Verslunin opnar í rými þar sem áður var rekin verslunin Frú Lauga við Laugalæk. Tilkynnt var um flutninginn í vikunni.
Frú Laugu var lokað í sumar eftir að fyrirtækið fór í þrot en verslunin hafði um árabil verið rekin í rýminu. Þar voru seldar ýmsar lífrænar vörur og ýmislegt beint frá bónda. Verslunin opnaði fyrst árið 2009.