Ísland ætli ekki að draga sig úr keppni í Eurovision Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. desember 2023 21:46 Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri, segir Rúv ekki ætla að draga Ísland úr keppni í Eurovision í mótmælaskyni við þátttöku Ísraels í keppninni. Rúv Útvarpsstjóri segir þátttöku Íslands í Eurovision hafa ekkert með pólitíska afstöðu að gera. Um 3.300 manns hafa skrifað undir undirskriftarlista sem skorar á Rúv að neita þátttöku verði Ísrael ekki vísað úr keppni. Í kvöldfréttum Rúv sagði Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins, að tugir erinda hefðu borist inn á borð Rúv þar sem stofnunin væri hvött til að draga Ísland úr keppninni en gagnrýni hvað varðaði þátttöku Ísraels væri ekki ný af nálinni. Málið hefði verið rætt en engin skilyrði hafi verið sett fyrir þátttöku Íslands af hálfu stjórnvalda eða Ríkisútvarpsins. Rúv hefði tekið þátt í keppninni síðan 1986 og stefnt væri á að gera því áfram. „Við höfum auðvitað bara farið vel yfir stöðuna og komið áhyggjum okkar á framfæri við EBU og í samtölum okkar við aðra aðila, að þá öryggismálum í keppninni þegar hún verður haldin í maí,“ sagði Stefán í frétt Rúv. Þá taldi Stefán að ekki væri verið að taka pólitíska afstöðu með þátttöku í keppninni og þátttaka Rúv hefði ekkert með pólitíska afstöðu að gera. Jafnframt væri það ekki hlutverk Rúv að taka pólitíska afstöðu. Rússum vísað úr keppni en ekki Ísraelum Rússlandi var vísað úr Eurovision í kjölfar innrásar þeirra í Úkraínu í febrúar 2022. Upphaflega stóð til að leyfa Rússum að taka þátt að óbreyttu árið 2022 en þeim var hent úr keppninni eftir að Finnar hótuðu að draga þátttöku sína til baka vegna ákvörðunarinnar. Í kjölfarið tilkynntu fleiri forsvarsmenn norrænna sjónvarpsstöðva, þar á meðal Stefán, að þau hygðust einnig draga þátttöku sína til baka fengi Rússland að taka þátt. „Við teljum það óásættanlegt að Rússar taki þátt í Eurovision,“ sagði Stefán þá um málið. Eurovision Ríkisútvarpið Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Fjölmiðlar Tengdar fréttir Krefjast tafarlausra viðbragða við voðaverkum á Gasa Hópur 569 Íslendinga hefur sent opið bréf á fjóra ráðherra og forseta Íslands þar sem þess er krafist að stjórnvöld slíti stjórnmála- og viðskiptasambandi við Ísrael, veiti öllum palestínskum umsækjendum tafarlaust alþjóðlega vernd og segi sig frá þátttöku í Eurovision verði Ísrael ekki vísað úr keppni. 8. desember 2023 18:48 Rússum meinuð þátttaka í Eurovision European Broadcasting Union (EBU), eða Samband evrópskra ríkisútvarpa, hefur ákveðið að meina Rússum þátttöku að Evrópsku söngvakeppninni, vegna árásar Rússa inn í Úkraínu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá EBU. 25. febrúar 2022 16:55 Norrænu sjónvarpsstöðvarnar vilja Rússland úr Eurovision Forsvarsmenn norrænu sjónvarpsstöðvanna sem taka þátt í Eurovision keppninni vilja að Rússlandi verði vísað úr keppninni í ár vegna innrásarinnar í Úkraínu. 25. febrúar 2022 15:25 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira
Í kvöldfréttum Rúv sagði Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins, að tugir erinda hefðu borist inn á borð Rúv þar sem stofnunin væri hvött til að draga Ísland úr keppninni en gagnrýni hvað varðaði þátttöku Ísraels væri ekki ný af nálinni. Málið hefði verið rætt en engin skilyrði hafi verið sett fyrir þátttöku Íslands af hálfu stjórnvalda eða Ríkisútvarpsins. Rúv hefði tekið þátt í keppninni síðan 1986 og stefnt væri á að gera því áfram. „Við höfum auðvitað bara farið vel yfir stöðuna og komið áhyggjum okkar á framfæri við EBU og í samtölum okkar við aðra aðila, að þá öryggismálum í keppninni þegar hún verður haldin í maí,“ sagði Stefán í frétt Rúv. Þá taldi Stefán að ekki væri verið að taka pólitíska afstöðu með þátttöku í keppninni og þátttaka Rúv hefði ekkert með pólitíska afstöðu að gera. Jafnframt væri það ekki hlutverk Rúv að taka pólitíska afstöðu. Rússum vísað úr keppni en ekki Ísraelum Rússlandi var vísað úr Eurovision í kjölfar innrásar þeirra í Úkraínu í febrúar 2022. Upphaflega stóð til að leyfa Rússum að taka þátt að óbreyttu árið 2022 en þeim var hent úr keppninni eftir að Finnar hótuðu að draga þátttöku sína til baka vegna ákvörðunarinnar. Í kjölfarið tilkynntu fleiri forsvarsmenn norrænna sjónvarpsstöðva, þar á meðal Stefán, að þau hygðust einnig draga þátttöku sína til baka fengi Rússland að taka þátt. „Við teljum það óásættanlegt að Rússar taki þátt í Eurovision,“ sagði Stefán þá um málið.
Eurovision Ríkisútvarpið Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Fjölmiðlar Tengdar fréttir Krefjast tafarlausra viðbragða við voðaverkum á Gasa Hópur 569 Íslendinga hefur sent opið bréf á fjóra ráðherra og forseta Íslands þar sem þess er krafist að stjórnvöld slíti stjórnmála- og viðskiptasambandi við Ísrael, veiti öllum palestínskum umsækjendum tafarlaust alþjóðlega vernd og segi sig frá þátttöku í Eurovision verði Ísrael ekki vísað úr keppni. 8. desember 2023 18:48 Rússum meinuð þátttaka í Eurovision European Broadcasting Union (EBU), eða Samband evrópskra ríkisútvarpa, hefur ákveðið að meina Rússum þátttöku að Evrópsku söngvakeppninni, vegna árásar Rússa inn í Úkraínu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá EBU. 25. febrúar 2022 16:55 Norrænu sjónvarpsstöðvarnar vilja Rússland úr Eurovision Forsvarsmenn norrænu sjónvarpsstöðvanna sem taka þátt í Eurovision keppninni vilja að Rússlandi verði vísað úr keppninni í ár vegna innrásarinnar í Úkraínu. 25. febrúar 2022 15:25 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira
Krefjast tafarlausra viðbragða við voðaverkum á Gasa Hópur 569 Íslendinga hefur sent opið bréf á fjóra ráðherra og forseta Íslands þar sem þess er krafist að stjórnvöld slíti stjórnmála- og viðskiptasambandi við Ísrael, veiti öllum palestínskum umsækjendum tafarlaust alþjóðlega vernd og segi sig frá þátttöku í Eurovision verði Ísrael ekki vísað úr keppni. 8. desember 2023 18:48
Rússum meinuð þátttaka í Eurovision European Broadcasting Union (EBU), eða Samband evrópskra ríkisútvarpa, hefur ákveðið að meina Rússum þátttöku að Evrópsku söngvakeppninni, vegna árásar Rússa inn í Úkraínu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá EBU. 25. febrúar 2022 16:55
Norrænu sjónvarpsstöðvarnar vilja Rússland úr Eurovision Forsvarsmenn norrænu sjónvarpsstöðvanna sem taka þátt í Eurovision keppninni vilja að Rússlandi verði vísað úr keppninni í ár vegna innrásarinnar í Úkraínu. 25. febrúar 2022 15:25