Horfði í beinni á innbrot manns sem skaut fjölskylduna síðan til bana Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. desember 2023 22:35 Systkini Domatiliu Caal, fyrir miðju, reyna að hugga hana á staðnum þar sem maður hennar var skotinn til bana af Shane James. Jay Janner/AP Maður í Texas horfði í beinni á það þegar maður braust inn á heimili hans áður en hann skaut konu hans og dóttur til bana. Árásin var hluti af berserksgangi skotmannsins sem drap sex og særði þrjá í Texas á þriðjudag. Þetta kemur fram í nýjum dómskjölum sem greina frá því hvernig hinn 34 ára Shane James braust inn í hús fjölskyldunnar og hvernig hann reyndi síðar að flýja úr fangelsi. Fangamynd af Shane James sem mun líklega hljóta dauðarefsingu fyrir glæpi sína, sex morð og þrjár tilraunir til morðs.Austin Police Department/AP Árásirnar áttu sér stað þriðjudaginn 5. desember og gæti James átt yfir höfði sér dauðarefsingu vegna glæpa sinna. Á miðvikudag eftir að búið var að handtaka James reyndi hann að flýja úr fangelsi í Travis-sýslu. Honum tókst að komast fram á gang þar sem hann var yfirbugaður af lögregluþjónum. Bandarískir miðlar hafa greint frá því að James hafi verið andlega veikur. Þá hafði hann áður verið handtekinn fyrir að ráðast á fjölskyldumeðlim og var góðkunningi lögreglunnar í Austin. Myrti mæðgurnar og flúði á fjölskyldubílnum Gögn sem voru birt í málinu í dag lýsa innbroti James í hús í borginni Austin. Þar kemur fram að maður sem fylgdist með öryggismyndavélum á heimili sínu hringdi í neyðarlínuna til að tilkynna að brotist hefði verið inn til hans. Lögregluþjónar mættu á vettvang og höfðu afskipti af innbrotsþjófnum sem skaut til þeirra. Hann hæfði einn lögregluþjóninn áður en hann rændi bíl heimilisins og flúði af vettvangi. Lögreglan veitti James eftirför og var hann á endanum handsamaður eftir að hafa klesst stolna bílnum, Þegar lögregluþjónarnir rannsökuðu heimilið fundu þeir tvær konur sem höfðu hlotið alvarlega skotáverka. Ekki tókst að lífga konurnar við og létust þær á vettvangi. Nöfn kvennanna hafa verið gerð opinber en þær voru hin 56 ára Katherine Short og hin þrítuga Lauren Short. Dóttirin var samkvæmt föðurnum með „sérþarfir“ en það kemur ekki fram í hverju þær fólust. Myrti fyrst foreldra sína Að sögn Javier Salazar, fógeta Bexar-sýslu, er talið að árásarhrina James hafi hafist einhvern tímann á milli mánudagsnætur og þriðjudagsmorguns. Fyrstu fórnarlömb James voru foreldrar hans, Phyllis og Shane James eldri. Fjölskyldumeðlimir höfðu talað við hjónin á mánudagskvöld en lík þeirra fundust á þriðjudagskvöld. Íbúar í Austin ræða við lögreglu á þriðjudag eftir að Shane James hafði skotið níu manns til bana.Sara Diggins/AP Upphaflega var lögreglu gert viðvart um árásirnar á þriðjudagsmorgun, rétt fyrir ellefu, þegar henni var tilkynnt að lögregluþjónninn Val Barnes í Austin hefði verið skotinn í fótinn. Menntaskóla í hverfinu var þá lokað og hófst leit að skotmanninum. Rétt fyrir hádegi barst lögreglunni fjöldi tilkynninga um að tveir hefðu verið skotnir í Austin. Annað fórnarlambanna, hinn 32 ára Emmanuel Pop Ba, var látinn þegar lögregla kom á vettvang en hitt fórnarlambið, hin 24 ára Sabrina Rahman, lést á spítala. Árásarhrinan hélt áfram næstu klukkutímana þar til henni lauk eftir að James klessti Acura-bílinn sem hann stal frá Shotrt-fjölskyldunni. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Þetta kemur fram í nýjum dómskjölum sem greina frá því hvernig hinn 34 ára Shane James braust inn í hús fjölskyldunnar og hvernig hann reyndi síðar að flýja úr fangelsi. Fangamynd af Shane James sem mun líklega hljóta dauðarefsingu fyrir glæpi sína, sex morð og þrjár tilraunir til morðs.Austin Police Department/AP Árásirnar áttu sér stað þriðjudaginn 5. desember og gæti James átt yfir höfði sér dauðarefsingu vegna glæpa sinna. Á miðvikudag eftir að búið var að handtaka James reyndi hann að flýja úr fangelsi í Travis-sýslu. Honum tókst að komast fram á gang þar sem hann var yfirbugaður af lögregluþjónum. Bandarískir miðlar hafa greint frá því að James hafi verið andlega veikur. Þá hafði hann áður verið handtekinn fyrir að ráðast á fjölskyldumeðlim og var góðkunningi lögreglunnar í Austin. Myrti mæðgurnar og flúði á fjölskyldubílnum Gögn sem voru birt í málinu í dag lýsa innbroti James í hús í borginni Austin. Þar kemur fram að maður sem fylgdist með öryggismyndavélum á heimili sínu hringdi í neyðarlínuna til að tilkynna að brotist hefði verið inn til hans. Lögregluþjónar mættu á vettvang og höfðu afskipti af innbrotsþjófnum sem skaut til þeirra. Hann hæfði einn lögregluþjóninn áður en hann rændi bíl heimilisins og flúði af vettvangi. Lögreglan veitti James eftirför og var hann á endanum handsamaður eftir að hafa klesst stolna bílnum, Þegar lögregluþjónarnir rannsökuðu heimilið fundu þeir tvær konur sem höfðu hlotið alvarlega skotáverka. Ekki tókst að lífga konurnar við og létust þær á vettvangi. Nöfn kvennanna hafa verið gerð opinber en þær voru hin 56 ára Katherine Short og hin þrítuga Lauren Short. Dóttirin var samkvæmt föðurnum með „sérþarfir“ en það kemur ekki fram í hverju þær fólust. Myrti fyrst foreldra sína Að sögn Javier Salazar, fógeta Bexar-sýslu, er talið að árásarhrina James hafi hafist einhvern tímann á milli mánudagsnætur og þriðjudagsmorguns. Fyrstu fórnarlömb James voru foreldrar hans, Phyllis og Shane James eldri. Fjölskyldumeðlimir höfðu talað við hjónin á mánudagskvöld en lík þeirra fundust á þriðjudagskvöld. Íbúar í Austin ræða við lögreglu á þriðjudag eftir að Shane James hafði skotið níu manns til bana.Sara Diggins/AP Upphaflega var lögreglu gert viðvart um árásirnar á þriðjudagsmorgun, rétt fyrir ellefu, þegar henni var tilkynnt að lögregluþjónninn Val Barnes í Austin hefði verið skotinn í fótinn. Menntaskóla í hverfinu var þá lokað og hófst leit að skotmanninum. Rétt fyrir hádegi barst lögreglunni fjöldi tilkynninga um að tveir hefðu verið skotnir í Austin. Annað fórnarlambanna, hinn 32 ára Emmanuel Pop Ba, var látinn þegar lögregla kom á vettvang en hitt fórnarlambið, hin 24 ára Sabrina Rahman, lést á spítala. Árásarhrinan hélt áfram næstu klukkutímana þar til henni lauk eftir að James klessti Acura-bílinn sem hann stal frá Shotrt-fjölskyldunni.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira