krafist að stjórnvöld slíti stjórnmála- og viðskiptasambandi við Ísrael, veiti öllum palestínskum umsækjendum tafarlaust alþjóðlega vernd og segi sig frá þátttöku í Eurovision verði Ísrael ekki vísað úr keppni. 8. desember 2023 18:48 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Sjá meira
„Þetta sló mig vægast sagt illa og mér fannst sorglegt að sjá þetta“ Fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands segir alþjóðasamfélagið verða að standa saman vegna ástandsins á Gasa en málið sé afar flókið. Glimmerkast mótmælanda hafi slegið hann vægast sagt illa. 10. desember 2023 23:59
„Árás of djúpt í árinni tekið, en glimmersturtan út fyrir allan þjófabálk“ Mikill fjöldi safnaðist saman í dag í samstöðugöngu með Palestínu sem skipulögð var af Félaginu Ísland Palestína. Gangan er gengin á alþjóðlegum degi mannréttinda. 10. desember 2023 14:38
Krefjast tafarlausra viðbragða við voðaverkum á Gasa Hópur 569 Íslendinga hefur sent opið bréf á fjóra ráðherra og forseta Íslands þar sem þess er krafist að stjórnvöld slíti stjórnmála- og viðskiptasambandi við Ísrael, veiti öllum palestínskum umsækjendum tafarlaust alþjóðlega vernd og segi sig frá þátttöku í Eurovision verði Ísrael ekki vísað úr keppni. 8. desember 2023 18:48