Fjórar vikur frá rýmingu: Enn óvíst hvenær fólk flytur heim Bjarki Sigurðsson skrifar 9. desember 2023 11:51 Fannar Jónasson er bæjarstjóri Grindavíkur. Vísir/Arnar Fjórar vikur eru síðan Grindavíkurbær var rýmdur. Einhverjir bæjarbúar vilja komast heim en bæjarstjórinn segir það enn ekki vera orðið fullkomlega öruggt. Í gær voru fjórar vikur síðan Grindavíkurbær var rýmdur vegna eldgosahættu á svæðinu. Síðan þá hefur skjálftum á svæðinu fækkað gríðarlega og minni líkur á að kvika komi skyndilega upp á land líkt og mikil hætta var á. Reglurnar eru nú þannig að Grindvíkingar fá að vera í bænum frá klukkan sjö á morgnanna til fimm á daginn. Nokkrir íbúar sem fréttastofa hefur rætt við vilja þó fá að komast heim ótímabundið. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir flesta þó ekki taka neina áhættu. „Það eru örugglega lang flestir Grindvíkingar sem vilja fara heim þegar það er talið óhætt fyrir þá að fara heim. Það er meðvitað hjá langflestum að það verður ekki gert fyrr en að öryggi sé gætt eins og hægt er,“ segir Fannar. Síðustu daga hefur verið unnið að því að fylla í sprungur sem hafa myndast í bænum. Fannar segir að það verkefni gangi vel. „Langstærsta verkefnið er um miðbik bæjarins þar sem er stór og mikill skurður sem verið er að leggja nýja fráveitulögn í. Það er gert ráð fyrir því að eftir viku verði þeim framkvæmdum væntanlega lokið. Veðráttan vinnur mjög með okkur í þessu efni. Svo eru smá viðgerðir hér og þar sem verið er að vinna í jöfnum höndum,“ segir Fannar. Hann bendir á að á meðan sprungurnar séu á svæðinu, og enn nýjar sprungur að myndast, sé ekki fullkomlega öruggt fyrir íbúa að vera á svæðinu. „Það veit enginn um framtíðina en það er heldur ekki hægt að svara því til hvenær það verður talið óhætt að fara inn í bæinn. Alls ekki víst hvenær hægt er að fara að gista. Það er allt gert með öryggi íbúanna í huga hvenær talið verður óhætt að ganga skrefinu lengra í því efni. Það er mikið verið að tala um jólin í þessu sambandi og það er of snemmt að svara því. Það er enn landris við Svartsengi og menn bíða eftir því hvað gerist í næstu viku,“ segir Fannar. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Sjá meira
Í gær voru fjórar vikur síðan Grindavíkurbær var rýmdur vegna eldgosahættu á svæðinu. Síðan þá hefur skjálftum á svæðinu fækkað gríðarlega og minni líkur á að kvika komi skyndilega upp á land líkt og mikil hætta var á. Reglurnar eru nú þannig að Grindvíkingar fá að vera í bænum frá klukkan sjö á morgnanna til fimm á daginn. Nokkrir íbúar sem fréttastofa hefur rætt við vilja þó fá að komast heim ótímabundið. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir flesta þó ekki taka neina áhættu. „Það eru örugglega lang flestir Grindvíkingar sem vilja fara heim þegar það er talið óhætt fyrir þá að fara heim. Það er meðvitað hjá langflestum að það verður ekki gert fyrr en að öryggi sé gætt eins og hægt er,“ segir Fannar. Síðustu daga hefur verið unnið að því að fylla í sprungur sem hafa myndast í bænum. Fannar segir að það verkefni gangi vel. „Langstærsta verkefnið er um miðbik bæjarins þar sem er stór og mikill skurður sem verið er að leggja nýja fráveitulögn í. Það er gert ráð fyrir því að eftir viku verði þeim framkvæmdum væntanlega lokið. Veðráttan vinnur mjög með okkur í þessu efni. Svo eru smá viðgerðir hér og þar sem verið er að vinna í jöfnum höndum,“ segir Fannar. Hann bendir á að á meðan sprungurnar séu á svæðinu, og enn nýjar sprungur að myndast, sé ekki fullkomlega öruggt fyrir íbúa að vera á svæðinu. „Það veit enginn um framtíðina en það er heldur ekki hægt að svara því til hvenær það verður talið óhætt að fara inn í bæinn. Alls ekki víst hvenær hægt er að fara að gista. Það er allt gert með öryggi íbúanna í huga hvenær talið verður óhætt að ganga skrefinu lengra í því efni. Það er mikið verið að tala um jólin í þessu sambandi og það er of snemmt að svara því. Það er enn landris við Svartsengi og menn bíða eftir því hvað gerist í næstu viku,“ segir Fannar.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Sjá meira