Krefjast tafarlausra viðbragða við voðaverkum á Gasa Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. desember 2023 18:48 Mótmælendur við Ráðherrabústaðinn fyrir skömmu. Nú hefur hópur hópur 569 Íslendinga sent opið bréf á ráðamenn með þremur kröfum. Vísir/Vilhelm Hópur 569 Íslendinga hefur sent opið bréf á fjóra ráðherra og forseta Íslands þar sem þess er krafist að stjórnvöld slíti stjórnmála- og viðskiptasambandi við Ísrael, veiti öllum palestínskum umsækjendum tafarlaust alþjóðlega vernd og segi sig frá þátttöku í Eurovision verði Ísrael ekki vísað úr keppni. Bréfið er stílað á Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra; Bjarna Benediktsson, utanríkisráðherra; Guðrúnu Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra; Lilju Dögg Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra og Guðna Th Jóhannesson, forseta Íslands. Fjölmargir þekktir Íslendingar hafa skrifað undir bréfið, listafólk og aktívistar eru þar fyrirferðarmikil. Þar má nefna Drífu Snædal, Sóleyju Tómasdóttur, Sögu Garðarsdóttur, Semu Erlu og Eddu Falak. Einnig hafa rithöfundarnir Hallgrímur Helgason, María Elísabet Bragadóttir, Bragi Páll Sigurðsson, Bergþóra Snæbjörnsdóttir og Kristín Eiríksdóttir skrifað undir bréfið. Ísland þegi þunnu hljóði á meðan „ólýsanleg voðaverk“ eru framin Í bréfinu segir að tveir mánuðir séu liðnir frá því að „ógnarstjórn Ísraelsríkis með stuðningi vesturveldanna hóf að strádrepa Palestínufólk á Gaza í nafni sjálfsvarnar“. Skýrar skilgreiningar séu til í alþjóðasamningum á því hvað felst í slíkri sjálfsvörn en Ísraelsríki hafi farið langt út fyrir lagalegan ramma og fremji nú þjóðarmorð og stríðsglæpi á Gasa, Vesturbakkanum og í Austur-Jerúsalem. Þá segir að þrátt fyrir ítrekuð brot Ísraels á „Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna, sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, sáttmála Sameinuðu þjóðanna um ráðstafanir gegn þjóðarmorði og fleiri alþjóðasáttmálum og lagabálkum, hafa íslensk stjórnvöld ekki enn staðið við þær skuldbindingar sem þau hafa undirgengist í framangreindum löggerningum.“ Ísland hafi viðurkennt sjálfstæði Palestínu í desember 2011 en þegi nú þunnu hljóði „á meðan ólýsanleg voðaverk eru framin,“ segir í bréfinu. Stjórnvöld hafi hvorki nýtt rödd sína né uppfyllt fyrrgreindar skyldur sínar gagnvart palestínsku þjóðinni og heimsbyggðinni allri. Alþjóðleg vernd, slit á stjórnmálasambandi og brottvikning úr Eurovision Hópurinn krefst þess að Ísland beiti sér á alþjóðavettvangi og setur fram eftirfarandi kröfur: „Við krefjumst þess að íslensk stjórnvöld taki umsóknir palestínskra umsækjenda um alþjóðlega vernd hér á landi til efnislegrar meðferðar án tafar og veiti þeim hér alþjóðlega vernd í kjölfarið á grundvelli 37. gr. laga um útlendinga nr. 80/2016. Við krefjumst þess að Ísland slíti bæði stjórnmála- og viðskiptasambandi við Ísraelsríki undir eins. Í því samhengi má nefna að Ísland tekur fullan þátt í víðtækum þvingunaraðgerðum gegn Rússlandi, á grundvelli laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða. Að auki krefjumst við þess að Ísland segi sig frá þátttöku í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, verði Ísraelsríki ekki vísað úr keppni.“ Söngvakeppnin eigi að vera sameiningartákn Evrópu fyrir friði og skýtur því skökku við að ríki sem fremur þjóðarmorð og stríðsglæpi fái að taka þátt. Þá er rifjað upp að þegar Rússum var vikið úr keppni var helsta ástæðan sú að fjölmargar þjóðir neituðu að taka þátt með Rússum. Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ísrael Palestína Tengdar fréttir Vonar að Bjarni líti í eigin barm: „Manni ofbýður ástandið“ Mótmælandi sem henti glimmeri í þrígang yfir Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra á fundi í Veröld, segir að um jólakveðju hafi verið að ræða. Hún segist vona að Bjarni hugsi sinn gang eftir atburðarás dagsins. 8. desember 2023 14:03 Mótmælendur köstuðu glimmeri yfir Bjarna Mótmælendur hliðhollir Palestínu gerðu aðsúg að Bjarna Benediktssyni utanríkisráðherra á fundi í tilefni 75 ára afmælis Mannréttindayfirlýsingarinnar í Veröld, húsi Vigdísar, nú í hádeginu. Meðlimir hópsins hentu rauðbleiku glimmeri yfir ráðherra og fundinum var í kjölfarið aflýst. 8. desember 2023 12:41 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Bréfið er stílað á Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra; Bjarna Benediktsson, utanríkisráðherra; Guðrúnu Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra; Lilju Dögg Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra og Guðna Th Jóhannesson, forseta Íslands. Fjölmargir þekktir Íslendingar hafa skrifað undir bréfið, listafólk og aktívistar eru þar fyrirferðarmikil. Þar má nefna Drífu Snædal, Sóleyju Tómasdóttur, Sögu Garðarsdóttur, Semu Erlu og Eddu Falak. Einnig hafa rithöfundarnir Hallgrímur Helgason, María Elísabet Bragadóttir, Bragi Páll Sigurðsson, Bergþóra Snæbjörnsdóttir og Kristín Eiríksdóttir skrifað undir bréfið. Ísland þegi þunnu hljóði á meðan „ólýsanleg voðaverk“ eru framin Í bréfinu segir að tveir mánuðir séu liðnir frá því að „ógnarstjórn Ísraelsríkis með stuðningi vesturveldanna hóf að strádrepa Palestínufólk á Gaza í nafni sjálfsvarnar“. Skýrar skilgreiningar séu til í alþjóðasamningum á því hvað felst í slíkri sjálfsvörn en Ísraelsríki hafi farið langt út fyrir lagalegan ramma og fremji nú þjóðarmorð og stríðsglæpi á Gasa, Vesturbakkanum og í Austur-Jerúsalem. Þá segir að þrátt fyrir ítrekuð brot Ísraels á „Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna, sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, sáttmála Sameinuðu þjóðanna um ráðstafanir gegn þjóðarmorði og fleiri alþjóðasáttmálum og lagabálkum, hafa íslensk stjórnvöld ekki enn staðið við þær skuldbindingar sem þau hafa undirgengist í framangreindum löggerningum.“ Ísland hafi viðurkennt sjálfstæði Palestínu í desember 2011 en þegi nú þunnu hljóði „á meðan ólýsanleg voðaverk eru framin,“ segir í bréfinu. Stjórnvöld hafi hvorki nýtt rödd sína né uppfyllt fyrrgreindar skyldur sínar gagnvart palestínsku þjóðinni og heimsbyggðinni allri. Alþjóðleg vernd, slit á stjórnmálasambandi og brottvikning úr Eurovision Hópurinn krefst þess að Ísland beiti sér á alþjóðavettvangi og setur fram eftirfarandi kröfur: „Við krefjumst þess að íslensk stjórnvöld taki umsóknir palestínskra umsækjenda um alþjóðlega vernd hér á landi til efnislegrar meðferðar án tafar og veiti þeim hér alþjóðlega vernd í kjölfarið á grundvelli 37. gr. laga um útlendinga nr. 80/2016. Við krefjumst þess að Ísland slíti bæði stjórnmála- og viðskiptasambandi við Ísraelsríki undir eins. Í því samhengi má nefna að Ísland tekur fullan þátt í víðtækum þvingunaraðgerðum gegn Rússlandi, á grundvelli laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða. Að auki krefjumst við þess að Ísland segi sig frá þátttöku í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, verði Ísraelsríki ekki vísað úr keppni.“ Söngvakeppnin eigi að vera sameiningartákn Evrópu fyrir friði og skýtur því skökku við að ríki sem fremur þjóðarmorð og stríðsglæpi fái að taka þátt. Þá er rifjað upp að þegar Rússum var vikið úr keppni var helsta ástæðan sú að fjölmargar þjóðir neituðu að taka þátt með Rússum.
Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ísrael Palestína Tengdar fréttir Vonar að Bjarni líti í eigin barm: „Manni ofbýður ástandið“ Mótmælandi sem henti glimmeri í þrígang yfir Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra á fundi í Veröld, segir að um jólakveðju hafi verið að ræða. Hún segist vona að Bjarni hugsi sinn gang eftir atburðarás dagsins. 8. desember 2023 14:03 Mótmælendur köstuðu glimmeri yfir Bjarna Mótmælendur hliðhollir Palestínu gerðu aðsúg að Bjarna Benediktssyni utanríkisráðherra á fundi í tilefni 75 ára afmælis Mannréttindayfirlýsingarinnar í Veröld, húsi Vigdísar, nú í hádeginu. Meðlimir hópsins hentu rauðbleiku glimmeri yfir ráðherra og fundinum var í kjölfarið aflýst. 8. desember 2023 12:41 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Vonar að Bjarni líti í eigin barm: „Manni ofbýður ástandið“ Mótmælandi sem henti glimmeri í þrígang yfir Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra á fundi í Veröld, segir að um jólakveðju hafi verið að ræða. Hún segist vona að Bjarni hugsi sinn gang eftir atburðarás dagsins. 8. desember 2023 14:03
Mótmælendur köstuðu glimmeri yfir Bjarna Mótmælendur hliðhollir Palestínu gerðu aðsúg að Bjarna Benediktssyni utanríkisráðherra á fundi í tilefni 75 ára afmælis Mannréttindayfirlýsingarinnar í Veröld, húsi Vigdísar, nú í hádeginu. Meðlimir hópsins hentu rauðbleiku glimmeri yfir ráðherra og fundinum var í kjölfarið aflýst. 8. desember 2023 12:41