Inter á toppinn á Ítalíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. desember 2023 21:46 Hakan Çalhanoğlu var öflugur í kvöld. @Inter Inter er komið á topp Serie A, ítölsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, eftir öruggan 4-0 sigur á Udinese. Atalanta vann dramatískan sigur á AC Milan. Í Þýskalandi vann RB Leipzing útisigur á Borussia Dortmund. Juventus hafði tyllt sér á topp deildarinnar í dag en Inter sýndi allar sínu bestu hliðar þegar Udinese heimsótti San Siro-völlinn í Mílanó. Á sjö mínútna kafla undir lok fyrri hálfleiks skoraði liðið þrjú mörk og gekk frá leiknum. Það fyrsta skoraði Hakan Çalhanoğlu úr vítaspyrnu á 37. mínútu. Hann lagði svo upp annað markið sem Federico Dimarco skoraði fimm mínútum síðar. Aðeins tveimur mínútum síðar gulltryggði Marcus Thuram sigurinn eftir undirbúning Henrikh Mkhitaryan. Ecco a voi @FDimarco #ForzaInter #InterUdinese pic.twitter.com/JUsDVC42dt— Inter (@Inter) December 9, 2023 Undir lok leiks bætti Lautaro Martínez við fjórða marki Inter og þar við sat, lokatölur 4-0 heimaliðinu í vil. Inter því komið aftur á topp deildarinnar með 38 stig að loknum 15 leikjum, tveimur meira en Juventus. AC Milan er í 3. sæti með 29 stig þrátt fyrir 3-2 tap gegn Atalanta fyrr í dag. Sigurmarkið skoraði Luis Muriel þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Hin tvö mörk Atalanta skoraði Ademola Lookman á meðan Oliver Giroud og Luka Jović skoruðu mörk AC Milan. Þá gerðu Verona og Lazio 1-1 jafntefli. Mattia Zaccagni með mark Lazio og Thomas Henry mark Verona. EL TACONAZO DE @Luisfmuriel09 #AtalantaMilan #SerieA #GoAtalantaGo pic.twitter.com/xx6KporfNL— Atalanta B.C. (@Atalanta_BC) December 9, 2023 Í Þýskalandi vann RB Leipzig 3-2 útisigur á Borussia Dortmund. Mats Hummels, miðvörður Dortmund, fékk beint rautt spjald eftir stundarfjórðungs leik og heimamenn manni færri í 75 mínútur. Til að bæta gráu ofan á svart skoraði Ramy Bensebaini sjálfsmark eftir hálftímaleik og gestirnir komnir 1-0 yfir. Miðvörðurinn Niklas Süle jafnaði metin fyrir Dortmund áður en fyrri hálfleikur var úti og staðan 1-1 í hléinu. Christoph Baumgartner kom Leipzig yfir á nýjan leik og Yussuf Poulsen gulltryggði sigurinn í uppbótartíma. Skipti engu máli þó Niclas Füllkrug hafi minnkað muninn í 3-2 fyrir Dortmund áður en flautað var til leiksloka. Schön. Und verdient. #HeyRBLeipzig pic.twitter.com/BS4jDe8zMf— RB Leipzig (@RBLeipzig) December 9, 2023 Leipzig er í 4. sæti með 29 stig að loknum 14 leikjum. Dortmund er sæti neðar með 25 stig. Fótbolti Ítalski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Sjá meira
Juventus hafði tyllt sér á topp deildarinnar í dag en Inter sýndi allar sínu bestu hliðar þegar Udinese heimsótti San Siro-völlinn í Mílanó. Á sjö mínútna kafla undir lok fyrri hálfleiks skoraði liðið þrjú mörk og gekk frá leiknum. Það fyrsta skoraði Hakan Çalhanoğlu úr vítaspyrnu á 37. mínútu. Hann lagði svo upp annað markið sem Federico Dimarco skoraði fimm mínútum síðar. Aðeins tveimur mínútum síðar gulltryggði Marcus Thuram sigurinn eftir undirbúning Henrikh Mkhitaryan. Ecco a voi @FDimarco #ForzaInter #InterUdinese pic.twitter.com/JUsDVC42dt— Inter (@Inter) December 9, 2023 Undir lok leiks bætti Lautaro Martínez við fjórða marki Inter og þar við sat, lokatölur 4-0 heimaliðinu í vil. Inter því komið aftur á topp deildarinnar með 38 stig að loknum 15 leikjum, tveimur meira en Juventus. AC Milan er í 3. sæti með 29 stig þrátt fyrir 3-2 tap gegn Atalanta fyrr í dag. Sigurmarkið skoraði Luis Muriel þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Hin tvö mörk Atalanta skoraði Ademola Lookman á meðan Oliver Giroud og Luka Jović skoruðu mörk AC Milan. Þá gerðu Verona og Lazio 1-1 jafntefli. Mattia Zaccagni með mark Lazio og Thomas Henry mark Verona. EL TACONAZO DE @Luisfmuriel09 #AtalantaMilan #SerieA #GoAtalantaGo pic.twitter.com/xx6KporfNL— Atalanta B.C. (@Atalanta_BC) December 9, 2023 Í Þýskalandi vann RB Leipzig 3-2 útisigur á Borussia Dortmund. Mats Hummels, miðvörður Dortmund, fékk beint rautt spjald eftir stundarfjórðungs leik og heimamenn manni færri í 75 mínútur. Til að bæta gráu ofan á svart skoraði Ramy Bensebaini sjálfsmark eftir hálftímaleik og gestirnir komnir 1-0 yfir. Miðvörðurinn Niklas Süle jafnaði metin fyrir Dortmund áður en fyrri hálfleikur var úti og staðan 1-1 í hléinu. Christoph Baumgartner kom Leipzig yfir á nýjan leik og Yussuf Poulsen gulltryggði sigurinn í uppbótartíma. Skipti engu máli þó Niclas Füllkrug hafi minnkað muninn í 3-2 fyrir Dortmund áður en flautað var til leiksloka. Schön. Und verdient. #HeyRBLeipzig pic.twitter.com/BS4jDe8zMf— RB Leipzig (@RBLeipzig) December 9, 2023 Leipzig er í 4. sæti með 29 stig að loknum 14 leikjum. Dortmund er sæti neðar með 25 stig.
Fótbolti Ítalski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Sjá meira